Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 32

Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 32
MARKAÐURINN 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Við nokkuð dökkan tón kveður hjá Seðlabanka Íslands varðandi horfur í efnahagslífi þjóðar- innar. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans, er spáð minni hagvexti á þessu ári en gert hafði verið ráð fyrir og óverulegum á næsta ári, eða 4,2 prósentum á árinu og 0,4 pró- sentum á því næsta. Þá eru sagðar horfur á meiri verðbólgu en nemur verðbólgumarkmiði bankans. Bankinn brást við verðbólguhorf- um og hækkaði stýrivexti sína í lok síðustu viku. Í Peningamálum boðar hann svo enn strangara aðhald í peningamálum. „Þótt aðhaldssöm peningastefna kunni að leiða til tímabundins samdráttar í þjóðar- búskapnum, telur Seðlabankinn að of slök peningastefna við ríkjandi skilyrði muni að lokum leiða til har- kalegri aðlögunar en strangt aðhald nú.“ Má því gefa sér að vaxtahækk- unarferli bankans sé hvergi nærri lokið, en næstu ákvörðunar um stýri- vexti er að vænta frá bankanum 18. maí næstkomandi. „Hermun með nýju þjóðhagslíkani Seðlabankans bendir til þess að vextirnir gætu þurft að hækka í meira en 15 pró- sent og haldast þar um töluverða hríð ef þokkalegar líkur eiga að vera á því að verðbólgumarkmiðinu verði náð á spátímanum. Slíkt mat er þó mikilli óvissu háð,“ segir í Peningamálum. Athygli hefur vakið að gengi krónunnar hefur ekki styrktist ekki við 75 punkta vaxtahækkun Seðlabankans síðasta fimmtudag líkt og við hefði mátt búast, held- ur hefur gengið haldið áfram að veikjast lítillega. Telja sérfræðingar að þar spili inn í óvægin umræða um íslenskt efnahagslíf sem birst hefur í erlendum miðlum og hjá greiningardeildum erlendra banka undanfarna daga og vikur. Skrifin, sem á stundum eru sögð byggja á misskilningi eða mislestri á aðstæð- um, hafa dregið þannig úr trú á aðstæður að þeir sem áður hafa fjárfest í svonefndum krónubréfum og ýtt undir styrka stöðu krónunnar halda nú að sér höndum. YTRI SKILYRÐI ALMENNT TALIN GÓÐ Þá er ein ástæða talin vera sú dökka mynd sem Seðlabankinn málar af efnahagshorfum í spám sínum, bæði meiri samdrætti í hagvexti en aðrir hafa spáð, áframhaldandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og að viðskipta- halli dvíni lítið. Þannig er bankinn talinn hafa tekið undir með þeim sem spáð hafa efnahagslægð og grafið um leið undan gengi krón- unnar. Seðlabankinn segir minnkandi vöxt innlendrar eftirspurnar hins vegar vera óhjákvæmilegan fylgifisk aðlögunar hagkerf- isins að jafnvægi eftir nokkurra ára ofþenslu- skeið. „Grunnspá Seðlabankans bendir hins vegar til þess að aðlögunin sé of hæg og hætta sé á að undirliggjandi ójafnvægi nái að festa sig í sessi sakir viðvarandi hárra verðbólguvæntinga. Því virðist þurfa tölu- vert aðhaldssamari peningastefnu en felst í grunnspánni til að verðbólgumarkmiðið náist innan tveggja ára,“ segir í Peningamálum. Um leið telur Seðlabankinn ytri skilyrði þjóðarbúsins almennt vera góð, að minnsta kosti til skamms tíma litið. „Áætlað er að hagvöxtur í heiminum hafi verið um 3,2 prósent árið 2005 og spáð er svipuðum vexti á þessu ári. Gangi spár eftir má því almennt búast við áframhaldandi góðu ástandi í heimsbúskapnum,“ segir bankinn og bend- ir á að heldur hafi dregið úr verðbólgu í Evrópu og Bandaríkjunum frá því síðasta haust. „Sveiflur í verðlagsþróun skýrast að miklu leyti af breytingum á verði eldsneyt- is. Kjarnaverðbólga, skilgreind sem hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs án orku og matvæla, hefur verið lítil.“ Í Peningamálum segir að þrátt fyrir aukið aðhald að undan- förnu í peningamálum í Bandaríkjunum og Evrópu, sem leitt hafi til hækkunar skamm- tímavaxta, séu raunvextir enn tiltölulega lágir og framboð lánsfjár mikið. „Verðlag helstu útflutningsafurða hefur hækkað veru- lega í erlendum gjaldmiðlum. Góðar horfur eru á því að verðlag útflutnings haldist áfram hátt eða hækki jafnvel enn frekar. Hins vegar eru nú taldar horfur á töluvert minni vexti útflutnings í ár og á næsta ári en spáð var í desember,“ segir Seðlabankinn, en þar koma ekki síst til áhrif af mun minni loðnuafla en gert var ráð fyrir í fyrri spá bankans. Í stað þriggja prósenta aukningar í útflutnings- framleiðslu sjávarafurða er nú spáð tveggja prósenta samdrætti á árinu. Í Peningamálum hefur Seðlabankinn á því orð að miðlun peningastefnunnar um vaxt- arófið hafi verið misgreið. „Nokkur hækk- un hefur þó orðið á vöxtum óverðtryggðra ríkisskuldabréfa með líftíma til um það bil fjögurra og sjö ára. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum hefur hins vegar þrýst niður vöxtum á skuldabréfum til eins árs auk þess sem uppkaup eru hafin á þeim flokki. Á tímabili gætti einnig áhrifa erlendu útgáfunnar á óverðtryggða vexti til fjögurra ára, en þau virðast hafa dvínað eftir að gengi krónunnar tók að lækka, auk þess sem verulega hefur hægt á útgáfunni það sem af er marsmánuði. Þrýstings til hækk- unar hefur gætt á óverðtryggðum bréfum eftir að matsfyrirtækið Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í nei- kvæðar og krónan lækkaði skarpt í kjölfarið. Það kann að skýrast af því að horfur séu tald- ar á lakara mati á lánshæfi bréfanna, en hitt vegur þó líklega þyngra að fjárfestar telji verðbólguálag óverðtryggðra skuldabréfa of lágt í ljósi gengislækkunar krónunnar.“ HEIMILIN FINNA MEIRA FYRIR HRÆRINGUM Líklega hafa þær hræringar sem orðið hafa á fjármálamörkuðum nýlega haft aðhaldsáhrif á heimili landsins, að mati Seðlabankans. „Vextir húsnæðisveðlána hafa hækkað þrátt fyrir nýlega lækkun ávöxtunarkröfu verð- tryggðra skuldabréfa. Vextir óverðtryggðra lána hafa hækkað, en aukist verðbólguvænt- ingar heimilanna einnig á næstunni hefur hækkunin tæpast varanleg aðhaldsáhrif. Gengislækkun krónunnar mun skila sér í þyngri greiðslubyrði á erlendum lánum, en þau vega ekki þungt í greiðslubyrði einstakl- inga,“ segir bankinn en hlutfall gengisbund- inna útlána lánakerfisins til heimila er talið vera milli þrjú og fjögur prósent, en undir lok síðasta árs mun hafa hægt á útlánaaukningu lánakerfisins til heimila. Þá segir að áhrif lægra gengis komi mis- munandi mikið við ýmsa geira atvinnulífs- ins. „Gengislækkun stuðlar að meiri hagn- aði í samkeppnisgreinum, eykur hins vegar greiðslubyrði fyrirtækja sem skuldsett eru í erlendum gjaldmiðlum, en gerir jafnframt erlenda lántöku hagkvæmari, að því gefnu að vænst sé minni lækkunar gengis eftir að gengisaðlögun er komin fram að hluta. Sterk króna á síðastliðnu ári virðist ekki hafa dregið úr erlendri lántöku fyrirtækja, þrátt fyrir að líkur á að gengið leiti jafnvægis hafi aukist eftir því sem raungengið fjar- lægðist langtímajafnvægi sitt. Hlutfall geng- isbundinna lána hefur þó lækkað þar sem útistandandi lán hafa lækkað í krónum talið sökum sterkara gengis. Lægra gengi mun hækka þetta hlutfall á ný og auka greiðslu- byrði fyrirtækja,“ segir bankinn en bendir um leið á að í vöxt færist að fyrirtæki verji sig fyrir gengisáhættu með skiptasamning- um. „Kostnaður við gengisvarnir hefur verið lægri upp á síðkastið en oft áður, að hluta til vegna erlendu útgáfunnar á skuldabréfum í íslenskum krónum. Upplýsingar um umfang og kjör skiptasamninga eru hins vegar af skornum skammti.“ Seðlabankinn telur því erfitt að ráða í heildaráhrif nýlegra hræringa á fjármálamörkuðum á fjármálaleg skilyrði fyrirtækja, en telur þau sennilega minni en virðist við fyrstu sýn. MISVÆGI RÍKIR Í HAGSTJÓRNINNI Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir fleiri verða að leggjast á árar með Seðlabankanum og nefnir þar sérstakleg- ar fjármál ríkis og sveitarfélaga. „Ummæli bankans að verðbólgumarkmiðinu verði ekki náð nema til komi nokkurra prósenta hækk- un á stýrivöxtum hlýtur að verða að skilja sem hvatningu í þessa átt.“ Ólafur undrast ummæli í stefnugrein Peningamála að stefna bankans kunni að leiða til tímabundins samdráttar í efnahags- Seðlabankinn boðar að tímabundið hægi á hagvexti Í Peningamálum Seðlabanka Íslands er sagt að tímabundinn samdráttur kunni að verða fylgifiskur aðgerða til að ná tökum á verðbólgu. Krónan hefur ekki styrkst líkt og búist var við eftir 75 punkta stýrivaxtahækkun bankans fyrir helgi. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér umræðu um horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar. ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Ólafur er hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Kauphöll Íslands segir ástæðu til að huga að miðlun upplýsinga um íslensk efnahagsmál og fjármál í ljósi áhrifa umræðu á alþjóðavett- vangi um þau. Umræðan, sem sögð er hafa verið óvægin og fremur beinst að neikvæðum þáttum en jákvæðum, hefur ýtt undir óróa og sveiflur á hlutabréfamarkaði. Kauphöllin bendir á að Úrvalsvísitalan hafi verið um 20 prósentum lægri nú í lok fyrsta ársfjórðungs ársins, en hún var hæst áður en umræðan hófst. „Þrátt fyrir lækkunina er Úrvalsvísitalan þó 6,5 prósentum hærri í lok árs- fjórðungsins en hún var um ára- mótin – og lægsta gildi hennar á fjórðungnum var svipað og ára- mótagildið. Það er umhugsunar- efni hvað skyndileg tónbreyting í alþjóðapressunni – að því er virðist af litlu tilefni – getur valdið miklu umróti hér heima,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, í yfirliti fyrsta ársfjórð- ungs hjá Kauphöllinni. Greining Glitnis banka tekur í sama streng og segir þróun Úrvalsvísitölunnar hafa verið með nokkuð sérstökum hætti á nýliðnum ársfjórðungi. „Framan af hækkaði vísitalan hratt og náði hámarki í 25 prósenta hækkun um mitt tímabilið. Þá lá leiðin niðurá- við og endaði vísitalan í 5.894 stig- um sem gerir 6,5 prósenta hækkun á fyrsta ársfjórðungi. Segja má að bjartsýni og góð uppgjör hafi skýrt þessar miklu hækkanir framan af en að svartsýni í kjölfar mikillar erlendrar umfjöllunar um íslenska hagkerfið og bankana skýri að töluverðu leiti miklar lækkanir frá miðjum febrúar,“ segir bankinn, en bendir um leið á að 6,5 prósenta hækkun á einum ársfjórðungi telj- ist nokkuð góð ef hún væri upp- reiknuð á ársgrundvöll og næmi þá 29 prósentum. Óvægin umræða hefur áhrif Nýjustu mælingar á atvinnuleysi sýna að það hafi dregist saman um 1,2 pró- sent í febrúar frá sama mánuði árið 2004, en í efnahagsfregnum Kaupþings banka kemur fram að langtímaatvinnuleysi hafi farið minnkandi síðan í mars 2003. „Skammtímaatvinnuleysi hefur einnig farið lækkandi síðan í byrjun árs 2003. Samkvæmt tölum frá OECD er langtíma- atvinnuleysi hér á landi mun minna en í öðrum löndum,“ segi bankinn, en OECD skilgreinir langtímaatvinnuleysi sem það atvinnuleysi sem hefur varað í 12 mánuði eða lengur. „Árið 2004 reyndist langtíma- atvinnuleysi á Íslandi vera um 11 prósent af heildaratvinnuleysi, en meðaltal OECD landanna nam 32 prósentum og er Ísland því í hópi landa með lægsta langtímaat- vinnuleysi.“ Atvinnuleysi er minna hér Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Ólafur G. Einarsson, formaður banka- ráðs Seðlabankans, fluttu allir ræður á ársfundi Seðlabankans síðasta föstudag. MARKAÐURINN/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.