Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 42
MARKAÐURINN 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hvert er hlutverk ÍKV? Meginhlutverk Íslensk-kín- verska viðskiptaráðsins er að hafa forgöngu um og stuðla að auknum viðskiptum milli Íslands og Kína. Í þeim tilgangi miðlar ÍKV viðskiptasambönd- um landanna á milli, tekur á móti sendinefndum frá Kína, skipuleggur ferðir á vörusýn- ingar þar eystra og vinnur að kínverskum vörusýningum á Íslandi. ÍKV stendur auk þessa reglulega fyrir félagsfundum og opnum fundum/ráðstefnum í þeim tilgangi að koma á fram- færi upplýsingum um ástand og þróun viðskipta í löndunum tveimur. Fjölgar þeim sem leita til ÍKV vegna fjárfestinga í Kína? Þeim fjölgar mikið sem leita til ÍKV vegna fjárfestinga og almennra ráð- legginga um fyrstu skrefin í viðskiptum við Kína. Við urðum vör við stóraukinn áhuga í kjölfar þess að forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína í fyrra, en sem kunnugt er fylgdi honum stærsta við- skiptasendinefnd sem nokkurn tíma hefur farið frá Íslandi. Hvar liggja helstu tækifærin í viðskiptum milli landanna? Tækifærin eru mörg á smásölu- markaði í Kína. Eins og staðan er núna eru 10 stærstu fyrirtækin á smásölumarkaði með minna en 2 prósenta markaðshlutdeild. Erlendir aðilar eru farnir að kaupa hluti í kínverskum fyrir- tækjum í þeim tilgangi að hasla sér völl á markaðnum. Fjöldi lágvöruverslana, súpermarkaða og verslanakeðja mun aukast mjög á næstunni. Er fyrirsjáanleg aukning í við- skiptum Íslands og Kína? Það er allt sem bendir til að viðskipti milli landanna muni aukast. Viðskiptahallinn er mik- ill Íslendingum í óhag sem er vegna þess að mikil eftirspurn er eftir kínverskum vörum hér á landi. Verð þeirra er eins og menn vita mjög vel samkeppn- ishæft. Á sama tíma er margt sem bendir til þess að áhugi Íslendinga á beinum fjárfest- ingum í Kína sé að aukast. Hvernig er hægt að laða Kínverja að Íslandi? Fyrst og fremst með því að efla enn frekar skipulagðar viðskiptaheimsóknir bæði frá Íslandi til Kína og öfugt. Að því er varðar ferðaþjónustuna þá þarf að fjölga kínverskumæl- andi leiðsögumönnum og hafa kort og merkingar á kínversku. Þá mun óhjákvæmilega þurfa að fjölga kínverskum veitinga- stöðum til að geta sinnt þeim aukna fjölda kínverskra ferða- manna sem munu sækja okkur heim á næstu arum. Hvað einkennir viðskiptahætti Kínverja? Mjög mikil varkárni fyrst í stað. Kínverjar leggja mikið upp úr því að hitta hæstráðandi stjórnendur og þá skipta titlar og formlegheit miklu máli. Kínverjar taka sér góðan tíma til að loka samningum og vilja helst hitta við- skiptafélaga sína þrisvar til fjórum sinnum áður en samningar eru endanlega gerðir. Því er ekki hægt að mæla með að stofna til viðskipta við Kínverja á grundvelli tölvu- póstsamskipta eingöngu. Er kínverski markaðurinn opinn erlendum aðilum? Almennt má segja að kínverskur markaður sé opinn. Það sem mun þó skipta sköpum um þróun í viðskiptum milli Íslands og Kína á næstunni, er hvort samningar um fríverslun milli ríkjanna náist, en könnunarviðræður um það standa nú yfir milli stjórn- valda í ríkjunum tveimur. Náist samningar um fríverslun yrði Ísland fyrsta vestræna ríkið til að gera slíkan samning við Kína og slíkt myndi gjörbreyta öllum viðhorfum í viðskiptum milli landanna. Það mun væntanlega koma í ljós seinni hluta þessa árs, hvort slíkir samningar náist. Mælir eitthvað gegn fjárfesting- um í Kína? Ýmislegt bendir til þess að verðbólga muni vaxa í Kína á næstu árum. Gengi kínverska gjaldmiðilsins er í raun hand- stýrt í þeim tilgangi að skapa eftirspurn eftir innlendum vörum og til þess að halda hag- vexti uppi. Mikilvægt er fyrir alla þá sem stunda viðskipti við Kínverja að fylgjast vel með hvernig þessi mál þróast á næstu mánuðum og misserum. Stóraukinn áhugi á fjárfestingum í Kína T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Andrésar Magnússonar framkvæmdastjóra FÍS, Kínversk- og Indversk- íslenska verslunarráðanna Náist samningar um fríverslun yrði Ísland fyrsta vestræna ríkið til að gera slíkan samning við Kína og slíkt myndi gjör- breyta öllum viðhorfum í viðskiptum milli landanna. Enginn vafi leikur á um að Kína verður stærsta hagkerfi heimsins á næstu áratugum. Undanfarin 25 ár hefur þar verið 9 prósenta hagvöxtur og eru það að miklu leyti erlendar fjárfestingar og starf- semi erlendra fyrirtækja sem knýja hann áfram. Um þriðjungur landsframleiðslunnar er til kominn frá erlendum aðilum. Það er ekki Íslendinga háttur að láta tækifærin renna sér úr greipum og hafa við- skipti milli Íslands og Kína aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Margir skynja Kína sem lokað land en ræðu- menn á fundi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins voru sammála um að landið sé nokkuð opið fyrir erlendum fjárfestingum og tiltölulega auðvelt sé að eiga þar viðskipti. Öðruvísi hafi horft við til langs tíma og á því byggist misskilningurinn en opnun markaðarins sé stór ástæða þess að erlend fyrir- tæki eru að flykkjast til Kína. MEIRA EN UPPRUNALAND FYRIR ÓDÝRAR VÖRUR Eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hefur verið að hasla sér völl í Kína er Glitnir. Í máli Magnúsar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Glitnis í Ameríku og Asíu, kom fram að Kína er margt annað en upprunaland fyrir ódýrar vörur. Stóra tækifærið í Kína, og það sem muni skapa fyrirtækjum stórkost- legt samkeppnisforskot í framtíðinni, sé að ná sér stöðu á kínverska mark- aðnum og vaxa svo með honum inn í framtíðina. Glitnir hefur verið að byggja upp viðskipti við Asíu undanfarin sex til tíu ár og nú stendur til að opna skrifstofu í Shanghai í haust. Áætlanir Glitnis snúast enn sem komið er ekki um að ná í kínverska viðskiptavini heldur að koma sér fyrir á þessum risamarkaði framtíðarinnar, vera í nálægð við við- skiptavini sem þegar eru með starfsemi þar og að vera á staðnum þegar fyrirtæki frá heimamörk- uðunum, Íslandi og Noregi, hefja sína sókn inn á markaðinn. Dæmi um nýlegt verkefni bankans eru kaup Bakkavarar á kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods. Í tengslum við kaupin stofnuðu Bakkavör Asia og Glitnir félagið Bakkavör China og á Glitnir 40 prósenta hlut í því. KÍNVERSKUM FERÐAMÖNNUM FER FJÖLGANDI Ferðalögum Kínverja hefur fjölgað gríðarlega und- anfarin ár. Til að mynda fóru 3,7 milljónir Kínverja úr landi árið 1993 en tíu árum síðar var sú tala komin í 30 milljónir. Árið 2003 var gerður samn- ingur 11 Schengen-landa við Kína sem gerði það að verkum að þeir gátu farið að ferðast til Evrópu. Áhuginn var greinilega fyrir hendi og komu 7 til 8 prósent þeirra sem fóru úr landi árið 2005, eða um 2 milljónir, til Evrópu. Árið 2005 komu hingað til lands um 8.000 Kínverjar og gerir Icelandair, sem hefur verið að þreifa fyrir sér í Kína frá árinu 2001, ráð fyrir um 20 prósenta aukningu kínverskra ferðamanna árlega. Steinn Lárusson, sölustjóri fyrir Asíu hjá Icelandair, fjallaði á fundinum um fyrstu skrefin í Kína og hvaða leiðir Icelandair hefur farið til að vekja athygli Kínverja á Íslandi. SKORTUR Á KÍNVERSKUMÆLANDI ÍSLENDINGUM Icelandair hefur að miklu leyti til kynnt Ísland fyrir Kínverjum í samstarfi við Skandinavíulöndin. Meðal þeirra fjárfestinga sem Icelandair hefur farið út í er útgáfa á kynningar- og fræðsluefni af ýmsu tagi. Félagið hefur jafnframt staðið fyrir ferðum blaðamanna og ljósmyndara hingað til lands til að auka við þær upplýsingarnar sem fyrir hendi eru í Kína um Ísland. Steinn segir það afar mikilvægt að allt kynn- ingarefni fyrir Kínverja sé á kínversku og hann segir jafnframt mikinn skort á kínverskumælandi leiðsögumönnum á Íslandi. Þar að auki vanti hér kínversk veitingahús, matseðlar þurfi að vera til á kínversku og kort þurfi að gera á kínversku af helstu viðkomustöðum ferðamanna. Hann segir að nánara mið þurfi að taka af sérþörfum hins dæmigerða kínverska ferðamanns til að hann vilji koma hingað til lands. „Hinn dæmi- gerði kínverski ferðamaður er í kring- um fimmtíu ára, hann ferðast í hóp, stoppar í tvo til þrjá daga, dvelur á tveggja til þriggja stjörnu hótelum, borðar á kínverskum veit- ingahúsum, fer ekki á barinn, kemst ekki upp á Holtavörðuheiði og kemur hingað í fimmtu eða sjöttu ferð sinni til útlanda,“ sagði Steinn. GENGI GJALDMIÐILSINS HALDIÐ NIÐRI Bjartur Logi Yeshen, alþjóðafulltrúi Viðskiptaháskólans á Bifröst, fjallaði um gjaldmiðil Kína, Renmingbi (RMB), og áhrif gengisins á efna- hagsumhverfi Kína. Bjartur sagði ýmislegt benda til að kínversk stjórnvöld héldu genginu vísvitandi lágu til að skapa frekari eftirspurn eftir innlendum vörum, auk þess að halda hagvexti uppi og atvinnu- leysi niðri. Þetta valdi því að mikið skammtímafjár- magn sé í umferð þar sem vanmetinn gjaldmiðill ýti undir peningaflæði erlendis frá. Þetta mikla inn- flæði fjármagns kyndi aftur undir þenslu og því sé verðbólguþrýstingur mikill. Samkvæmt sérfræð- ingum þyrfti gengi að hækka um 15 til 30 prósent til að koma greiðslujöfnuðinum í jafnvægi. „Utanríkisviðskipti hafa mikla þýðingu fyrir kínverskan efnahag og falskt gengi hefur afar slæm áhrif og elur af sér óöryggi, viðskiptastríð og hefndarhug. Betri gengisstefna er betri fyrir Kína, alþjóðlega efnahagsumhverfið og felur í sér meiri tækifæri fyrir útrásarfyrirtæki,“ sagði Bjartur. FRAMSÖGUMENN Á MORGUNVERÐARFUNDI ÍSLENSK-KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐSINS ÁTTU ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ TELJA ÝMSA FJÁRFESTINGAMÖGULEIKA LEYNAST Í KÍNA Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Glitnis í Ameríku og Asíu, Bjartur Logi Yeshen, alþjóðafulltrúi Viðskiptaháskólans á Bifröst, og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Íslensk-kínverska verslunarráðsins, hlusta á Stein Lárusson, svæðisstjóra Icelandair í Asíu. Miklu meira en uppruna- land fyrir ódýrar vörur Á morgunverðarfundi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins var fjallað um þau miklu fjárfestingartækifæri sem leynast í Kína. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sat fundinn þar sem reynslusögur voru sagðar. M Á L I Ð E R Fjárfestingar í Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.