Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 20
 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Lögfræðingur óskast Aftur er Jón Gerald Sullenberger í vanda. Í fyrra skiptið þurfti hann að leita réttar síns uppi á Íslandi vegna meintra svika og pretta Baugsfeðganna gagnvart sér. Hann var svo heppinn að komast í samband við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem útveg- aði honum lögfræðing, nánar til tekið Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómara. Þegar tölvupóstar, sem sagan mun sjálfsagt dæma sem æði merkilega, voru birtir í Fréttablaðinu í september síðastliðnum þótti einum blaðamanni Morg- unblaðsins sem Styrmir ritstjóri væri orðinn ger- andi í Baugsmál- inu. Styrmir hafði blaðamanninn ofan af slíkri firru með eftirfarandi orðum sem birt voru í Morgunblaðinu 27. september síðastliðinn: „Verð ég aðili að málinu bara af því að Fréttablaðið tekur upp á því að setja mál í rangt ljós? Ég tel að svo sé ekki og tel það fráleitt að ég sé aðili að málinu þótt ég hafi hjálpað ungum manni að fá lögfræðing sér til ráðuneytis... Ég mun ekki afsala mér neinu ritstjórnarvaldi varðandi málefni Baugs.“ Hver lætur nota sig? Nú er sem sagt Jón Gerald Sul- lenberger orðinn sakborningur í Baugsmálinu og vantar sárlega lögfræðing. Vafalaust mun Jónína Benediktsdóttir og Styrmir Gunnarsson sjá aumur á þessum unga manni enn á ný. Hins vegar er óhægt um vik að fá Jón Steinar aftur til verka þar sem hann er nú orðinn hæstaréttardómari. Enda ekki víst að hann mundi vilja koma nærri málinu þótt hann hefði aðstöðu til. Sitt er nú hvað að smíða kæru og standa fyrir húsleit í þágu skjólstæðins síns eða að gerast verjandi hans í sama máli. Styrmir segir svo eftirminnilega í Morg- unblaðinu 26. september síðastliðinn: „Allt er þetta mál umhugsunarefni fyrir starfsfólk fjölmiðla... Nú er á fjölmiðlun- um hér stór hópur vel menntaðs ungs fólks sem kann vel til verka og veit sínu viti. Er það tilbúið til að láta nota sig í hvað sem er?“ Styrmir heldur vafalaust áfram að hjálpa ungum mönnum í leitinni að réttlætinu. Á meðan heldur ungt fólk á Morgunblað- inu áfram sínum störfum með starfsheiður sinn að veði. johannh@frettabladid.isFjölmiðlafrásagnir af reiptogi Ríkisútvarpsins og Sinfóníu-hljómsveitar Íslands um forláta Guarneri fiðlu gætu í skjótri svipan umfram allt annað virst spaugilegar. Sama má segja um kröfu hljómsveitarinnar á óuppgerðum skuldum útvarpsins sem framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar segir að nemi sexhundruð og fimmtíu milljónum króna. Lausnin ætti ef til vill að liggja í bókhaldsreglum ríkissjóðs. En er málið í reynd þannig vaxið að það sé annaðhvort spaugi- legt eða svo einfalt að um lausn dugi að vísa til bókhaldsreglna? Að öllu athuguðu sýnast þessi bókhaldsmál þvert á móti geta verið vísbendingar um þá menningarstefnu er býr að baki þeim áformum um breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Kunnara er en frá þurfi að segja að ríkisrekstur á útvarpi er ekki sjálfgefinn. En um það hefur þrátt fyrir allt verið allgóð sátt að starfrækja útvarp á vegum ríkisins til þess fyrst og fremst að sýna menningarlegan metnað umfram það sem mark- aðurinn sýnist vera viljugur til eða fær um. Það eru fullgild rök. Að vísu er það svo að hvarvetna hafa ríkisútvarpsstöðvar staðið frammi fyrir augljósri þverstæðu. Það er spurningin um það hvort unnt er að nota skattpeninga borgaranna til þess eins að lyfta menningunni einni til hásætis og hunsa með því óskir fjöldans um afþreyingu. Augljóst er að ríkisútvarp getur ekki með öllu sniðgengið afþreyingarefni þó að markaðurinn geti mjög auðveldlega sinnt því viðfangsefni. En það breytir ekki hinu að eini sjálfstæði tilgangur ríkisútvarps er menningarlegt hlutverk þess. Með hæfilegri einföldun má segja að Ríkisútvarpið hafi sinnt menningarlegum tilgangi sínum með rekstri Rásar eitt. En að uppistöðu til hefur rekstur Rásar tvö og sjónvarpsins verið markaðsvara sem deila má um hvort er betri eða verri en einka- rekin fyrirtæki á þessu sviði hafa boðið upp á. Það þarf því að bæta Ríkisútvarpið sem menningarstofnun en ekki afþreyingar- stofnun eigi að viðhalda réttlætingu þess. Algengt er að metnaðarfullar ríkisútvarpsstöðvar reki sin- fóníuhljómsveitir. Rökin sýnast liggja í augum uppi. Hér er um að ræða tónlist sem líklegast er að ríkisrekið útvarp geti skilað í ýmsu formi áfram úr tónlistarsölunum út til fólksins. Það hefur verið lítt skiljanlegt hversu lítið Ríkisútvarpið hefur nýtt sér þessi tengsl til þess að efla dagskrá sína, ekki síst sjónvarpsins. Hitt er óskiljanlegt hvers vegna byrja á nýjan tíma í rekstri þess með því að rjúfa þessi tengsl. Öll rök sýnast falla að hinu að auðga þau að innihaldi. Staðreynd er að ríkisstjórnin ætlar ekki að svara til um eigin- fjárstöðu Ríkisútvarpsins og fjárhagsstöðu Sinfóníuhljómsveit- arinnar fyrr en eftir að áformaðar skipulagsbreytingar hafa verið festar í lög. Til þess hefur hún allan rétt. Það kann að vera stjórnunaraðferð. Stjórnunaraðferð af þessu tagi getur hins vegar einvörðungu þýtt tvennt: Annaðhvort er undirbúningurinn í skötulíki eða ekki er allt með felldu um raunveruleg áform að reka hér menn- ingarútvarp og sjónvarp með nokkurri reisn og af þeim metnaði sem einn getur yfir höfuð verið réttlæting fyrir rekstrinum. Fiðlumálið hefur því vakið upp spurningar sem þarf að svara áður en unnt er að taka ákvarðanir á málefnalegum grundvelli um framtíðarskipulag Ríkisútvarpsins. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Tilgangur ríkisútvarps: Menning og markaður Miklar umræður hafa farið fram í breskum fjölmiðlum undanfarið um fjárreiður þarlendra stjórn- málaflokka. Tony Blair forsætis- ráðherra varð nýlega uppvís að því að hafa gert tilraun til að selja nokkrum auðkýfingum lávarðstign með tilheyrandi sæti í bresku lávarðadeildinni, efri deild breska þingsins. Að vísu átti svo að heita að auðkýfingarnir hefðu veitt Verkamannaflokknum „lán“ að upphæð 14 milljónir punda (ca. 1.500 milljónir króna) til síðustu kosningabaráttu sinnar en öllum er það ljóst að sá háttur var ein- ungis hafður á vegna þess að lög um fjárreiður stjórnmálaflokk- anna kveða svo á, að skylt er að skrá opinberlega bein fjárframlög til flokksstarfseminnar, en ekki er skylt að gefa upp „lán“, eins þótt þau séu „óafturkræf“. Dálkahöfundur breska blaðsins The Economist tók málið fyrir nýlega, og telur hlutdeild Blairs að málinu óverjandi. Hann hafi brotið gegn hinni gullnu reglu allr- ar stjórnmálastarfsemi: Allt sem viðkemur tengslum milli peninga og stjórnmála á að vera gagnsætt og uppi á borðinu. Ljóst er að Blair annaðhvort tók þátt í eða lét óátal- ið að dylja þessi fjárframlög og nöfn þeirra sem að þeim stóðu. Það var aðeins fyrir árvekni útnefninganefndar lávarðadeild- arinnar að Blair tókst ekki það ætlunarverk sitt að koma auðkýf- ingunum í deildina og að í leiðinni varð uppvíst um örlæti þeirra í garð Verkamannaflokksins. Íhaldsflokkurinn á erfitt með að notfæra sér þetta hneyksli, enda uppvíst að margir núverandi lávarðar hafa sýnt þeim flokki ein- staka gjafmildi meðan sá flokkur var við völd og áður en þeir hlutu sæti sín í deildinni. Hneykslismálið verður The Economist tilefni til hugleiðinga um fjárreiður stjórnmálaflokka. Eins og öll ríki Evrópu – nema Ísland – hafa Bretar sett lög um stjórnmálaflokka og fjárreiður þeirra í því skyni að hafa uppi á borðinu tengsl stjórnmálamanna og frammámanna í fésýslu og atvinnulífi. The Economist telur stjórnmálaflokkunum nokkur vor- kunn að grípa til örþrifaráða um fjáröflun til starfsemi sinnar, sér- staklega kosningabaráttu vegna dvínandi áhugi almennings á allri stjórnmálastarfsemi. Síðastliðna hálfa öld hefur meðlimatala bresku flokkanna fallið um 85% og það er þeim 500.000 sérvitring- um, eða svo, sem enn halda við flokksskírteinum sínum, ofviða að standa undir starfsemi flokkanna fjárhagslega. Jafnframt hefur meðalaldur flokksbundinna hækk- að svo að flestir þeirra eru að nálg- ast eftirlaunaaldur. Lengi vel áttu launþegasamtök beina aðild að Verkamannaflokkn- um, lögðu honum til fé og höfðu ómæld áhrif á stefnu hans. Blair sjálfur og fylgismenn hans áttu drýgstan þátt í að skera á þau tengsl með þeim afleiðingum að verkalýðshreyfingin axlar nú aðeins 40% af útgjöldum flokks- ins. Á hinn bóginn leiddu þessi tengsl flokksins við verkalýðs- hreyfinguna til þess að fyrirtækin voru reiðubúin að leggja ríflega fjármuni í fjárhirslur Íhalds- flokksins. Nú, þegar þau eru hætt að skelfast Verkamannaflokkinn og ríkisstjórn með hann í forsvari, minnkar áhugi þeirra á að ausa fé til pólitískrar starfsemi. Auk þess telja fyrirtæki sig jafnvel fá óorð af því að leggja flokkunum til fé. Fjölmiðlarnir spyrji þau án afláts hvað þau ætli sér að fá út úr því? Því sé betra að láta það vera. Samhliða þessari þróun hefur kosningabaráttan orðið æ dýrari. Sjálfboðaliðastarf er að mestu úrelt. Kosningabaráttan fer að langmestu leyti fram í fjölmiðl- um. Flokkarnir leigja sér rándýra verktaka úr hópi auglýsingaskrif- stofa almannatengsla- og skoðana- kannanafyrirtækja og kosninga- baráttan stendur að miklu leyti milli þeirra. Stjórnmálamennirnir verða nánast sem fyrirsætur á þeirra vegum. Þeim eru lögð orð í munn, litgreindir og dressaðir upp samkvæmt formúlum auglýsinga- fyrirtækjanna, sem nú stýra kosn- ingabaráttunni. Hér á landi er ár tvennra kosn- inga framundan. Auglýsingafyrir- tæki hafa í æ ríkara mæli haslað sér völl á þessu sviði með gengd- arlausum fjáraustri í auglýsingar í fjölmiðlum, einkum loftmiðlun- um. Fjárráð skipta æ meira máli í stjórnmálastarfseminni. Það orð hefur legið á að fyrir tilstilli aug- lýsingafyrirtækja hafi Framsókn- arflokknum tekist trekk í trekk að hífa sig upp úr bjórstyrkleika fyrir kosningar upp í árangur, sem gefur honum oddaaðstöðu í land- stjórninni og aðkomu að borgar- stjórninni. Er nokkur von til þess að stjórnmálaflokkarnir komi sér saman um að hætta þessum fjár- austri, komi sér saman um að hætta auglýsingaflóði í loftmiðl- unum og snúi sér í staðinn að mál- efnabaráttu, sem gefi kjósendun- um tækifæri til að gera upp á milli þeirra á grundvelli stefnumála? Eða er svo komið að þeir sem hafa sterkustu fjármálaöflin á bak við sig geti keypt sér völd og áhrif? Hvað ætla þau öfl að fá út úr því? Skrumskæling lýðræðisins Í DAG FJÁRMÁL STJÓRN- MÁLAFLOKKA ÓLAFUR HANNIBALSSON Er svo komið að þeir sem hafa sterkustu fjármálaöflin á bak við sig geti keypt sér völd og áhrif? Hvað ætla þau öfl að fá út úr því? NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.