Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 54
Mjúkt og fallegt handa fermingarbarninu Fermingargjafir í miklu úrvali KRINGLUNNI Bómull - satín RÚMFÖT 100% bómull - satín - silki - damask 20 gerðir á TILBOÐI verð frá kr. 1.995.- STÆRÐIR: 140X200cm - 140X220cm - 200X220cm Verð frá kr. 2.995.- Verð kr. 995.- www.tk.is Verð frá kr. 1.995.- Verð frá kr. 4.990.- Verð kr. 1.950.- Rúmlega þrítugur Malasi hugsar sig sjálfsagt tvisvar um næst þegar hann langar til að gera ein- hverjum grikk, eftir að lögregl- an í Kuala Lumpur handtók hann fyrir aprílgabb sem þótti bæði smekklaust og ófyndið og var auk þess of seint á ferðinni. Málavextir voru þeir að á sunnudag var flugvél á vegum flugfélagsins AirAsia að búa sig undir flugtak þegar maðurinn reis úr sæti sínu og krafðist þess að fá að fara frá borði því sprengja væri í flugvélinni. Flug- freyja lét flugstjórann vita, sem lagði vélinni við enda flugbraut- arinnar og lét öryggisgæslu vita. Maðurinn var handtekinn á staðnum en 91 farþega og áhöfn vélarinnar var gert að rýma hana. Engin sprengja fannst við leit. Maðurinn gaf þá skýringu að hann hefði ætlað sér að láta aðra farþega hlaupa 1. apríl en áttaði sig ekki á að hann var degi of seinn. Flugvélin komst loksins leiðar sinnar fjórum tímum seinna en auk þess var öllum lendingum á flugvellinum frestað í tvær klukkustundir. Maðurinn á yfir höfði sér að verða ákærður fyrir að stofna þeim sem voru um borð í voða. FLUGVÉLAR AIRASIA Vélin tafðist í fjórar stundir út af hrekknum. NORDIC PHOTOS/AFP Handtekinn fyrir grátt aprílgabb Clive Owen segist vera uppgefi,n eftir mikla törn að undanförnu en hann lék í fjórum kvikmyndum á örskömmum tíma. Leikarinn seg- ist ekki eiga neitt eftir á varatank- inum enda búinn að skila góðu verki í myndum á borð við Derailed, Sin City, King Arthur og Closer. Fjórar kvikmyndir til við- bótar verða síðan frumsýndar með kappanum á næstunni og nú er komið nóg að mati leikarans. „Ég ætla að hvíla mig og eyða smá tíma með dætrum mínum tveim,“ sagði Owen við blaðamenn. „Umboðsmaður minn fékk þau skilaboð að eftir síðustu mynd yrði ég utan þjónustusvæðis næstu fimm mánuði,“ bætti leikarinn við. „Ég þarf á þessu að halda.“ Clive Owen þarf hvíld CLIVE OWEN Segist þurfa á hvíld að halda eftir að hafa leikið í fjölda kvikmynda á örskömmum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið i l i i - mest lesið SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA TRISTAN & ISOLDE kl. 5.45 og 10 B.I. 14 ÁRA SÍÐUSTU SÝNINGAR BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 8 DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA THE PRODUCERS kl. 5.20, og 10.45 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 2 FYRIR 1 MASTERCARD WALK THE LINE kl. 5.15, 8 og 10.45 RENT kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 14 ÁRA DATE MOVIE kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA SÝND Í Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA THE PRODUCERS kl. 8 og 10.45 BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 3.45, 5.50 og 10.10 YOURS MINE AND OURS kl. 4 og 6 ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur fyrir XY félaga 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STEVE MARTIN KEVIN KLINE JEAN RENO BEYONCÉ KNOWLES SPRENGHLÆGILEGUR SÖNGLEIKUR FRÁ GRÍNSNILLINGNUM MEL BROOKS!! D.Ö.J.- KVIKMYNDIR.COM „Ég man ekki eftir því að hafa skemmt mér jafn vel í bíó...“ VIV - Topp5.is ÞÉR MUN STANDA AF HLÁTRI! UM ÁSTINA, RÓMANTÍKINA OG ANNAN EINS VIÐBJÓÐ! - L.I.B - TOPP5.IS - S.K. - DV 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR DV - Dóri DNA AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 2 FYRIR 1 - SV MBL.IS [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Basic Instinct var alls ekki svo slæm mynd þegar hún var sýnd í bíó árið 1992. Handrit hennar var að vísu skrifað af erkifíflinu Joe Eszterhas (Sliver, Showgirls) og var því löðrandi í kynlífi, ofbeldi og blóði. Sem sagt öllu sem þarf að prýða góðan þriller. Hollendingur- inn filmandi, Paul Verhoeven, matreiddi svo subbuskapinn á sinn sérstaka hátt þannig að úr varð ágæt skemmtun þó Basic Instinct eldist engan veginn vel. Það var uppselt á myndina dögum saman eftir frumsýningu í Regnboganum hér heima, ekki síst þar sem það spurðist hratt út að Sharon Stone léti glitta í píkuna á sér í myndinni. Hún var þá funheit bomba, nýbúinn að gera sjálfum Arnold Schwarzenegger lífið leitt sem morðóð tík í Total Recall, og allir vildu því fá að sjá. Vinsældir Basic Instinct úti um allan heim urðu strax til þess að mógúlarnir í Hollywood fóru að íhuga framhaldsmynd en það er fullseint í rassinn gripið að koma með hana fjórtán árum síðar þegar öllum er sama hvaða líkamsparta Stone afhjúpar á hvíta tjaldinu. Michael Douglas var á sínum tíma fljótur að bakka út úr öllum við- ræðum um framhaldsmynd enda þótti hugmyndin slæm fyrir rúmum áratug en að ráðast í þetta nú er hreinlega óðs manns æði. Fyrir vikið er Basic Instinct 2 ein leiðinlegasta, tilgangslausasta og sorglegasta framhaldsmynd sög- unnar og er samt af nógu að taka. Söguþráðurinn er einn allsherj- ar hrærigrautur og handritið er svo vont að Eszterhas lítur út eins og Nóbelsskáld í samanburðinum. Ég nenni ekki að rekja bjánalega moðsuðuna hér en í stuttu máli skýtur kyn- og morðóði rithöfund- urinn Catherine Tramell aftur upp kollinum. Nú er hún komin til London og notar kynþokka sinn til þess að taka jafnt karla og konur á taugum og líkin hrannast upp. Helsta fórnarlamb hennar er geð- læknirinn Michael Glass, sem leysir Michael Douglas af, en örlög hans eru vitaskuld innsigluð um leið og hann bannar Tramell að reykja. Myndin nær aldrei upp spennu, ofbeldið er sparað um of og er illa notað þegar að því kemur en það versta af öllu er að kynlífsatriðin, sem væntanlega eiga að vera aðall myndarinnar, eru jafn flöt, köld og ósexí og ljósbláu myndirnar sem sýndar voru á Sýn fyrir allnokkru. Stone hefur misst allt sem hún hafði og er skelfilega ósannfærandi tálkvendi. Nú skiptir aldur og útlit engu þegar kynþokki er annars vegar enda kemur hann að innan. Góð leikkona á fimmtugsaldri hefði því alveg valdið þessu en Stone er steingeld. Þá er David Morrissey afleitur í hlutverki læknisins og meira að segja eðalleikarinn David Thewlis er eins og fífl í hlutverki löggunnar sem er á hælum Stone. Það er hreinlega ekki ljósan punkt að finna í Basic Instinct 2, sem er í besta falli átakanleg tíma- sóun en í versta falli... ja ég veit hreinlega ekki hvað. Þórarinn Þórarinsson Steindauðar frumhvatir BASIC INSTINCT 2 LEIKSTJÓRI: MICHAEL CATON-JONES AÐALHLUTVERK: SHARON STONE, DAVID MORRISSEY, CHARLOTTE RAMPLING, DAVID THEWLIS Niðurstaða: Það er galið að koma með fram- hald af Basic Instinct 14 árum eftir að myndin sló í gegn. Það er allt vont við þessa mynd en Sharon Stone, sem drottnaði yfir gömlu myndinni, er sýnu verst og steindrepur þessa. Ekki meir, ekki meir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.