Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 45
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 21 Ekki veit ég hvaða svari blaðamað- ur Fréttablaðsins bjóst við af yfir- hagfræðingi Seðlabankans við gagnrýni Skagen fondene í Noregi á notkun vísitölu með húsnæði inni- földu við verðbólgumat. A.m.k. hefði það orðið stór frétt ef, öndvert við gefið svar, hann hefði játað á bankann mistök og tekið undir að núverandi verðbólgumæling gæfi ranga mynd af eiginlegri íslenskri verðbólgu. Frétt um þetta mátti lesa í Fréttablaðinu fimmtudaginn 29. mars sl. („Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu“, bls. 28). Verðbólgumælingin sem Seðla- bankinn styðst við, er eins og svo margt annað í íslensku efnahagslífi, sér-íslenskt fyrirbrigði. Ekkert annað land mælir verðbólgu á nákvæmlega sama hátt og Ísland, og væntanlega gerir ekkert annað land þróun húsnæðisverðs jafn-hátt undir höfði og íslenska verðbólgu- mælingin. Skýtur það ekki skökku við, á þessum tímum alþjóðavæðingar og opins flæðis fjármagns, að Ísland noti annan staðal við verðbólgu- mælingar en t.d. okkar helstu nágranna- og viðskiptaþjóðir? Í vel flestum löndunum í kringum okkur hefur átt sér stað viðlíka hækkun á verði húsnæðis og hér á Íslandi. Samt sem áður hefur það hvergi komið fram í verðbólgutölum við- komandi landa á jafn afgerandi hátt og hér heima. Sem dæmi má nefna að í Dan- mörku er húsnæði inni í verðbólgu- mælingu, en þar er aðallega byggt á húsaleiguvísitölu, þ.e.a.s. þróun leiguverðs á markaði sem er háður ströngum reglum og leyfum hins opinbera varðandi hækkanir. Enda hlýtur að vera eðlileg spurning hvort ekki sé réttara að húsnæðisvigt í verðbólgu sé metin út frá þróun leiguverðs og t.d. fjár- magnskostnaðar við húsnæðiskaup, frekar en þróun eiginlegs húsnæð- isverðs. Flest okkar kaupa jú hús- næði kannski tvisvar til þrisvar yfir ævina, á meðan við velflest greið- um húsaleigu eða afborganir einu sinni í mánuði. Er ekki eilítið verið að blanda saman óskyldum hlutum, þegar verðbólgumat er samsett annars vegar úr neysluvísitölu, sem er í eðli sínu eignarýrnandi vísitala, og hins vegar húsnæðisvísitölu, sem er í eðli sínu eignamyndandi? Í þessu samhengi má velta fyrir sér hvort þróun á verði hlutabréfa á markaði eigi ekki allt eins heima í verðbólgumælingunni eins og hús- næðisvísitalan. A.m.k. er það svo að hinn mikli munur á íslensku verðbólgunni ann- ars vegar og samræmdu EES-vísi- tölunni hins vegar hefur vakið athygli á undanförnum árum. Sam- kvæmt samræmdu EES-vísitölunni er Ísland, merkilegt nokk, ætíð meðal þeirra þjóða sem hafa lægsta verðbólgu á EES-svæðinu, en sam- kvæmt sér-íslensku verðbólgumæl- ingunni, er Ísland ætíð meðal þeirra þjóða með hæstu verðbólguna. Sam- ræmda EES-vísitalan sleppir alveg húsnæði. Gallinn við þessa sér-íslensku verðbólgu er sá að þegar Seðlabank- inn einblínir á þróun hennar við ákvörðun á skammtímavöxtum getur ýmislegt farið úrskeiðis. Vaxtamunur við útlönd verður óheyrilegur. Gífurlegt innstreymi erlends fjármagns í formi skulda- bréfaútgáfu erlendra aðila í íslensk- um krónum, er hún tilkomin vegna Kárahnjúka, eða vegna hávaxta- stefnu Seðlabankans? Of hátt gengi íslensku krónunnar síðastliðin ár, er það tilkomið vegna útrásarinnar, eða vegna hávaxtastefnu Seðla- bankans? Gífurleg hækkun hús- næðis á Íslandi, er hún eingöngu komin vegna aukins frjálsræðis í lánamálum vegna húsnæðis, eða spilar þar rullu sá gríðarlegi vaxta- munur á milli annars vegar óverð- tryggðra skammtímalána og verð- tryggðra langtímalána hins vegar? Getur verið að gífurlegur viðskipta- halli undanfarin ár skýrist af hávaxtastefnu Seðlabankans? Að hávaxtastefna Seðlabankans gegn verðbólgu, sem kannski er vitlaust mæld og ofmetin, hafi ýtt undir ójafnvægi annarra þátta efnahags- lífsins? Er lækningin verri en sjúk- dómurinn? Getur það verið að hin hefð- bundnu tól og tæki Seðlabankans, gömlu formúlurnar og hagfræðitól- in, henti ekki lengur nýju íslensku hagkerfi, alþjóðavæddu og opnu? Er tölfræðin farin að verða okkur fjötur um fót? Er kominn tími á uppfærslu? Ekki er heldur hægt að horfa framhjá því að skammtíma- vextir eru stór kostnaðarþáttur í rekstri sérstaklega lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Hár vaxtakostn- aður hlýtur því á endanum að velta út í verðlagið. Snýst þar með hávaxtastefna Seðlabankans upp í andhverfu sína og ýtir undir verð- bólgu í stað þess að draga úr henni. Höfundur er MBA í alþjóðaviðskiptum og MA í alþjóðasamskiptum. Röng verðbólgu- mæling á Íslandi? UMRÆÐAN VERÐBÓLGA FRIÐRIK JÓNSSON Í vel flestum löndunum í kring- um okkur hefur átt sér stað viðlíka hækkun á verði hús- næðis og hér á Íslandi. Samt sem áður hefur það hvergi komið fram í verðbólgutölum viðkomandi landa á jafn afger- andi hátt og hér heima. Þessir nýju einkavæddu bankar okkar eru í vandræðum með að borga til baka stórlán sem þeir hafa tekið erlendis. Vandræðin eru ekki komin nema að hluta en blasa við. Krónan okkar getur fallið úr öllu verði sé ekkert gert. Hún er veikur gjaldeyrir. Okkur vantar gildan varasjóð sem væri varðveittur í Seðlabanka Íslands til að geta gripið til. Líklega eru Kínverjar eina þjóð- in nógu rík af gjaldeyri og nógu miklir vinir okkar til að geta komið til hjálpar. Við þurfum að geta selt þeim ríkisskuldabréf okkar fyrir nógu háa upphæð sem tryggði alveg gengi okkar krónu. Lán Kínverja væri varðveitt í Seðlabanka Íslands og aðeins haft sem varasjóður til að forða vanskil- um erlendis á skuldum okkar þar. Það væri ekki til meiri eyðslu held- ur til að tryggja gengi okkar veiku krónu til dæmis 70 krónur á móti dollar. Engin hætta yrði á að okkar núverandi króna hryndi. Vinátta okkar við Kínverja hefur vaxið síðustu áratugi. Ábyrgð Kín- verja á krónunni okkar að hluta myndi innsigla vináttu okkar við Kínverja enn frekar. Samskipti okkar við Kína og gagnkvæm virð- ing og vinátta þjóðanna myndi stór- vaxa. Allt samt á hreinum viðskipta- grundvelli. Kínverjar styrki krónuna UMRÆÐAN GENGI KRÓNUNNAR LÚÐVÍK GIZURARSON R V 62 05 Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Lotus enMotion snertifrír skammtari 3.982 kr. Á tilb oði í aprí l 200 6 Skam mtar ar og tilhe yrand i áfylli ngar frá L otus Profe ssion al Lotus miðaþurrku skápur Marathon RVS 4.778 kr. Lotus miðaþurrku skápur Marathon 1.591 kr. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf í hvítu fyrir Lotus WC pappír. Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari og statíf úr ryðfríu stáli fyrir Lotus WC pappír. Lotus Professional Heildarlausn fyrir snyrtinguna framtíðarinnarStarf sumhverfi Dagskrá: 10. aprí l 2006, kl . 12:15-16:30 Léttur hádegisverður. Setningarávarp - Valgerður Sverrisdóttir , Iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Techno logy Pa rks a s d r i ve r s fo r Reg iona l Economic D e v e l o p m e n t - John La tham , P r o - V i c e - C h a n c e l l o r f o r Business Development at Coventry, Director of Coventry U n i v e r s i t y E n t e r p r i s e s L i m i t e d , a n d m a n a g e r o f t h e Univers i ty ’s Technology Park. The Techno logy Pa rk a s an i ng red ien t o f a succes s fu l startup business - Nick Rutter , Technology Director, Sprue Aegis plc. Vísindagarðar á Ís landi - miki lvægi í alþjóðlegu umhverfi - Ingvar Krist insson, Þróunarst jór i , Landsteinar Strengur Vísindagarðar við Háskólann á Akureyri - Þorsteinn Gunnarsson, Rektor, Háskól inn á Akureyr i . Ráðstefnusl it – Benedikt Sigurðarson, Stjórnarformaður KEA. Boðið verður uppá léttar veit ingar í lok ráðstefnu Ráðstefnustjóri : Davíð Stefánsson, ráðgjaf i IMG. Dagsetning: Mánudagurinn 10. apríl 2006 Staðsetning: Hótel KEA, Akureyri Hönnun og m ynd: Hrói - ráðstefna um vísindagarða Skráning á vefs íðu vaxtarsamnings Eyjarf jarðar á s lóðinni www.klasar . is – takmarkaður f jöldi sæta. Ráðstefnugjald kr . 3000, inni fa l ið í því eru veit ingar. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.