Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN Síminn sendi fyrirspurn til stjórnar Kögunar þar sem óskað var eftir upplýsingum um sölu á eigin hlutabréfum Kögunar þann 14. mars síðastliðinn, degi fyrir örlagaríkan aðalfund félagsins, en Síminn og Exista urðu undir í stjórnarkjöri. Í fyrirspurn Símans var annars vegar óskað eftir upplýsingum um kaupanda bréfanna og hins vegar um hvaða aðilar hefðu borið ábyrgð á söl- unni fyrir hönd Kögunar. Örn Karlsson, stjórnarformað- ur Kögunar, segir að borist hafi tilboð í eigin bréf Kögunar frá aðila utan úr bæ fyrir milligöngu miðlara. „Staðan var sú að þessi bréf voru seld á markaðsverði. Fjármálastjóri og forstjóri önn- uðust söluna fyrir hönd félagsins með heimild stjórnar.“ Örn segist ekki geta greint frá því hver hefði keypt en sagði þó að hann tengdist félaginu á engan hátt. Myndi hann skýra frá því við aðra stjórnarmenn Kögunar, þar á meðal fulltrúa frá Símanum og Exista, hver sá hefði verið. Eigin bréf Kögunar námu 1,6 prósentum af hlutafé bankans áður en salan fór fram. Fengust um 206 milljónir króna fyrir bréfin. - eþa G E N G I S Þ R Ó U N 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá áramótum Actavis -2% 18% Alfesca -1% -3% Atorka Group -3% -9% Bakkavör -3% -1% Dagsbrún -3% 12% FL Group -6% 6% Flaga -6% -36% Glitnir -2% 0% KB banki -3% 7% Kögun 0% 22% Landsbankinn -6% -5% Marel 3% 14% Mosaic Fashions 0% -5% Straumur -2% 6% Össur 0% 1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Óli Kristján Ármannsson skrifar Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur innkallað fjór- ar tegundir af Total Knee-gervihné fyrirtækisins vegna galla sem í þeim er að finna. „Þetta er framleiðslugalli í pinna sem keypt- ur er af utanaðkomandi aðila,“ segir Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi og tengiliður fjár- festa hjá Össuri, en alls þarf að innkalla um 3.000 gervihné sem farið hafa í dreifingu um heim allan. Pinninn sem um ræðir er í einum af sjö liðum hnésins, en í reglubundnu eftirliti varð vart við sprungur í honum. „Við erum ánægð með hversu hratt hefur tekist að vinna þetta og fljótt og vel gengið að ná til allra hlutaðeigandi,“ segir Sigurborg, en fyrirtækið hefur ekki áður lent í jafn- viðamikilli innköllun. „Svo hafa ekki heldur komið upp nein slys eða annað slíkt vegna gallans þannig að við höfum náð að fyrirbyggja það.“ Á vef Össurar, www.ossur.com, er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að þar á bæ séu öryggismál tekin mjög alvarlega. „Við fórum af stað með innköllunina jafnskjótt og við urðum vör við gölluðu pinnana. Enda er velferð sjúkling- anna okkur efst í huga. Við grípum svo að auki til aðgerða sem tryggja eiga gæði og öryggi hnjánna sem koma í staðinn.“ Total Knee-gervihnén eru af tegund 1100, 1900, 2000 og 2100, en á vef Össurar er að finna yfirlit yfir raðnúmer hnjánna sem um ræðir, en hné sem afgreidd voru fyrir 7. júní í fyrra eru ekki plöguð af gallanum. Fjallað er um Össur í nýrri fyrirtækjagreiningu greiningardeildar Landsbankans og segist deildin telja að mjög spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu. „Félagið hefur stækkað mikið á síð- astliðnu ári og er áætlað að velta ársins í ár verði tæplega tvöföld velta „gamla“ Össurar 2005,“ segir bankinn og bendir á að frá því að verðmat hans á Össuri kom út fyrir helgi hafi úrvalsvísitalan lækkað meðan hlutabréfaverð Össurar hafi nánast staðið í stað. JÓN SIGURÐSSON Jón, sem er forstjóri Össurar, segir fyrirtækið leggja höfuðáherslu á öryggismál og velferð sjúklinga sem nota gervilimi fyrirtækisins. Össur innkallar þrjú þúsund gervihné Framleiðslugalli í pinna kom í ljós við skoðun. Forstjórinn segir velferð sjúklinga hafða í fyrirrúmi. Við fórum af stað með innköllunina jafnskjótt og við urðum vör við gölluðu pinnana. Enda er velferð sjúklinganna okkur efst í huga. Við grípum svo að auki til aðgerða sem tryggja eiga gæði og öryggi hnjánna sem koma í staðinn. Síminn spyr um sölu bréfa Kögunar Kaupandinn tengdist ekki félaginu að sögn stjórnarformanns Kögunar. FRÁ AÐALFUNDI KÖGUNAR Kaup Roberts Tchenguiz á yfir átta prósenta hlut í finnska fjár- málafyrirtækinu Sampo, fyrir 60 milljarða króna, hafa komið veru- lega á óvart í finnskum fjármála- heimi, enda Tchenguiz algjörlega óþekkt nafn þarlendis. Hollenska eignarhaldsfélagið Exafin, sem er í eigu Tchenguiz, er þar með orðið þriðji stærsti hluthafinn í Sampo á eftir finnska ríkinu og Varma lífeyrissjóði. Mikill samgangur hefur verið með hinum íransk-ættaða Tchenguiz og KB banka undan- farin misseri og er talið að kaupin séu gerð með vitund stjórnenda KB banka og jafnvel talið lík- legt að hugmyndin að kaupunum sé þaðan komin. Í viðskiptaút- gáfu Helsingin Sanomat eru get- gátur um að KB banki hafi selt Tchenguiz hlutabréf sín í Sampo en 54 prósent hlutafjár eru í eigu erlendra aðila. Stjórn KB banka hefur heimild til að auka hluta- fé bankans um 100 milljarða að markaðsverði og gæti þannig skipt á eigin bréfum fyrir bréf í Sampo ef bankinn hefði hug á að eignast bréf á ný. Sérfræðingar segja að Sampo, sem er sjöundi stærsti banki Norðurlandanna, hafi verið leið- andi í því að taka yfir og samein- ast öðrum fjármálafyrirtækjum. Forstjórinn Björn Wahlroos þykir slyngur í viðskiptum og iðinn við að koma á óvart. „Sampo er áhuga- vert félag af því að það starfar bæði á banka- og tryggingamark- aði,“ segir Bengt Dahlström, sér- fræðingur hjá EQ banking. Kemur Finnum í opna skjöldu Talið að Tchenguiz hafi keypt hlutabréf í Sampo af KB banka. Magnús Kristinsson, útgerðar- maður og einn stærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási, náði ekki endurkjöri í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja á aðalfundi sparisjóðsins á dögunum. Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgsson og Þór Í. Vilhjálmsson voru hins vegar kosnir. Magnús, sem komst inn í stjórn sparisjóðsins fyrir ári síðan með því að fella Skæring með eins atkvæðis mun, fékk 29 atkvæði af 68 sem dugði ekki til. Fimm stjórnarmenn sitja í stjórn spari- sjóðsins: þrír kjörnir á stofnfjár- eigendafundi en tveir tilnefndir af bæjaryfirvöldum. Stofnfjáreigendur eru 70 tals- ins og skiptist stofnfé, að upp- hæð tvær milljónir króna, í jafna hluti. Magnús hefur, samkvæmt heimildum, lýst sig fylgjandi því að opnað verði fyrir viðskipti með stofnfé sparisjóðsins. Í ljósi mikilla viðskipta með stofnfé í stærstu sparisjóðunum er talið fullvíst að stofnfjáreigendur í Vestmannaeyjum fengju mun meira í sínar hendur en þeir lögðu inn ef þeir myndu selja sitt stofnfé. Þær breytingar sem urðu á stjórn sparisjóðsins á aðalfundi munu þó ekki tengjast hugmynd- um Magnúsar um stofnfjárvið- skipti. - eþa MAGNÚS KRISTINSSON Náði ekki end- urkjöri í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. Felldur úr stjórn spari- sjóðsins Lysing_Klæðskerasnið_5x100mm Klæðskerasniðnar lausnir Fjármögnun í takt við þínar þarfir Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is H in ri k Pé tu rs so n l w w w .m m ed ia .is /h ip “fia› er metna›ur okkar a› veita ávallt klæ›skerasni›na rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu sem byggir á sérflekkingu okkar í fjármögnun atvinnutækja. Vi› sní›um fjármögnun í takt vi› flarfir hvers og eins, enda vitum vi› a› hver vi›skiptavinur okkar er einstakur.“ Arnar Snær Kárason Rá›gjafi, Fjármögnun atvinnutækja Höfundar neikvæðra skýrslna Danske Bank um íslenskt efna- hagslíf munu standa fyrir máli sínu hérlendis í næstu viku. Félag viðskipta- og hagfræð- inga heldur hádegisverðarfund á miðvikudaginn eftir viku þar sem Carsten Volgreen, aðalhagfræð- ingur greiningardeildar Danske Bank, og Lars Christensen sér- fræðingur munu halda erindi og svara spurningum. Fundurinn ber yfirskriftina „Horfur í efnahagsmálum“ og er ekki að efa að umræður geta orðið fjörugar. - hh Greinendur Danske mæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.