Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 37
MARKAÐURINN Þegar skrifstofuhúsnæði ber á góma í forvarnaumræðu virðast flestir á þeirri skoðun að skrif- stofan sé öruggur staður. Það kann að vera rétt í ákveðnum tilfellum, í það minnsta hvað varðar líf og heilsu starfsfólks. Þegar kafað er dýpra koma oftar en ekki í ljós brotalamir hvað varðar öryggið. Það er að ýmsu að huga varðandi þær hættur sem steðja að rekstri skrifstofa. Hið augljósa er bruni og innbrot og jafnvel vatnstjón, en eru aðrar hættur? Það sem breyst hefur hvað mest á síðastliðnum árum er sá tölvu- og tæknibúnaður sem skrifstofur notast við. Þessi búnaður verður æ mikilvægari fyrir reksturinn og geymir oft og tíðum bróðurpart þeirra gagna sem unnið er með. Sú hætta sem steðjar að rekstri sem er að miklu eða öllu leyti byggður á tölvugögnum og búnaði hefur aukist samhliða aukinni tækni- væðingu fyrirtækja. Innri bilun tölvubúnaðar og tap mikilvægra gagna eru áhættur sem fyrirtæki þurfa nú að horfast í augu við, ekki síður en bruna, innbrot og vatnstjón og kostnaðurinn vegna þessara tjóna er síst minni. Gagnatap og innri bilan- ir tölvubúnaðar eru algeng- ustu tjónin sem eiga sér stað í rafeindabúnaði og geta orðið af ýmsum ástæðum, og eins og gefur að skilja eru þessir þættir nátengdir. Til dæmis eru helstu orsakir gagnataps bilun í vél og/ eða hugbúnaði eða í um 60% til- fella. Mannleg mistök koma svo í kjölfarið og eru orsök í um 30% tilfella. Þær aðferðir sem hægt er að notast við til að minnka áhættu á tjónum af þessu tagi er til dæmis að taka öryggisafrit af tölvugögnum daglega og geyma á öruggum stað. Þetta er talinn sjálfsagður hlutur í dag en oftar en ekki eru afritin bara geymd við hlið tölvubúnaðarins eða í skrifborðsskúffu. Öryggisafrit þarf helst að geyma í öðru hús- næði, í það minnsta í eldtraustum skáp og einnig þarf t.d. að gæta vel að því að öryggisafrit séu ekki geymd nálægt segulmögn- uðum hlutum því það er oft nóg til að eyðileggja afrit. Reglulegt og fyrirbyggj- andi viðhald tölvubúnaðar er einnig sjálfsögð aðferð til að takmarka tjón af þessu tagi. Viðhaldssamningur og hýsing gagna hjá viðurkenndum aðila sameinar þessa kosti og getur jafnframt leitt til hagræðingar í rekstri. Eigendur fyrirtækja þurfa að hafa í huga að eignir fyrir- tækisins hafa oft aukist frá því trygging var fyrst tekin. Þegar fyrirtæki vaxa og dafna aukast eignir þeirra og umsvif oftast nær, tækni hefur fleygt fram og er orðin mun þýðingarmeiri í rekstri, starfsfólki kann að hafa fjölgað og jafnvel blasa við þeim aðrar áhættur en í upphafi var búist við. Um leið og fyrirtæki skoða mögulegar forvarnir gagn- vart tjónum þurfa þau að huga að því að þau séu vernduð gegn mögulegum tjónum af því tagi sem nefnd eru hér að framan. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér raunveruleg dæmi um tjón gagnageymslumiðla og gagnagrunnatryggingu geta nálgast þau á heimasíðu Sjóvá, www.sjova.is. Þar er einnig að finna ábendingar um forvarnir á þessu sviði. Guðjón Ýmir Lárusson fulltrúi á fyrirtækjasviði Sjóvá 17MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 S K O Ð U N Forvarnir á skrifstofunni ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ��������������� AUGL†SINGASÍMI 550 5000 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.