Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 8
8 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR Vinsælir ferðamannastaðir á þessum slóðum eru blómaeyjan Mainau sem er skammt frá borginni Konstanz og kastalinn sögufrægi í Meersburg. Í 30–60 mínútna ökufjarlægð eru Austurríki og Sviss hinu megin við vatnið og Ítalía ekki langt undan. *A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/friedrichshafen Vinaleg borg í fallegu umhverfi Nokkuð óþjált nafn fyrir jafn fallega og vinalega borg. Friedrichshafen er í Suður-Þýskalandi og stendur við Konstanz-vatnið sem er þriðja stærsta stöðuvatn meginlands Evrópu þar sem Þýskaland, Sviss og Austurríki mætast. Það er alltaf nóg um að vera við vatnið. FRIEDRICHSHAFEN Fljúgðu á einn stað og heim frá öðrum - og bíll frá Budget kemur þér á milli staða. Bókaðu bílaleigubíl frá Budget á www.icelandexpress.is og tryggðu þér bestu verð Budget. Þú getur flogið á einn áfangastað Iceland Express, ferðast um á bíl frá Budget og flogið svo heim frá öðrum áfangastað, allt eftir þinni hentisemi. VERTU ÞINN EIGIN HERRA STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra athugar ásamt fulltrúum bændasamtakanna hvort ástæða sé til þess að bregð- ast við stórfelldum kaupum auð- manna á bújörðum með breyting- um á jarðalögum. Hann vísar meðal annars til ákvæða í dönsk- um og norskum lögum um ábúð- arskyldu. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði landbúnaðarráðherra á Alþingi hvort hann hygðist koma í veg fyrir raðuppkaup auðmanna. Verð á jörðum hefði hækkað um 100 prósent á fimm árum og sala þeirra hefði aukist um 50 af hundraði á sama tíma. Björgvin vísaði til þess að Guðni hefði ekki útilokað í viðtali við Bændablaðið að sú staða kynni að koma upp að gera yrði breytingar á jarðalög- um ef viðskiptafrelsi færi að bitna á mikilvægum gildum. Þar hlyti hann að hafa átt við skilyrði í lögum um ábúðarskyldu. Landbúnaðarráðherra sagði verðþróunina jákvæða en sam- fara henni steðjaði viss ógn að stöðu landbúnaðarins. Þetta hefði valdið áhyggjum bænda í ýmsum byggðarlögum. Björgvin sagði ekki ótítt að auðmenn hefðu keypt fimm til fimmtán jarðir, en dæmi eru um að hópur fjárfesta hafi keypt mun fleiri jarðir. - jh Landbúnaðarráðherra hefur áhyggjur af stórfelldum jarðakaupum auðmanna: Auðmenn þrengja að búskap GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA Stóruppkaup auðmanna á jarðnæði geta bitnað á mikilvægum gildum segir landbúnaðarráðhera. VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir nýskipaður forstjóri 365 Media Scandinavia A/S? 2 Hvaða sjúkdómi segist David Beckham þjást af? 3 Hver er Íslandsmeistari kaffibarþjóna? SVÖR Á BLS. 38 FJÁRHÆTTUSPIL Lögreglan hefur haft samband við stjórnendur allra helstu fjölmiðla landsins og óskað eftir því að þeir hætti að birta auglýsingar frá veðmála- fyrirtækinu Betsson.com en aug- lýsingar fyrirtækisins birtust fyrir og um síðustu helgi í ýmsum fjölmiðlum. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að ábending- unni hafi yfirleitt verið vel tekið enda séu auglýsingarnar ólögleg- ar og bannaðar. Hann segir að þeir sem ekki taki ábendingu lög- reglu geti átt von á kæru. - ghs Veðmálafyrirtækið Betsson: Kært ef auglýs- ingar birtast KJARAMÁL Setuverkföll starfsfólks á dvalarheimilum eru yfirvofandi á morgun og föstudag. Þau ná til um 900 starfsmanna á átta stofn- unum sem vilja sömu laun fyrir sömu vinnu og starfsmenn sveit- arfélagana. Daggjöld ríkisins til þessara stofnana ákvarða að stærstum hluta laun starfsfólks að sögn stjórnenda heimilanna, sem vilja þjónustusamninga eins og dvalar- heimilið Sóltún hefur sem til- greina nákvæmlega hvaða þjón- ustu ber að veita fyrir daggjöldin. Samningur Sóltúns tryggir dval- arheimilinu hærri daggjöld en aðrar stofnanir fá. Þessu hafa stjórnvöld hafnað ítrekað segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistuheimilanna. Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu- heimilanna, hefur miklar áhyggj- ur af þróun mála og segir að Hrafnistuheimilin verði að sætta sig við að ríkið taki einhliða ákvörðun um daggjöldin. „Flóttinn er hafinn og við eigum engin svör. Daggjaldið á Hrafn- istu er 13.000 krónur en á Sóltúni rúmlega 20.000 krónur. Miðað er við að Sóltún taki við fólki af spít- ölunum en það höfum við líka allt- af gert og gerum enn. Við sjáum enga kröfu frá heilbrigðisráðu- neytinu um hvað er lágmark og hvað er hámark þjónustu. Ef þetta þróast áfram eins og það gerir núna er sjálfhætt. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að það sé nákvæm- lega tilgreint hvað ríkið sé að kaupa annars staðar en á Sóltúni. Í daggjaldinu séu skýr laga- og reglugerðarákvæði sem gilda um þá þjónustu sem veitt sé á hjúkr- unarheimilum og skýrt hvaða kröfur eru gerðar. Aðspurð hvort það komi til greina að aðrar sjálfs- eignarstofnanir fái svipaða samn- inga og Sóltún svaraði ráðherra: „Við erum að skoða umönnunar- þáttinn, hvernig hann eigi að vera samansettur. Við borgum dag- gjöldin áfram eins og við höfum gert. Það er hugsanlegt að þau geti tekið einhverjum breytingum í framtíðinni en það hefur ekkert með kjarasamningana að gera.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur bent á að gera þurfi þjónustusamninga, sem hljóti að teljast lágmarkskrafa við kaup á samfélagslegri þjónustu. Formað- ur félagsins, Elsa B. Friðfinnsdótt- ir, segir ríkið setja frá sér millj- arða án þess að skilgreint sé í hvað féð eigi að renna. svavar@frettabladid.is Daggjöldin gætu breyst Stjórnendur dvalarheimila segja það ekki skilgreint í hvað daggjöld eigi að renna og biðja um þjónustu- samninga. Heilbrigðisráðherra er ósammála. FRÁ HRAFNISTU Í REYKJAVÍK Daggjöldin á Hrafnistu eru þrettán þúsund krónur en til sam- anburðar eru daggjöldin á Sóltúni tuttugu þúsund krónur. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON DANMÖRK Danir sjá fram á lengri starfsaldur því í gær voru áform ríkisstjórnarinnar um að hækka eftirlaunaaldurinn kynnt. Er breytingin hluti af áætlunum ríkis- stjórnarinnar í endurbótum á vel- ferðarkerfi landsins. Töluverð umræða hefur verið um málið í Danmörku undanfarin misseri og hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti landsmanna er á móti hærri eftirlaunaaldri. Sam- kvæmt áætlunum ríkisstjórnar- innar hækkar eftirlaunaaldurinn úr sextíu árum í 63 ár á næstu fimmtán árum. - ks Danska stjórnin kynnir breytingar á velferðakerfinu: Eftirlaunaaldur hækkaður TAÍLAND, AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sagði af sér í gær, en stjórnarandstæð- ingar hafa sakað hann um spill- ingu og misbeitingu á valdi sínu. Forsætisráðherrann efndi til kosninga á sunnudag þó þrjú ár væru enn eftir af kjörtímabili hans, í þeim yfirlýsta tilgangi að sanna fylgi flokks síns. Bráða- birgðatölur sögðu flokk Thaksins hafa hlotið 57 prósent atkvæða, en óvíst er hversu marktækar kosn- ingarnar voru því fjöldi Taílend- inga neitaði að kjósa í mótmæla- skyni við forsætisráðherrann. Thaksin tilkynnti því um afsögn sína í gær eftir fund með konungi landsins, Bhumibol Adulyadej. Thaksin er auðkýfingur sem græddi fé sitt í símafyrirtækjum. Þó hann hafi upphaflega notið mikils fylgis hafa mótmæli gegn honum farið stigvaxandi undan- farið, sérstaklega eftir að fjöl- skylda hans seldi hlut sinn í stóru símafyrirtæki, skattfrjálst. Á meðan stjórnarandstæðingar fögnuðu við stjórnarráðið í Bang- kok í gær kvörtuðu margir fátæk- ari íbúar landsins undan afsögn Thaksins og sögðu hann hafa sinnt fátæklingum vel. Thaksin mun sinna forsætisráðherrastöðunni þar til annar tekur við, sem verður væntanlega innan mánaðar. - smk Sviptingar í stjórnmálunum í Taílandi: Ráðherra segir af sér ÁSAKANIR UM SPILLINGU Stjórnarandstæð- ingar mótmæltu í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Bandaríski þing- maðurinn Tom DeLay hefur sagt af sér þingmennsku og ætlar ekki að bjóða sig fram í þingkosningun- um í nóvember. „Kjósendurn- ir í 22. kjördæmi í Texas eiga skil- ið að kosninga- baráttan snúist um þau mikil- vægu þjóðmál sem þeir láta sig mest varða, en snúist ekki bara um mig,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. DeLay var leiðtogi repúblikana á Bandaríkjaþingi þangað til á síð- asta ári, þegar hann var sakaður um að hafa átt hlut að ólöglegri fjármögnun kosningabaráttu flokksins. - gb Repúblikaninn Tom DeLay: Segir af sér þingmennsku TOM DELAY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.