Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 8
8 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR Vinsælir ferðamannastaðir á þessum slóðum eru blómaeyjan Mainau sem er skammt frá borginni Konstanz og kastalinn sögufrægi í Meersburg. Í 30–60 mínútna ökufjarlægð eru Austurríki og Sviss hinu megin við vatnið og Ítalía ekki langt undan. *A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/friedrichshafen Vinaleg borg í fallegu umhverfi Nokkuð óþjált nafn fyrir jafn fallega og vinalega borg. Friedrichshafen er í Suður-Þýskalandi og stendur við Konstanz-vatnið sem er þriðja stærsta stöðuvatn meginlands Evrópu þar sem Þýskaland, Sviss og Austurríki mætast. Það er alltaf nóg um að vera við vatnið. FRIEDRICHSHAFEN Fljúgðu á einn stað og heim frá öðrum - og bíll frá Budget kemur þér á milli staða. Bókaðu bílaleigubíl frá Budget á www.icelandexpress.is og tryggðu þér bestu verð Budget. Þú getur flogið á einn áfangastað Iceland Express, ferðast um á bíl frá Budget og flogið svo heim frá öðrum áfangastað, allt eftir þinni hentisemi. VERTU ÞINN EIGIN HERRA STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra athugar ásamt fulltrúum bændasamtakanna hvort ástæða sé til þess að bregð- ast við stórfelldum kaupum auð- manna á bújörðum með breyting- um á jarðalögum. Hann vísar meðal annars til ákvæða í dönsk- um og norskum lögum um ábúð- arskyldu. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, spurði landbúnaðarráðherra á Alþingi hvort hann hygðist koma í veg fyrir raðuppkaup auðmanna. Verð á jörðum hefði hækkað um 100 prósent á fimm árum og sala þeirra hefði aukist um 50 af hundraði á sama tíma. Björgvin vísaði til þess að Guðni hefði ekki útilokað í viðtali við Bændablaðið að sú staða kynni að koma upp að gera yrði breytingar á jarðalög- um ef viðskiptafrelsi færi að bitna á mikilvægum gildum. Þar hlyti hann að hafa átt við skilyrði í lögum um ábúðarskyldu. Landbúnaðarráðherra sagði verðþróunina jákvæða en sam- fara henni steðjaði viss ógn að stöðu landbúnaðarins. Þetta hefði valdið áhyggjum bænda í ýmsum byggðarlögum. Björgvin sagði ekki ótítt að auðmenn hefðu keypt fimm til fimmtán jarðir, en dæmi eru um að hópur fjárfesta hafi keypt mun fleiri jarðir. - jh Landbúnaðarráðherra hefur áhyggjur af stórfelldum jarðakaupum auðmanna: Auðmenn þrengja að búskap GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA Stóruppkaup auðmanna á jarðnæði geta bitnað á mikilvægum gildum segir landbúnaðarráðhera. VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir nýskipaður forstjóri 365 Media Scandinavia A/S? 2 Hvaða sjúkdómi segist David Beckham þjást af? 3 Hver er Íslandsmeistari kaffibarþjóna? SVÖR Á BLS. 38 FJÁRHÆTTUSPIL Lögreglan hefur haft samband við stjórnendur allra helstu fjölmiðla landsins og óskað eftir því að þeir hætti að birta auglýsingar frá veðmála- fyrirtækinu Betsson.com en aug- lýsingar fyrirtækisins birtust fyrir og um síðustu helgi í ýmsum fjölmiðlum. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að ábending- unni hafi yfirleitt verið vel tekið enda séu auglýsingarnar ólögleg- ar og bannaðar. Hann segir að þeir sem ekki taki ábendingu lög- reglu geti átt von á kæru. - ghs Veðmálafyrirtækið Betsson: Kært ef auglýs- ingar birtast KJARAMÁL Setuverkföll starfsfólks á dvalarheimilum eru yfirvofandi á morgun og föstudag. Þau ná til um 900 starfsmanna á átta stofn- unum sem vilja sömu laun fyrir sömu vinnu og starfsmenn sveit- arfélagana. Daggjöld ríkisins til þessara stofnana ákvarða að stærstum hluta laun starfsfólks að sögn stjórnenda heimilanna, sem vilja þjónustusamninga eins og dvalar- heimilið Sóltún hefur sem til- greina nákvæmlega hvaða þjón- ustu ber að veita fyrir daggjöldin. Samningur Sóltúns tryggir dval- arheimilinu hærri daggjöld en aðrar stofnanir fá. Þessu hafa stjórnvöld hafnað ítrekað segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistuheimilanna. Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu- heimilanna, hefur miklar áhyggj- ur af þróun mála og segir að Hrafnistuheimilin verði að sætta sig við að ríkið taki einhliða ákvörðun um daggjöldin. „Flóttinn er hafinn og við eigum engin svör. Daggjaldið á Hrafn- istu er 13.000 krónur en á Sóltúni rúmlega 20.000 krónur. Miðað er við að Sóltún taki við fólki af spít- ölunum en það höfum við líka allt- af gert og gerum enn. Við sjáum enga kröfu frá heilbrigðisráðu- neytinu um hvað er lágmark og hvað er hámark þjónustu. Ef þetta þróast áfram eins og það gerir núna er sjálfhætt. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að það sé nákvæm- lega tilgreint hvað ríkið sé að kaupa annars staðar en á Sóltúni. Í daggjaldinu séu skýr laga- og reglugerðarákvæði sem gilda um þá þjónustu sem veitt sé á hjúkr- unarheimilum og skýrt hvaða kröfur eru gerðar. Aðspurð hvort það komi til greina að aðrar sjálfs- eignarstofnanir fái svipaða samn- inga og Sóltún svaraði ráðherra: „Við erum að skoða umönnunar- þáttinn, hvernig hann eigi að vera samansettur. Við borgum dag- gjöldin áfram eins og við höfum gert. Það er hugsanlegt að þau geti tekið einhverjum breytingum í framtíðinni en það hefur ekkert með kjarasamningana að gera.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur bent á að gera þurfi þjónustusamninga, sem hljóti að teljast lágmarkskrafa við kaup á samfélagslegri þjónustu. Formað- ur félagsins, Elsa B. Friðfinnsdótt- ir, segir ríkið setja frá sér millj- arða án þess að skilgreint sé í hvað féð eigi að renna. svavar@frettabladid.is Daggjöldin gætu breyst Stjórnendur dvalarheimila segja það ekki skilgreint í hvað daggjöld eigi að renna og biðja um þjónustu- samninga. Heilbrigðisráðherra er ósammála. FRÁ HRAFNISTU Í REYKJAVÍK Daggjöldin á Hrafnistu eru þrettán þúsund krónur en til sam- anburðar eru daggjöldin á Sóltúni tuttugu þúsund krónur. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON DANMÖRK Danir sjá fram á lengri starfsaldur því í gær voru áform ríkisstjórnarinnar um að hækka eftirlaunaaldurinn kynnt. Er breytingin hluti af áætlunum ríkis- stjórnarinnar í endurbótum á vel- ferðarkerfi landsins. Töluverð umræða hefur verið um málið í Danmörku undanfarin misseri og hafa skoðanakannanir sýnt að meirihluti landsmanna er á móti hærri eftirlaunaaldri. Sam- kvæmt áætlunum ríkisstjórnar- innar hækkar eftirlaunaaldurinn úr sextíu árum í 63 ár á næstu fimmtán árum. - ks Danska stjórnin kynnir breytingar á velferðakerfinu: Eftirlaunaaldur hækkaður TAÍLAND, AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, sagði af sér í gær, en stjórnarandstæð- ingar hafa sakað hann um spill- ingu og misbeitingu á valdi sínu. Forsætisráðherrann efndi til kosninga á sunnudag þó þrjú ár væru enn eftir af kjörtímabili hans, í þeim yfirlýsta tilgangi að sanna fylgi flokks síns. Bráða- birgðatölur sögðu flokk Thaksins hafa hlotið 57 prósent atkvæða, en óvíst er hversu marktækar kosn- ingarnar voru því fjöldi Taílend- inga neitaði að kjósa í mótmæla- skyni við forsætisráðherrann. Thaksin tilkynnti því um afsögn sína í gær eftir fund með konungi landsins, Bhumibol Adulyadej. Thaksin er auðkýfingur sem græddi fé sitt í símafyrirtækjum. Þó hann hafi upphaflega notið mikils fylgis hafa mótmæli gegn honum farið stigvaxandi undan- farið, sérstaklega eftir að fjöl- skylda hans seldi hlut sinn í stóru símafyrirtæki, skattfrjálst. Á meðan stjórnarandstæðingar fögnuðu við stjórnarráðið í Bang- kok í gær kvörtuðu margir fátæk- ari íbúar landsins undan afsögn Thaksins og sögðu hann hafa sinnt fátæklingum vel. Thaksin mun sinna forsætisráðherrastöðunni þar til annar tekur við, sem verður væntanlega innan mánaðar. - smk Sviptingar í stjórnmálunum í Taílandi: Ráðherra segir af sér ÁSAKANIR UM SPILLINGU Stjórnarandstæð- ingar mótmæltu í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Bandaríski þing- maðurinn Tom DeLay hefur sagt af sér þingmennsku og ætlar ekki að bjóða sig fram í þingkosningun- um í nóvember. „Kjósendurn- ir í 22. kjördæmi í Texas eiga skil- ið að kosninga- baráttan snúist um þau mikil- vægu þjóðmál sem þeir láta sig mest varða, en snúist ekki bara um mig,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. DeLay var leiðtogi repúblikana á Bandaríkjaþingi þangað til á síð- asta ári, þegar hann var sakaður um að hafa átt hlut að ólöglegri fjármögnun kosningabaráttu flokksins. - gb Repúblikaninn Tom DeLay: Segir af sér þingmennsku TOM DELAY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.