Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 28
MARKAÐURINN 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR8 ÚTLÖND „Í sólarupplýstri svítu við Park Lane í London rifjar Björgólfur Thor Björgólfsson upp leiðina sem gerði hann að fyrsta millj- arðamæringi Íslands. „Veski, far- símar og lyf,“ segir Björgólfsson, 39 ára, og vísar til fjárfestinga í fjármálageiranum, fjarskipta- markaðnum og á afsláttalyfja- markaðnum.“ Þannig hefst hin sjö blaðsíðna langa úttekt á ævi og starfi Björgólfs Thors Björgólfssonar sem birtist nýverið á síðum Bloomberg-við- skiptafréttaveitunnar. BERFÆTTUR LANDKÖNNUÐUR „Hlutverk mitt er að vera könn- uður og að vera tveimur til þrem- ur árum á undan öllum hinum,“ er haft eftir Björgólfi og sérstak- lega tekið fram að hann hafi verið berfættur í inniskóm meðan á við- talinu stóð. „Það er alltaf verið að reyna að setja okkur í ákveðinn flokk en ég vil ekki vera háður ákveðnum geira, landi eða iðn- aði,“ segir Björgólfur sem hefur komið víða við á ferli sínum eins og tíundað er í umfjölluninni. Þar er saga hans rakin, frá því að hann flutti, í samstarfi við föður sinn, Björgólf Guðmundsson, og Magnús Þorsteinssson, gos- drykkjaverskmiðju frá Íslandi til Pétursborgar árið 1993 sem síðar var seld Pepsi-samsteypunni. Síðar settu þeir Magnús upp bjór- verksmiðju þar og náðu að byggja upp vörumerkið Botchkarov bjór fyrir Rússlandsmarkað og hafði náð 3,7 prósenta markaðshlut- deild í Rússlandi árið 2001. Fjárfestingar Björgólfs í sam- heitalyfjafyrirtæki í Búlgaríu þegar Kosovo-stríðið stóð sem hæst árið 1999 eru líka tíundað- ar. Nú, sex árum og 25 yfirtök- um síðar, heitir þetta fyrirtæki Actavis og er fjórði stærsti fram- leiðandi samheitalyfja í heimi og verður það þriðja stærsta nái nýjustu áætlanir þess um yfir- töku fram að ganga. EINKAVÆÐING LANDSBANKANS Í greininni er sagt frá því hvern- ig Björgólfur stofnaði fjárfest- ingafélagið Samson Holding í félagi við föður sinn og Magnús Þorsteinsson og keypti 45,8 pró- senta hlut í Landsbankanum af íslenska ríkinu þegar hann var einkavæddur. Eftir að hafa náð Landsbankanum hafi Björgólfur eldri tekið við stjórnarfor- mennsku bankans en sonurinn snúið sér að fjarskiptageiranum í Austur-Evrópu. Sagt er frá því að Björgólfur undirbúi nú útrás í bankageiran- um undir nafninu Novator Credit Fund og höfuðstöðvar þess verði í Greenwich í Connecticut. Mun ætlunin vera að sameina kosti vogunarsjóðs og einkafjár- festasjóðs og er áætlað að lagt verði upp með efnahagsreikn- ing að andvirði um 5 milljarða evra. Höfundur greinarinnar telur þessar áætlanir Björgólfs áhættusamar enda sé mikið af vogunar- og einkafjárfestasjóðum í Bandaríkjunum. ÞEKKTIR ÍSLENDINGAR FYRIR SVÖRUM Blaðamaður Bloomberg virðist hafa undirbúið viðtalið sitt vel og vitnar í ýmsa forkólfa íslensks athafnalífs. „Ísland er að vinna upp tapaðan tíma,“ hefur hann eftir Hannes Smárasyni, forstjóra FL Group. „Við búum yfir evrópskri skynsemi og amerísku vinnu- siðferði.“ Hann hefur jafnframt eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að smæð Íslands og 50 tíma vinnuvika hafi mótað Íslendinga og hafi sitt að segja um árangur Íslendinga í fjárfest- ingum á erlendri grundu. „Við erum fljót að taka ákvarðanir“ er haft eftir forsetanum. Í greininni er jafnframt sagt frá áhyggjum erlendra greining- araðila af ástandinu í íslensku efnahagslífi og minnst á hrakfall- aspár erlendra greiningaraðila og banka á undanförnum misserum. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, að stærstu fyrirtæki Íslands séu nánast ónæm fyrir fjárhagsleg- um áföllum hér heima fyrir, þar sem stærstur hluti tekna þeirra og kostnaðar komi erlendis frá. „Að sigla í gegnum hugsan- lega bólu heima fyrir er einungis eitt þeirra atriða sem hann þarf að hafa áhyggjur af. Nú, þegar hann beinir metnaði sínum að samheitalyfjunum, vogunarsjóð- um og yfirtökum í vesturátt, þarf hann að sanna að stefnan sem hann hefur tekið í Evrópu muni ekki sigla honum í strand þegar erfiðari tímar sækja að,” segir blaðamaður í lok greinar sinnar. - hhs SAGA BJÖRGÓLFS THORS BJÖRGÓLFSSONAR ER RAKIN Á BLOOMBERG-FRÉTTA- VEITUNNI Í viðtalinu segist hann meðal annars ekki vilja setja sig í flokk og hann vilji ekki tilheyra ákveðnum geira, landi eða iðnaði. Segist hann fyrst og fremst vera könnuður og hans helsta hlutverk sé að vera tveimur til þremur árum á undan hinum. Bloomberg segir sögu Björgólfs Thors Nýlega birtist sjö blaðsíðna umfjöllun á einni virtustu viðskiptafréttaveitu heims um fyrsta íslenska milljarða- mæringinn, í dollurum talið. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir rýndi í greinina um athafnamanninn. Með okkur hefur þú aukið rými til vaxtar ������������� ����������������� ������� ���� ������� �������� �� �� ��������������� ������ ������� ���������� ������� ���� ��������� ��� �������� ��������� ��� �������������������������������������������������������� ��������������������������� �������������������������� ��� ������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������� ����� ������� ��� ����������������� ������ ��� �������� ������ ��������� �������������� ��� ����� ����������������������� ���������������������������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������ ������������������������������� ����������� ����������� ����� Suðurlandsbraut 20 108 ReykjavíkSími 553 - 6300 www.mfi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.