Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 28

Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 28
MARKAÐURINN 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR8 ÚTLÖND „Í sólarupplýstri svítu við Park Lane í London rifjar Björgólfur Thor Björgólfsson upp leiðina sem gerði hann að fyrsta millj- arðamæringi Íslands. „Veski, far- símar og lyf,“ segir Björgólfsson, 39 ára, og vísar til fjárfestinga í fjármálageiranum, fjarskipta- markaðnum og á afsláttalyfja- markaðnum.“ Þannig hefst hin sjö blaðsíðna langa úttekt á ævi og starfi Björgólfs Thors Björgólfssonar sem birtist nýverið á síðum Bloomberg-við- skiptafréttaveitunnar. BERFÆTTUR LANDKÖNNUÐUR „Hlutverk mitt er að vera könn- uður og að vera tveimur til þrem- ur árum á undan öllum hinum,“ er haft eftir Björgólfi og sérstak- lega tekið fram að hann hafi verið berfættur í inniskóm meðan á við- talinu stóð. „Það er alltaf verið að reyna að setja okkur í ákveðinn flokk en ég vil ekki vera háður ákveðnum geira, landi eða iðn- aði,“ segir Björgólfur sem hefur komið víða við á ferli sínum eins og tíundað er í umfjölluninni. Þar er saga hans rakin, frá því að hann flutti, í samstarfi við föður sinn, Björgólf Guðmundsson, og Magnús Þorsteinssson, gos- drykkjaverskmiðju frá Íslandi til Pétursborgar árið 1993 sem síðar var seld Pepsi-samsteypunni. Síðar settu þeir Magnús upp bjór- verksmiðju þar og náðu að byggja upp vörumerkið Botchkarov bjór fyrir Rússlandsmarkað og hafði náð 3,7 prósenta markaðshlut- deild í Rússlandi árið 2001. Fjárfestingar Björgólfs í sam- heitalyfjafyrirtæki í Búlgaríu þegar Kosovo-stríðið stóð sem hæst árið 1999 eru líka tíundað- ar. Nú, sex árum og 25 yfirtök- um síðar, heitir þetta fyrirtæki Actavis og er fjórði stærsti fram- leiðandi samheitalyfja í heimi og verður það þriðja stærsta nái nýjustu áætlanir þess um yfir- töku fram að ganga. EINKAVÆÐING LANDSBANKANS Í greininni er sagt frá því hvern- ig Björgólfur stofnaði fjárfest- ingafélagið Samson Holding í félagi við föður sinn og Magnús Þorsteinsson og keypti 45,8 pró- senta hlut í Landsbankanum af íslenska ríkinu þegar hann var einkavæddur. Eftir að hafa náð Landsbankanum hafi Björgólfur eldri tekið við stjórnarfor- mennsku bankans en sonurinn snúið sér að fjarskiptageiranum í Austur-Evrópu. Sagt er frá því að Björgólfur undirbúi nú útrás í bankageiran- um undir nafninu Novator Credit Fund og höfuðstöðvar þess verði í Greenwich í Connecticut. Mun ætlunin vera að sameina kosti vogunarsjóðs og einkafjár- festasjóðs og er áætlað að lagt verði upp með efnahagsreikn- ing að andvirði um 5 milljarða evra. Höfundur greinarinnar telur þessar áætlanir Björgólfs áhættusamar enda sé mikið af vogunar- og einkafjárfestasjóðum í Bandaríkjunum. ÞEKKTIR ÍSLENDINGAR FYRIR SVÖRUM Blaðamaður Bloomberg virðist hafa undirbúið viðtalið sitt vel og vitnar í ýmsa forkólfa íslensks athafnalífs. „Ísland er að vinna upp tapaðan tíma,“ hefur hann eftir Hannes Smárasyni, forstjóra FL Group. „Við búum yfir evrópskri skynsemi og amerísku vinnu- siðferði.“ Hann hefur jafnframt eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að smæð Íslands og 50 tíma vinnuvika hafi mótað Íslendinga og hafi sitt að segja um árangur Íslendinga í fjárfest- ingum á erlendri grundu. „Við erum fljót að taka ákvarðanir“ er haft eftir forsetanum. Í greininni er jafnframt sagt frá áhyggjum erlendra greining- araðila af ástandinu í íslensku efnahagslífi og minnst á hrakfall- aspár erlendra greiningaraðila og banka á undanförnum misserum. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, að stærstu fyrirtæki Íslands séu nánast ónæm fyrir fjárhagsleg- um áföllum hér heima fyrir, þar sem stærstur hluti tekna þeirra og kostnaðar komi erlendis frá. „Að sigla í gegnum hugsan- lega bólu heima fyrir er einungis eitt þeirra atriða sem hann þarf að hafa áhyggjur af. Nú, þegar hann beinir metnaði sínum að samheitalyfjunum, vogunarsjóð- um og yfirtökum í vesturátt, þarf hann að sanna að stefnan sem hann hefur tekið í Evrópu muni ekki sigla honum í strand þegar erfiðari tímar sækja að,” segir blaðamaður í lok greinar sinnar. - hhs SAGA BJÖRGÓLFS THORS BJÖRGÓLFSSONAR ER RAKIN Á BLOOMBERG-FRÉTTA- VEITUNNI Í viðtalinu segist hann meðal annars ekki vilja setja sig í flokk og hann vilji ekki tilheyra ákveðnum geira, landi eða iðnaði. Segist hann fyrst og fremst vera könnuður og hans helsta hlutverk sé að vera tveimur til þremur árum á undan hinum. Bloomberg segir sögu Björgólfs Thors Nýlega birtist sjö blaðsíðna umfjöllun á einni virtustu viðskiptafréttaveitu heims um fyrsta íslenska milljarða- mæringinn, í dollurum talið. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir rýndi í greinina um athafnamanninn. Með okkur hefur þú aukið rými til vaxtar ������������� ����������������� ������� ���� ������� �������� �� �� ��������������� ������ ������� ���������� ������� ���� ��������� ��� �������� ��������� ��� �������������������������������������������������������� ��������������������������� �������������������������� ��� ������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������� ����� ������� ��� ����������������� ������ ��� �������� ������ ��������� �������������� ��� ����� ����������������������� ���������������������������������������������������������� ����������������������������������� ������������������������ ������������������������������� ����������� ����������� ����� Suðurlandsbraut 20 108 ReykjavíkSími 553 - 6300 www.mfi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.