Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 2
2 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ÓHOLL MATVARA Dæmi eru um að markaðssetningu á óhollri matvöru sé beint að börnum. BÖRN Talsmaður neytenda og Umboðsmaður barna hafa tekið höndum saman um frekari höml- ur á markaðssókn sem beinist að börnum og unglingum. „Greini- leg þörf er á því að skoða þetta mál,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, en fjölmarg- ar ábendingar hafa borist embættinu um efnið. Málþing var haldið í upphafi síðasta mánaðar og var það fyrsta skrefið í leitinni að lausn á vand- anum. „Næstu skref eru að finna umræðugrundvöll við atvinnu- lífið og samkomulag í framhald- inu.“ Spurður um bein tilvik óæski- legrar markaðssetningar nefnir Gísli sem dæmi auglýsingar á óhollri matvöru. „Það hefur mikil áhrif þegar þekktar fígúrur sem börn hafa áhuga á eru hluti af slíkri markaðssetningu.“ ■ Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna taka höndum saman: Skoða markaðssókn gegn börnum EFNAHAGSMÁL Máttur stýrivaxta sem hagstjórnartækis er minni hér en í öðrum löndum, meðal ann- ars vegna verðtryggingarinnar, segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri og ráðherra. „Í öðrum löndum hafa stýrivextir meiri og beinni áhrif á nafnvext- ina. Vaxtahækkanir hér slá ekki á þenslu,“ segir Jón. Ekki dregur úr lántökum þrátt fyrir vaxtahækk- anir en gengi gjaldmiðla hefur, að mati Jóns, meiri áhrif á efnahags- lífið. Fyrir vikið myndist tog- streita, hækkandi vextir tefji gengislækkun eða haldi genginu uppi, við það dragi tímabundið úr verðbólgu en viðskiptahallinn aukist. Guðmundur K. Magnússon hag- fræðiprófessor segir stýrivextina bitlausa í því opna hagkerfi sem við búum við. „Það sýndi sig best fyrir einu og hálfu ári þegar við- skiptabankarnir lækkuðu vexti á húsnæðislánum á meðan Seðla- bankinn hækkaði stýrivextina.“ Hann segir Seðlabankann í raun ekki hafa nein tæki til að sporna gegn verðbólgu og aðgerðir bank- ans bitni aðeins á smærri fyrir- tækjum. „Það er fátt til úrræða þegar fjárstreymið á milli landa er opið og það dugar jafnvel ekki að hækka stýrivextina upp í sex- tán prósent. Slíkt mun aðeins bitna á smáfyrirtækjunum sem ekki geta leitað á erlendan markað til að taka lán. Rekstrargrundvöllur þeirra er því í hættu.“ Illugi Gunnarsson, hagfræð- ingur og fyrrverandi aðstoðar- maður Davíðs Oddssonar, gerir stýrivextina að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu í gær og veltir fyrir sér hvort hækkanir Seðla- banka hafi valdið óeðlilegri spennu í hagkerfinu. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gefur lítið fyrir þá hagfræði. „Ég er mjög undrandi á þessari grein, sérstaklega þar sem hún kemur frá manni sem hefur verið tals- maður þess að halda í krónuna. Hann færir í raun rök fyrir því að við ættum að leggja krónuna af hið allra fyrsta.“ Arnór segist raunar þeirrar skoðunar að ávinn- ingurinn af að halda í krónuna sé minni en enginn en rökin séu ekki þau sömu og Illugi færir fram, það er, að peningastefnan virki ekki. „Hún virkar rétt en það eru tak- mörk fyrir því hvað hún getur verið framsýn vegna þess að við höfum afskaplega lítið vald yfir genginu og getum illa séð það fyrir.“ Illugi veltir líka fyrir sér hvort stýrivextirnir hafi verið hækkaðir of snemma. Því er Arnór ósammála. „Ég held að við höfum hækkað vextina of seint.“ Jón Sigurðsson sagðist í Silfri Egils í gær þeirra skoðunar að rétt væri að kanna kosti þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. bjorn@frettabladid.is Verðtrygging og erlend lán draga úr mætti stýrivaxta Jón Sigurðsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, segir mátt stýrivaxta minni hér en annars staðar. Guðmund- ur Magnússon prófessor segir vaxtahækkanir bitna á smærri fyrirtækjum. Illugi Gunnarsson hagfræðingur efast um ágæti vaxtahækkana Seðlabanka. Aðalhagfræðingur bankans gefur lítið fyrir þá skoðun. ARNÓR SIGHVATS- SON Aðalhagfræð- ingur Seðlabankans. ILLUGI GUNNARS- SON hagfræðingur. JÓN SIGURÐSSON Fyrrverandi Seðla- bankastjóri. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON hag- fræðiprófessor. SEÐLABANKINN Hækkun stýrivaxta bitnar á smáfyrirtækjum því þau geta ekki tekið lán í útlöndum að mati Guðmundar Magnússonar. SKAFTÁRHLAUP Nú er orðið ljóst að hlaupið í Skaftá er eitt það allra stærsta í sögunni. Um miðjan dag í gær náði hlaupið hámarki og mældist rennsli í Eldvatni við Ása 636 rúmmetrar á sekúndu. Snorri Zóphóníasson, sérfræðingur á vatnamælingasviði Orkustofnun- ar, telur að rennslið við upptök hlaupsins hafi þá náð á bilinu fjór- tán til fimmtán hundruð rúmmetr- um. Vegna sambandsleysis við rennslismæli við Sveinstind er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það að svo stöddu. Hlaupið tekur nú að réna og telur Snorri að mesti vatnsflaum- urinn gangi yfir á einum eða tveimur dögum. Slíkt sé venjan með Skaftárhlaup sem vaxa hratt eins og hlaupið í ánni núna. „Þetta er auðvitað bara mikið hlaup og lánið í óláninu að það var svo lítið vatn fyrir í ánni. Hlaupin skemma þó alltaf því þau brjóta gróið land úr öllum bökkum og þegar það fer að fjara situr sandur og leir eftir úti um allt sem fýkur svo yfir,“ segir Halldór bóndi á Ytri-Ásum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri er ljóst að hlaupið fór yfir vegi heim að bæjum í Skaftárdal og við Skál. Einnig er talið líklegt að flætt hafi yfir Fjallabaksleið nyrðri við Hólaskjól en sá vegur er lokaður vegna árstíðar. Skemmdir liggja þó ekki endan- lega fyrir fyrr en vatnsyfirborðið tekur að lækka og vegirnir koma aftur í ljós. - at Skaftárhlaup náði hámarki í gær og gengur að mestu yfir næstu tvo daga: Eitt stærsta hlaup sögunnar VATNAMÆLINGAMENN VIÐ STÖRF Rennslis- mæling var gerð í Eldvatni við Ása. BORGARMÁL Ársreikningar Reykja- víkurborgar og hlutdeildarfélaga, sem ræddir verða í borgarstjórn á morgun, voru sendir borgarfull- trúum upp úr hádegi í gær. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagn- rýnir að ekki gefist meira rúm til að rýna í reikninginn. „Þetta er á fjórða hundrað síður og maður spyr sig hvort R-listinn sé að reyna að koma í veg fyrir upplýsta umræðu á fundinum. Staðan er ójöfn þar sem oddvitar minni- hlutaflokkanna hafa ekki þann herskara embættismanna á bak við sig sem borgarstjóri hefur.“ Borgarfulltrúar og embættis- menn eru bundnir innherjalögum þar sem ársreikninginn ber að birta í Kauphöll Íslands. Fyrr mega þeir ekkert láta uppi um efni hans og innihald. ■ Ársreikningur borgarinnar: Dreift seint til borgarfulltrúa KJARTAN MAGNÚSSON Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks. SLYSFARIR Umferðarslys varð á Selfossi um klukkan hálf tvö í fyrrinótt. Tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, var ekið samsíða eftir einni af götum bæjarins og skullu þeir saman þegar þeim var ekið yfir gatnamót. Þrír slösuðust og voru fluttir á slysadeild. Einum hinna slöusuðu var ekið til Reykjavíkur til aðhlynningar. Beita þurfti klippum til að ná fólki út úr öðrum bílnum og eru þeir báðir ónýtir. Lögreglan á Selfossi gat ekk- ert sagt um tildrög slyssins og eru þau því óljós. Málið er í rann- sókn. ■ Árekstur á Selfossi: Þrír fluttir á slysadeild SPURNING DAGSINS Jón Birgir, var gott að glíma á Bessastöðum? Já, Bessastaðastofa er mjög hentug til glímusýninga og þetta var mikill heiður. Jón Birgir Valsson, formaður Glímusambands- ins og handhafi Grettisbeltisins, glímdi við Pétur Eyþórsson á Bessastöðum á laugardag. Pétur vann. Bílrúður brotnar Sjö bílar við Reykjavíkurhöfn urðu fyrir barðinu á skemmdarverkafólki í gærmorgun. Voru rúður brotnar og leitað að verðmætum í bílunum. Fólkið hafði þó lítið sem ekkert upp úr krafsinu. LÖGREGLUMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.