Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 8
8 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR ��������������� ���������� ��������������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� �������������������������� �������������������� ��������������� ����������� � F A B R IK A N 2 0 0 6 �������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� ���������������������� � �� �������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������������������� �������������������� STÓRIÐJA Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) vill að miðstöð þjónustu fyrir álver Alcoa í Reyð- arfirði og við Húsavík, reisi Alcoa álver þar, verði byggð upp með skipulögðum hætti á Akureyri. Félagið hyggst stuðla að sam- vinnu fyrirtækja í bænum en eftir miklu er að seilast. Verði af framkvæmdum við Húsavík er hugsanlegt að til verði um fjögur- hundruð ný störf á Akureyri. Hugmyndin hefur verið kynnt stjórnendum Alcoa sem tekið hafa henni vel. Stefna Alcoa er að bjóða út stóran hluta þeirra þjón- ustustarfa sem til falla vegna álframleiðslunnar og segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mjög jákvætt ef fyrir- tæki á Akureyri geti tekið að sér þjónustuna. Í samanburðarskýrslu sem unnin var í tengslum við staðar- valsathuganir vegna álvers á Norðurlandi kemur fram að álver við Húsavík muni skapa allt að 200 ný störf á Norðurlandi, utan Húsavíkur. Er þar einkum um að ræða sérhæfð störf sem flest myndu falla starfandi fyrirtækj- um á Akureyri í skaut. Skýrslu- höfundar gera jafnframt ráð fyrir að álver við Húsavík muni skapa 300 til 450 störf utan Norður- lands; væntanlega á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill að hluti þeirra starfa verði til á Akureyri og segir Valur Knútsson, stjórnar- formaður AFE, að félagið muni aðstoða fyrirtæki á Akureyri til að svo verði. Alls verða um eitt þúsund afleidd störf í pottinum, ef af byggingu beggja álvera verður, og segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE, að allt að fjögurhundruð ný störf gætu orðið til á Akureyri. „Á næstu vikum munum við kanna hvernig fyrirtæki í þekkingariðnaði á Akureyri eru í stakk búin til að þjónusta álver Alcoa fyrir austan. Það er ljóst að Alcoa mun gera margvíslegar kröfur er lúta að gæðum þjónustunnar og við vilj- um tryggja að okkar fólk standist þær kröfur. Fyrirtæki á Akureyri geta náð fram mikilli samlegð með því að þjónusta bæði álverin og eins er hugsanlegt að þau geti unnið saman að einhverju leyti,“ segir Magnús. kk@frettabladid.is Vilja að á Akureyri verði miðstöð þjónustu fyrir álver Alcoa í Reyðarfirði: Akureyringar vilja álstörf TÓMAS MÁR SIG- URÐSSON MAGNÚS ÞÓR ÁSGEIRSSON JAPAN, AP Tvö bíóhús í Japan bjóða nú bíógestum upp á að leikið sé á fleiri skilningarvit en sjón og heyrn; lyktarskynið er virkjað með nýrri tækni í takt við það sem er að gerast á hvíta tjaldinu hverju sinni. Sjö mismunandi lyktargjafar undir sætum bíógesta kalla fram lykt sem þykir hæfa hverju atriði. Sæt blómaangan fylgir ástarsenu en beisk piparmyntu- og steinselju- lykt í dapurlegu atriði, svo dæmi séu nefnd. Forrit fyrir réttu lyktarblönduna með hverri bíómynd er sótt á vef fyrirtækisins sem að nýju bíólykt- artækninni stendur. Ýmsar fyrri til- raunir til markaðssetningar slíkrar tækni hafa mistekist. Sumir kunna að muna eftir „Scent-o-rama“-sýn- ingum í bíóhúsi sem til skamms tíma var rekið á Smiðjuveginum í Kópavogi. - aa Nýjung fyrir bíógesti í Tókýó: Lyktarskynið virkjað í bíó AFGANISTAN, AP Mannskæð átök blossuðu upp í Afganistan um helg- ina. Fjórir kanadískir hermenn létu lífið er sprengja sprakk í vegkanti þar sem þeir óku um í Suður-Afgan- istan á laugardag. Í gær umkringdu her- og lögreglumenn hóp skæru- liða talibana sem voru í felum í bæ í Ghazni-sýslu í Suður-Afganistan. Að minnsta kosti þrír skæruliðar og einn lögreglumaður féllu í skotbar- daganum. Talsmenn NATO-herliðsins í Afganistan sögðu skæruliða talibana bera ábyrgð á árásinni á laugardag, sem var gerð í bænum Gomboth, um 40 km norður af Kandahar. Hamid Karzai, forseti Afganistans, sakaði aftur á móti „útlendinga“ um að kynda undir uppreisninni í landinu. Þetta er mesta mannfall sem kan- adíski herinn hefur orðið fyrir í Afganistan frá því hann hóf þátttöku í friðargæslu þar árið 2002. Minnst sextán Kanadamenn hafa látið lífið í Afganistan á þessu tímabili. Skæruliðar talibana hafa látið þau boð út berast að þeir muni herða á árásum á erlenda hermenn og afganska stjórnarhermenn í vor og sumar. - aa KENNIR ÚTLENDINGUM UM Hamid Karzai forseti Afganistans í Qalay-I-Naw í Vestur- Afganistan, þar sem friðvænlegra er en í suðurhlutanum þar sem árásin á kanadísku hermennina var gerð.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mannskæð átök blossuðu upp í Suður-Afganistan: Felldu fjóra Kanadamenn DANMÖRK Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Kaupmannahöfn fann nýverið 800 grömm af sterku heró- íni falið í 25 antíksverðum. Vitað er um tvær manneskjur sem látist hafa af völdum efnisins og telur lögreglan að fleiri sverð séu í umferð, að því er fram kemur á fréttavef Politiken. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa fundið mann og konu látin vegna ofneyslu heróíns á hótelher- bergi í febrúar. Eftir vísbendingu fann lögregla sverðin í pappakassa heima hjá manninum á Norðurbrú. Sverð þessi eru frá Pakistan og eru yfirleitt notuð sem veggja- skraut. - sdg Fíkniefnamál í Danmörku: Heróín falið í antík-sverðum VEISTU SVARIÐ? 1Skoðanakönnun Fréttablaðsins bendir til jafnrar baráttu um borgarfulltrúa- sæti milli annars manns á lista vinstri grænna og efsta manns á lista Framsókn- ar. Hver er í öðru sæti á lista VG? 2Eiður Smári hefur ekki getað leikið undanfarna leiki með Chelsea vegna veikinda. Hvaða sjúkdómur hrjáir kappann? 3Íraksþing hefur samþykkt að veita lítt þekktum stjórnmálamanni umboð til að mynda ríkisstjórn. Hvað heitir væntan- legur forsætisráðherra Íraks? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 ÍTALÍA, AP Í kjölfar þess að staðfest úrslit kosninga til beggja deilda ítalska þingsins lágu loks fyrir um helgina hét Romano Prodi, forsæt- isráðherraefni miðju- og vinstri- flokkabandalagsins á Ítalíu, því í gær að mynda ríkisstjórn sem halda myndi um stjórntaumana allt kjörtímabilið. Brestir virtust þó strax vera komnir í fjölflokka- bandalagið; leiðtogi eins smá- flokksins innan þess lýsti því yfir í gær að flokkurinn myndi standa utan hinnar væntanlegu sam- steypustjórnar. „Við munum standa sameinaðir og við munum standa þannig í fimm ár,“ tjáði Prodi fréttamönn- um fyrir utan heimili sitt í Bologna í gær. Óstöðugleiki hefur hins vegar einkennt ríkisstjórnir Ítalíu síðustu áratugina – að frátalinni fráfarandi hægristjórn Silivos Berlusconi sem er sú eina sem setið hefur heilt kjörtímabil frá því lýðræði var endurreist í land- inu eftir síðari heimsstyrjöld. Á laugardag staðfesti áfrýjun- ardómstóll í Róm niðurstöðu taln- ingar atkvæða til öldungadeildar þingsins, en samkvæmt henni hefur vinstriflokkabandalagið 158 af 315 fulltrúum í öldungadeild- inni. Fáeinum dögum áður höfðu úrslit kosninganna til neðri deild- arinnar verið staðfest, en Prodi- bandalagið vann þar mjög nauman sigur. Berlusconi hefur reyndar ekki viljað játa sig formlega sigr- aðan með því að hringja í Prodi. Hið nýja kosningakerfi gefur sig- urvegaranum þó ýktan meirihluta þingsæta svo að þingstyrkurinn að baki hinni væntanlegu ríkis- stjórn er traustari en hin tvísýnu úrslit gefa annars tilefni til að ætla. Engu að síður er talið að Prodi muni eiga erfitt með að halda liði sínu saman, enda er það býsna sundurleitt – þar eru leifar af gamla Kristilega demókrata- flokknum innan um græningja og fyrrverandi og „óendurhæfða“ kommúnista. Clemente Mastille, sem fer fyrir smáflokki kristilegra demó- krata, sagði í blaðaviðtali sem birt var í gær að hann myndi aðeins veita væntanlegri ríkisstjórn „stuðning utan frá“ enda ætti hann „enga samleið“ með henni. Spurð- ur um lífslíkur samsteypustjórnar Prodis sagði Mastella að mikið þyrfti til að halda öllum stjórnar- liðum sáttum; annars „kemur end- irinn áður en af stað er farið“. audunn@frettabladid.is Prodi heitir stöðugri stjórn út kjörtímabilið Romano Prodi reyndi í gær að slá á efasemdaraddir eftir mjög nauman sigur miðju-vinstriflokkabandalagsins og hét því að mynda ríkisstjórn sem sitja myndi allt kjörtímabilið. Brestir virðast þó strax komnir í samstöðuna í liði hans. HEIMA Í BOLOGNA Verðandi forsætisráðherrann Romano Prodi ásamt eiginkonu sinni Flavíu við heimili þeirra í Bologna í gær. Prodi vísaði á bug efasemdum um að honum muni takast að halda uppi aga í væntanlegri samsteypustjórn miðju- og vinstriflokka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FUGLALÍF Krían er komin til lands- ins en í gærmorgun sá Þórir Snorrason, fuglaáhugamaður á Höfn, sex kríur við Óslandið í Hornafirði. Brynjúlfur Brynjólfs- son, starfsmaður Fuglaathugunar- stöðvar Suðausturlands á Höfn, segir óstaðfestar fregnir herma að þrjár kríur hafi sést í Hornafirði á föstudaginn eða sama mánaðardag og fyrsta krían sást í fyrra. „Krían er því á eðlilegu róli og eins og oft- ast verður hennar fyrst vart á Höfn,“ segir Brynjúlfur. - kk Farfuglum fjölgar: Krían komin KRÍAN Þórir Snorrason sá sex kríur á flugi í Hornafirði í gærmorgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.