Fréttablaðið - 24.04.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 24.04.2006, Síða 10
10 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR ��������� ������������������������� ��������� ��������������������������������������������� ��������� � � � � � � � � � � � � � � �� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ��������� ����������������������������������������������������� � � ������������������� ������������������������ � � ������������������������������������������� � � �������������������������������������������������������� �� � � ������� � � ������������������������������������������ � � ��� ������������������������������������ � � ����������������������������������������������������������� � � ���������������������������������������������������������� ���������� ��������� ��������������� ������������������������������������������������� � � � � � � � � ���������������������������� � � � � � � � � ����������� ���������������������� ��������������� ������������� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �������� ���������� � � �� � �� � ��� �� � �� � � � �� � � � � � Lögregla skaut byssumann Norskir lögreglumenn skutu á laugardag til bana mann sem braust inn hjá aldraðri konu rétt vestan við Ósló og hóf skothríð úr hlaupsagaðri haglabyssu er lögregla nálgaðist. Lögreglan var kvödd á vettvang vegna skothríðar í bænum Bærum og maðurinn var umkringdur á flótta þaðan. NOREGUR Eyjadeila sett til hliðar Japanar hafa fallist á að hætta við könnunarleið- angur á hafsvæði í kringum smáeyjar í Japanshafi sem bæði Japan og Suður- Kórea gera tilkall til, eftir spennuþrungn- ar sáttaviðræður í Seúl síðustu daga. SUÐUR-KÓREA AUSTURKIRKJUPÁSKAR Bosníu-serbneskar stúlkur brjóta máluð egg eins og siður er um páskana í Austurkirkjunni í bænum Baja Luka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP W tekið inn í sænsku Sænska akademían hefur ákveðið að helga bók- stafnum W eigin kafla í nýjustu útgáfu sænsku orðabókarinnar sem akademían gefur út. Þar með stækkar sænska staf- rófið úr 28 stöfum í 29. Fram til þessa höfðu orð sem byrjuðu á W – sem öll eru tökuorð úr öðrum tungum – verið skráð undir V-kaflanum í orðabókinni. SVÍÞJÓÐ STJÓRNMÁL Frambjóðendur Sam- fylkingarinnar til borgarstjórnar kynntu tímasetningar á lækkun leikskólagjalda á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt áætlun Reykja- víkurborgar lýkur lækkuninni haustið 2008 en þá munu öll leik- skólabörn í Reykjavík njóta sjö stunda gjaldfrjáls leikskóla. Markviss lækkun leikskóla- gjalda hófst haustið 2004 þegar fimm ára börn fóru að njóta þriggja gjaldfrjálsra stunda á dag og um síðustu áramót var gjaldskráin lækkuð sem nemur tveimur stund- um hjá öllum börnum. Áætlað er að gjöldin lækki næst haustið 2007, þá um tvær klukkustundir hjá öllum börnum, og síðast haustið 2008, um þrjár stundir hjá öllum börnum öðrum en þeim fimm ára gömlu. Athygli var þó vakin á því á fundin- um að um hlutfallsgreiðslur væri að ræða og því væri ekki hægt að panta leikskólapláss fyrir fimm ára barn sitt í fimm klukkustundir á dag og greiða ekkert fyrir. „Foreldrar leikskólabarna eru sá hópur sem er hvað mest hugsi þessa dagana vegna þeirra blikna sem eru á lofti í efnahagsmálun- um. Þetta eru oft skuldsettustu fjölskyldurnar sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og hafa mest útgjöld. Þegar þessu verki okkar lýkur haustið 2008 munu kjarabæt- ur foreldra allra leikskólabarna samsvara 50 þúsund króna kaup- auka á mánuði á hvert barn,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóraefni Samfylkingarinnar, á fundinum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, segir rangnefni að tala um gjaldfrjálsan leikskóla, þar sem áttundi og níundi tíminn væru nýttir af mörgum og áfram yrði borgað fyrir þá. - sh Samfylkingin tímasetur gjaldfrjálsan leikskóla: Sjö frítímar 2008 Á FUNDINUM Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Stefán Jón Hafstein á blaðamannafundinum í gær. BANDARÍKIN, AP Lögregla handtók á laugardag sex skóladrengi í smábæ í Alaska, sem lagt höfðu á ráðin um að slá út rafmagni og símasambandi við skólann svo þeir gætu drepið skólafélaga og kennara sem þeir töldu sig eiga eitthvað sökótt við, og komist síðan undan á flótta. Drengirnir búa í smábænum North Pole um 20 km suðaustur af Fairbanks, en þeir voru hand- teknir eftir að orðrómur komst á kreik um áform þeirra og vopna- söfnun. Þetta var í annað sinn á einni viku sem komið var í veg fyrir meint áformað skólafjöldamorð í stíl við þau sem framin voru í Col- umbine-miðskólanum í Colorado fyrir sjö árum. Fimm táningar í miðskóla í Kansas voru hand- teknir á fimmtudag, grunaðir um slík áform. - aa Skólapiltar handteknir í smábæ í Alaska: Skipulögðu morð MIÐSKÓLINN Í NORTH POLE Sex drengir í sjöunda bekk eru sagðir hafa ætlað að myrða skólafélaga og kennara. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins til borgarstjórn- ar kynntu fjölskyldustefnu sína á blaðamannafundi á leikskólanum Hamraborg í gær. Á fundinum kynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son niðurstöður úr viðhorfskönn- un IMG Gallup þar sem fram kemur að mikill meirihluti borg- arbúa vilji fleiri tækifæri til sam- verustunda með fjölskyldu sinni. „Betri þjónusta, léttari byrðar, minna skutl og fleiri gæðastundir er það sem stefna Sjálfstæðis- flokksins skilar reykvískum fjöl- skyldum,“ sagði Vilhjálmur á fundinum. Hann sagði markmið stefnu flokksins vera að auka val, gæði og árangur í allri þjónustu Reykjavíkurborgar og fjölga tækifærum fjölskyldna til sam- verustunda. Fjölskyldustefnan skiptist í fjóra meginþætti sem lúta að leik- skólamálum, skólamálum, íþrótta- og tómstundastarfi og borgarum- hverfi. Meðal þess sem fram kemur í stefnuskránni er að Sjálfstæðis- flokkurinn hyggst lækka leik- skólagjöld í öllum borgarreknum leikskólum um 25 prósent 1. sept- ember 2006. „Við viljum fara þá leið að lækka gjöldin alla tímana, líka þeim áttunda og níunda, ólíkt Samfylkingunni sem ætlar bara að afnema gjöld af fyrstu sjö tím- unum,“ segir Vilhjálmur. Einnig vilja sjálfstæðismenn tryggja það að foreldrar greiði aðeins leik- skólagjald fyrir eitt barna sinna í einu. Þannig telur Vilhjálmur að best sé komið til móts við barna- fjölskyldur. Vilhjálmur segir einnig að mikilvægt sé að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássum og bæta innra starf þeirra. Það kosti fé sem hann telur betur varið þannig en í hreint afnám leikskóla- gjalda. Annað sem fram kemur í stefnuskránni er að flokkurinn hyggst skapa foreldrum val um vistun fyrir ung börn frá lokum fæðingarorlofs þar til þau hafa kost á almennu leikskólaplássi. Þetta verði gert með sérstökum smábarnadeildum í leikskólum í hverju hverfi. Einnig vill flokkur- inn starfa með íþrótta- og æsku- lýðsfélögum við lækkun þátttöku- gjalda, efla hverfalöggæslu og forvarnir í skólum og minnka miðstýringu í skólakerfinu. Í könnuninni sem Gallup gerði fyrir flokkinn kemur fram að 94 prósent borgarbúa telja mikil- vægt að fá fleiri tækifæri til sam- verustunda með fjölskyldunni. Þetta segir Vilhjálmur ekki koma á óvart en gefi flokknum tæki- færi til að verða við óskum borg- arbúa. - sh Ódýrari en ekki ókeypis leikskóla Sjálfstæðismenn vilja lækka leikskólagjöld í Reykja- vík um 25 prósent í september nái þeir völdum. MEÐAL BARNANNA Frambjóðendurnir á Hamraborg í gær. Á myndinni eru Gísli Marteinn Baldursson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.