Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 13

Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 13
MÁNUDAGUR 24. apríl 2006 13 Fimm verkefni sem lúta að víð- tækum rannsóknum á Öræfa- jökli og áhrifum hans á landmót- un, byggð og mannlíf í Öræfum hlutu styrki úr Kvískerjasjóði að þessu sinni. Sjóðnum er ætlað að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminj- um í Austur-Skaftafellssýslu en hann var stofnaður til heiðurs systkinunum á Kvískerjum. Verkefnin sem um ræðir nefnast: Eldgos í Öræfajökli 1362, Landslag og jöklar í nágrenni Kvískerja við land- nám, Úttekt á jarðminjum í Skaftafellsþjóðgarði, Jökulhlaup af völdum eldgosa í Öræfajökli og Rannsóknarholur vegna forn- leifa í Öræfum. Að auki voru tvö önnur verk- efni styrkt og snúast þau annars vegar um athuganir á tófulífi í Öræfasveit og hins vegar skrán- ingu fræðastarfs Kvískerja- bræðra, rannsóknarmönnum framtíðarinnar til hagsbóta. Fjöldi fræðimanna kemur að verkefnunum. Í stjórn Kvískerjasjóðs eru Sigurlaug Gissurardóttir sem er formaður, Albert Eymundsson og Einar Sveinbjörnsson. Öræfajökull kannaður ÖRÆFAJÖKULL Fimm verkefni sem lúta að rannsóknum á jöklinum hlutu styrki úr Kvískerjasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff sækja Austur-Skaft- fellinga heim í opinberri heim- sókn á morgun og miðvikudag. Fyrri deginum verður að mestu varið á Höfn í Hornafirði þar sem skólar, fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt en dagskránni þann daginn lýkur með fjölskyldu- hátíð í íþróttahúsinu. Á miðvikudaginn verður meðal annars farið í Lón auk þess sem forsetinn ávarpar ráðstefnu um skapandi atvinnugreinar á Höfn. Á heimleiðinni verður komið við á bæjum og í skólum og heilsað upp á fólk. - bþs Forsetahjónin í ferðalag: Heimsækja A- Skaftafellssýslu Á LEIÐ Í FERÐALAG Forsetahjónin heim- sækja Austur-Skaftfellinga á morgun. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og Joris Rademaker myndlistarmaður hafa verið valin bæjarlistamenn á Akureyri. Til- kynnt var um valið á vorkomu menningarmálanefndar bæjarins á sumardaginn fyrsta en viður- kenningunum fylgja starfslaun listamanna frá júní í ár til maí á næsta ári. Brynhildur hefur hlotið verð- laun fyrir barnabækur sínar en á meðal verka hennar eru endur- sagnir Íslendingasagnanna fyrir börn. Joris er fæddur í Hollandi en hefur tekið virkan þátt í myndlist- arlífinu á Akureyri frá því hann flutti til bæjarins árið 1991. - kk Bæjarlistamenn á Akureyri: Brynhildur og Joris valin TILKYNNT UM VALIÐ Brynhildur Þórarins- dóttir tók við blómum úr höndum Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, formanns menning- armálanefndar, en Joris Rademaker var fjarverandi. FRÉTTABLAÐIÐ/KK HUGSAÐ UM HEILSUNA Górilluunginn Kimani, sem býr í dýragarðinum í Boston í Bandaríkjunum, vill halda línunum í lagi og borðar bara grænmeti. Hann er eins og hálfs árs og enn undir verndarvæng móður sinnar Kiki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.