Fréttablaðið - 24.04.2006, Side 16
24. apríl 2006 MÁNUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
Fjölmargir þjást af lesblindu. Hún þarf þó ekki
að koma í veg fyrir að fólki vegni vel. Sjáum hér
dæmi um innlenda og erlenda snillinga á sínu
sviði.
Látnir lesblindir snillingar
Thomas Alva Edison er sagður hafa verið lesblind-
ur. Hann er meðal annars titlaður faðir ljósaper-
unnar og plötuspilarans, ásamt hundruðum ann-
arra uppfinninga sem skipa honum sess sem einn
mesti uppfinningamaður sögunnar. Alexander
Graham Bell er einnig úr þeim hópi en hann fann
upp símann. Bílaframleiðandinn Henry Ford er
talinn meðal lesblindra en hann notaði fyrstur
allra færiband til að fjöldaframleiða bíla. Albert
Einstein var talinn með ofurgreind og hann var
óumdeilandlega mikill frumkvöðull á sínu sviði
og lesblindan aftraði honum ekki. Isaac Newton
var meðal áhrifamestu frumkvöðla sögunnar og
er þekktastur fyrir að uppgötva aðdráttarafl jarðar,
en hann var einnig lesblindur.
Auðkýfingar nútímans
Hinn lesblindi Bill Gates er ótvírætt frumkvöðull í
tölvutækni og það gerði hann að ríkasta manni í
heimi. William Hewlett, stofnandi Hewlett-Pack-
ard tölvurisans er lesblindur sem og Steve Jobs,
stofnandi Apple tölvurisans og maðurinn á bak
við teiknimyndarisann Pixar,
sem framleiddi Toy Story, Bug‘s
Life og núna síðast Finding
Nemo.
Lesblindir ofurleikarar
Tom Cruise er gott dæmi um
lesblindan einstakling sem nær
langt í leiklist, en það er einmitt
grein sem margir lesblindir leita
í, þrátt fyrir að þurfa að lesa mikið í því starfi.
Einnig má nefna Anthony Hopkins, sem frægastur
er fyrir að leika fjöldamorðingjann Hannibal
Lecter, og Will Smith sem er einn fárra sem hafa
náð jafnmiklum frama í tónlist og leiklist að
ógleymdri Agöthu Christie, drottningu leynilög-
reglusagnanna.
Lesblindir landsmenn
Á Íslandi má nefna forsetafrúna
Dorrit Moussaieff, kvikmyndagerða-
mennina Hrafn Gunnlaugsson og
Friðrik Þór Friðriksson, sem báðir
hafa verið gífurlega afkastamiklir
og má segja að þeir hafi farið með
lykilhlutverk í að byggja upp íslenska
kvikmyndagerð. Friðrik Þór er einn af
örfáum Íslendingum sem tilnefndir
hafa verið til óskarsverðlauna.
FBL-GREINING: LESBLINDA SNILLINGA
Edison, Bill Gates og Agataha Christie lesblind
Gyanendra Nepalskonungur
lofaði á föstudag að koma
aftur á lýðræði í landinu,
þar sem mótmæli gegn
alvaldi konungs hafa farið
stigvaxandi undanfarnar
vikur og mánuði.
Spennan í Nepal hefur magnast gíf-
urlega undanfarið, og hefur nú
rúmur tugur manna farist í átökun-
um milli uppreisnarmanna og her-
manna Gyanendra konungs sein-
ustu vikurnar. Gyanendra reyndi á
föstudag að binda enda á mótmælin
með því að lofa að fjölflokkalýð-
ræði yrði aftur komið á í landinu
sem allra fyrst. En skipuleggjend-
ur mótmælanna voru ósáttir við orð
hans, og sögðu loforðið innantómt.
Forsaga mótmælanna
Óeirðirnar má rekja til óánægju
Nepala með konung sinn, en hann
hefur síður en svo átt sjö dagana
sæla síðan hann tók við krúnunni.
Gyanendra var krýndur í júní
2001, eftir mikinn fjölskylduharm-
leik þegar Dipendra krónprins,
drukkinn og á lyfjum, skaut for-
eldra sína, Birendra konung og
Aishwarya drottningu, og sjö aðra
fjölskyldumeðlimi til bana, og
svipti sig svo lífi.
Stjórnmál landsins voru í miklu
uppnámi þegar Gyanendra kon-
ungur komst til valda eftir lát Bir-
endra bróður síns, en uppreisnar-
menn maóista höfðu lengi háð
blóðuga uppreisn gegn konungs-
valdinu. Brást Gyanendra við með
því að reka lýðræðislega kosna rík-
isstjórn landsins í október 2002.
Ári síðar, þegar friðarumleit-
anir fóru út um þúfur, lýsti hann
yfir neyðarástandi í landinu og
sendi hermenn eftir uppreisnar-
mönnunum.
Næstu mánuðina útnefndi kon-
ungur hvern forsætisráðherrann
á fætur öðrum, allt þar til hann
rak stjórnina eins og hún lagði sig
og tók öll völd í sínar hendur í
febrúar 2005. Hann lét loka símum
landsmanna, allt flug lá niðri og
herlögregla ók um götur höfuð-
borgarinnar Katmandú. Hermenn
stóðu vörð við heimili þing-
mannanna sem bolað hafði verið
burtu og forsætisráðherranum
var haldið í stofufangelsi.
Þetta var í fyrsta sinn sem kon-
ungur tók til sín öll völd í Nepal
síðan árið 1991, þegar þáverandi
konungur lét af algjöru einveldi
sínu og Nepalar kusu sér forsætis-
ráðherra í fyrsta sinn. Opinber-
lega gaf Gyanendra þá ástæðu að
Sher Bahadur Deuba forsætisráð-
herra og ríkisstjórnin hefðu ekki
gert nóg til þess að binda enda á
uppreisn maóista, en stjórnmála-
skýrendur töldu að konungurinn
notfærði sér ástandið til að styrkja
stöðu sína, hugsanlega í þeim til-
gangi að skapa algjört einræði í
landinu á nýjan leik.
Konungurinn neitaði þessum
ásökunum harðlega og lofaði að
lýðræði og frið yrði aftur komið á
í landinu innan þriggja ára.
Stjórnir margra landa brugðust
harkalega við valdatöku Gyan-
endra, og í refsingarskyni hættu
Bretland, Indland og Bandaríkin
að útvega nepalska hernum vopn.
Skipulögð mótmæli
Uppreisn maóista hófst árið 1996,
og síðan hafa yfir 13.000 manns
látið lífið í henni. Þrátt fyrir heit
konungs um að stöðva uppreisn-
ina, hefur ekkert lát orðið á átök-
unum. Í lok nóvember í fyrra, eftir
valdatöku konungs, tóku sjö
stærstu stjórnmálaflokkar lands-
ins, þar með taldir maóistar, hönd-
um saman og hófu skipuleg mót-
mæli til að heimta að lýðræði yrði
aftur komið á í landinu.
Gyanendra lofaði almennum
kosningum árið 2007, og í febrúar á
þessu ári boðaði hann til sveitar-
stjórnarkosninga. Þær milduðu þó
síður en svo reiði landsmanna, sem
sögðu kosningarnar vera blekkingu
eina sem ætlað var að friða fáfróð-
an almenning. Fáir mættu á kjör-
stað, en fjöldi manna flykktist hins
vegar á mótmælafundi og síðan þá
hafa óeirðirnar farið stigvaxandi. Á
föstudag mættu um 150.000 manns
á útifundi í Katmandú þótt útgöngu-
bann ríkti í borginni og hafði kon-
ungur skipað hersveitum sínum að
grípa til allra mögulegra ráðstafana
til að stöðva fjöldafundina.
Um kvöldið birtist hann svo á
sjónvarpsskjám landsmanna, lofaði
að endurreisa lýðræði í landinu og
bað leiðtoga helstu stjórnmála-
flokkanna um að tilnefna nýjan for-
sætisráðherra sem allra fyrst. Tals-
menn stjórnmálaflokkanna voru
samt sem áður ósáttir, því konung-
ur varð ekki við kröfum þeirra um
að skipa nefnd sem ætlað væri að
endurskrifa stjórnarskrá landsins.
Um helgina héldu mótmæli
gegn konungi áfram, þrátt fyrir
útgöngubann. Mannfjöldinn reyndi
að brjóta sér leið að höllu konungs
í Katmandú á laugardag, hrópandi
slagorð gegn konungi, en óeirða-
lögregla beitti óspart barsmíðum
til að hindra kröfugönguna. Tugir
manna særðust alvarlega, að sögn
starfsmanna Rauða krossins.
Konungur Nepals lofar lýðræði
LÖGREGLAN BEITIR VALDI Herlögreglan þjarmar að mótmælendum í fjöldamótmælum í Katmandú. Á föstudaginn hét konungurinn að
endurreisa lýðræði í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURT & SVARAÐ
SAMKEPPNI Í FLUGINU
Fleiri ferðast
Samkeppni á flugleiðum til og frá
Íslandi hefur margfaldast með til-
komu Scandinavian
Airlines og British
Airways en fyrir voru
íslensku fyrirtækin
Icelandair og Ice-
land Express. Birgir
Jónsson, forstjóri
þess síðastnefnda,
segir að svo virðist
sem staðan sé að
kakan hafi stækkað.
Áhrif nýju félaganna?
Svo merkilegt sem það er hefur ferða-
mönnum til London fjölgað hjá okkur
þrátt fyrir tilkomu British Airways. Á því
hef ég engar sérstakar skýringar aðrar
en að kakan hafi stækkað. Ferðamenn
eru fleiri og það kemur á óvart.
Hvað breytist gagnvart neytendum?
Þeir verða varir við aukna og betri
þjónustu. Það eru margir um hituna
og gríðarlega mikilvægt að viðskipta-
vinir séu ánægðir því þá koma þeir
aftur og fara ekki annað. Annað sem
breytist er fjölbreytni í áfangastöð-
um og lægra verð. Við höfum verið
að bjóða lág verð og næst bjóðum
við upp á fleiri áfangastaði og betri
almenna þjónustu í vélum okkar.
Verða frekari verðlækkanir?
Það tel ég ólíklegt. Miðað við
rekstarumhverfi flugfélaga nú í ljósi
olíuverðsins og annarra hluta þá
held ég að hægt sé að fullyrða að
lægri gerist verðið ekki.
BIRGIR JÓNSSON
Forstjóri Iceland
Express
© GRAPHIC NEWS
75 km
Ástandið í Nepal alvarlegt
Myndir: Associated PressHeimildir: Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankinn.
1. feb. 2005: Gyanendra konungur
30. apríl: Konungur endar neyðarástandið.
rekur ríkisstjórn sem leidd er af Sher
Bahadur Deuba forsætisráðherra, lýsir yfir
neyðarástandi, tekur sér öll völd og
heitir því að berja niður uppreisn maóistanna.
8. feb.: Bæjarkosningar haldnar að
skipun konungs til að sýna að lýðræði sé
við lýði, en fáir kjósa og margir mótmæla.
14. mar.: Uppreisnarmenn loka götum
í sex daga og stöðva birgðaflæði.
6. apr.: Almennt verkfall hefst,
ofbeldisfull mótmæli breiðast út.
21. apr.: 150.000 manns mæta á fjölda-
mótmælafund í Katmandú þrátt fyrir
útgöngubann. Minnst fjórtán hafa farist
í mótmælunum undanfarna daga.
Konungur lofar að endurvekja lýðræði.
3. sept.: Uppreisnarmenn maóista
tilkynna einhliða vopnahlé.
Júlí: Konungleg andspillingarnefnd
dæmir Deuba í tveggja ára fangelsi fyrir
siðspillingu – hann er leystur úr haldi í
feb. 2006, eftir að nefndin er bönnuð.
22. nóv.: Helstu stjórnmálaflokkarnir
og Maóistar heita samvinnu til að koma
lýðræði aftur á og til að taka völd frá konungi.
2. jan., 2006: Uppreisnarmenn rifta vopnahléi.
1. feb.: Götumótmæli breiðast út um
allt Nepal þegar ár er liðið frá valdatöku
Gyanendra konungs.
Katmandú
K Í N A
I N D L A N D
Uppreisnir
(des. 2005
−jan. 2006)
Gyanendra konungur:
Tók við krúnunni í júní 2001,
eftir að Dipendra krónprins
skaut bróður Gyanendra,
Birendra konung (neðri
mynd) og fjölskyldu hans
til bana og beindi svo
byssunni að sjálfum sér.
Uppreisnar-
menn maóista:
Allt að 15.000
berjast fyrir sósíalísku
lýðveldi. Yfir 13.000 manns
hafa farist í átökum síðan 1996.
N E PA L
Íbúar: 26 milljónir
Þjóðartekjur á mann:
20.000 krónur
BiratnagarJanakpur
Patan
Pokhara
Butwal
Hetauda
Nepalganj
Dhangarhi
Bhaktapur
FRÉTTASKÝRING
SIGRÚN MARÍA KRISTINSD.
smk@frettabladid.is
Svona erum við
>Mannfjöldi við þrjár götur í Reykjavík eftir kyni
karlar
konur
18 22
karlar
konur
13 5
karlar
konur
7 4
Aðalstræti Bankastræti Pósthússtræti
Heimild: Hagstofa Íslands
������ �������
�������������
�����������
���������
����������