Fréttablaðið - 24.04.2006, Síða 18
24. apríl 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Notaðu þína ávísun!
VIKA BÓKARINNAR
Hvaða bækur vilt þú?
Notaðu þína ávísun til bókakaupa,
því lestur er líkamsrækt hugans!
Þann 13. apríl síðastliðinn voru
Staksteinar Morgunblaðsins helg-
aðir meintri fáfræði Ingibjargar
Sólrúnar og Marðar Árnasonar
um varnarmál þjóðarinnar. Þing-
mennirnir höfðu undrast að Morg-
unblaðið virtist búa yfir meiri
upplýsingum um varnarviðræður
Íslendinga og Bandaríkjamanna
en utanríkismálanefnd Alþingis.
Af alkunnri hógværð taldi Stak-
steinahöfundur slíkt ekki óeðli-
legt, þar sem „á ritstjórn Morgun-
blaðsins hefur verið til staðar
meiri þekking á og vitneskja um
varnarmál þjóðarinnar heldur en
hjá Ingibjörgu Sólrúnu, Merði
Árnasyni og forverum þeirra.“
Dálkurinn endaði á þessa leið:
„En auðvitað er hægt að efna til
námskeiðs í upplýsingaöflun fyrir
þau Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð
Árnason. Það mætti kannski bjóða
þeim í hádegisverð?!“
Undirrituðum datt í hug að láta
reyna á boðið, dulbjó rödd sína og
hringdi upp á Mogga, bað um sam-
band við ritstjórann.
„Fyrir hvern er það?“ svaraði
roskin símadama.
„Ég heiti Sæmundur Hólm og
er að hringja hérna frá flokks-
skrifstofu Samfylkingarinnar.“
„Hann Styrmir tekur nú yfir-
leitt ekki símann sjálfur. Er þetta
út af einhverju sérstöku?“
„Já, ég er að hringja fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu og Mörð Árnason,
formann og þingmann Samfylk-
ingarinnar...“
„Ertu að hringja fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu?“
„Já.“
„Það er langbest fyrir hana að
senda honum bara tölvupóst.“
„Ee... Heldurðu að það sé ráð-
legt?“
„Já, já, það er allt öruggt hjá
honum núna.“
„Er það?“
„Já, pósthólfið hans er vaktað
allan sólarhringinn.“
„Já, hún vill nú samt síður
senda honum tölvupóst.“
„Heyrðu, ég skal gefa þér sam-
band við ritarann hans, augna-
blik.“
Þegar hér var komið sögu var
ég orðinn dauðstressaður. Hvað
myndi gerast ef ritarinn sæi í
gegnum símaatið? Mér gafst ekki
tími til að hræðast frekar því nú
heyrðist í huggulegri kvenrödd
sem var ögn yngri en símadaman:
„Hjá ritstjóra.“
„Já, ég heiti Sæmundur Hólm
og er að hringja fyrir Ingibjörgu
Sólrúnu og Mörð Árnason. Það er
út af hádegisverðarboði. Hann...
ritstjórinn skrifaði í blaðið um
daginn að þau væru velkomin í
hádegisverð til sín.“
„Já? Jú. Alveg rétt.“
„Og... Stendur það boð enn
eða...?“
„Já, það held ég. Viltu bíða
aðeins...“
Um stund hlýddi ég á skrif-
borðsklið og stólaskrið. Og muld-
ur mildra radda. Síðan kom hinn
ljúfi ritari aftur í símann.
„Já, hún er velkomin.“
„Ee... Þú meinar Ingibjörg Sól-
rún?“
„Já, hún getur komið ef hún
vill.“
„Já, ég var nú reyndar að tala
um Ingibjörgu OG Mörð.“
„Já? Bíddu aðeins...“
Heyra mátti að hönd var brugð-
ið fyrir tólið í nokkrar sekúndur.
Þar til ritarinn sagði:
„Það er nú eiginlega betra ef
hún getur komið ein.“
„Já, en... Þetta á alls ekki að
verða neinn rómantískur hádegis-
verður, sko.“
Ég stressaðist ögn upp við að
heyra mig segja þetta og datt út úr
karakternum Sæmundi Hólm litla
stund, hélt að ég hefði kannski
gengið of langt. En ritarinn and-
varpaði aðeins stutt og sagði
síðan:
„Nei, nei, þannig að þau vilja
koma tvö?“
„Já. Það er bara spurning hve-
nær,“ svaraði ég, feginn því að
hafa ekki vakið reiði hjá stúlk-
unni.
„Bíddu. Skulum sjá. Það er nú
ekkert laust í þessari viku. Og
næsta vika er ráðherravika hjá
honum. Ég sé að það er ekkert
laust fyrr en 18. maí. Það er þriðju-
dagur.“
„Já, það er nú svolítið seint,“
kvartaði ég. „Er virkilega ekkert
laust fyrr?“
„Því miður.“
„Hvað, er svona vinsælt að
borða þarna?“
„Já, það má segja það,“ svaraði
stúlkan og hló örlítið.
„En hvað með laugardag? Er
ekki hægt að skvísa þeim inn ein-
hvern laugardaginn?“
„Nei, hann er alltaf með fasta á
laugardögum.“
„Pasta?“
„Nei, fasta.“
„Ha? Fastar hann á laugardög-
um?“
„Nei. Þá er hann með fastagest-
ina sína. Þeir koma á laugardög-
um.“
„Nú? Hverjir eru það? Kjartan
og Jón Steinar og þeir?“
Aftur hló ritarinn, en nú með
hneykslunarkeim. „Við gefum
aldrei upp nöfn þeirra sem borða
hérna, rétt eins og hún Ingibjörg
Sólrún getur treyst því að þetta
fari ekki lengra.“
„Hann fer semsagt ekkert með
þetta í blaðið?“
„Nei, allt sem sagt er á þessum
fundum er trúnaðarmál sem fer
ekki lengra. Allar upplýsingar sem
ritstjórinn fær með þessum hætti
eru fyrir hann einan og fara ekk-
ert lengra. Þið getið treyst því.“
„Já, Mogginn er auðvitað þannig
blað. Hann velur sínar fréttir vel.“
Nú varð örlítil þögn í samtalinu
en síðan heyrðist ritarinn and-
varpa áður en hún sagði ögn pirr-
uð: „Hvernig er það? Ætlarðu að
taka 18. maí eða...?“
„Já, ætli það ekki bara. Það er
þá semsagt borð fyrir tvo. Og ef þú
ættir borð við gluggann þá væri
það æðislegt.“
Chez Styrmir – vinsæll veitingastaður
Í DAG
ÚT AÐ BORÐA
HALLGRÍMUR
HELGASON
Aftur hló ritarinn, en nú með
hneykslunarkeim. „Við gefum
aldrei upp nöfn þeirra sem
borða hérna, rétt eins og hún
Ingibjörg Sólrún getur treyst
því að þetta fari ekki lengra.“
Á þessum vettvangi og víðar hefur verið á það bent að þrýst-ingur vex nú mjög á fjármálaráðherra að lækka opinber gjöld á eldsneyti. Þetta eru þekkt viðbrögð þegar á þann veg
stendur að innflutningsverð á eldsneyti hækkar. Þess eru dæmi að
undan slíkum þrýstingi hafi verið látið. Hann kemur því eðlilega
upp á ný.
Neytendum sýnist yfirleitt, í fljótu bragði að minnsta kosti, að
þetta geti verið einföld og sanngjörn leið til þess að mæta kostnað-
arhækkunum. Hagsmunasamtök bifreiðaeigenda gerast jafnan
talsmenn þessa. Þingmenn taka gjarnan undir sjónarmið af þessu
tagi. Það getur átt við hvort heldur þeir eru í röðum stjórnar eða
stjórnarandstöðu.
Þegar meta á hvort skynsamlegt er að bregðast við kostnaðar-
hækkunum á mikilvægri neysluvöru heimilanna með þessum hætti
þarf fyrst að meta hvort bregða eigi á viðfangsefnið mælistiku
skammtíma- eða langtímasjónarmiða. Stundum hefur það verið
talið réttlætanlegt að eyða augljósum skammtímaverðsveiflum á
erlendum eldsneytismörkuðum með tímabundinni lækkun gjalda.
Við ríkjandi aðstæður er fátt sem bendir til þess að erlendar
sveiflur séu að uppistöðu til skammvinnar. Enn fremur er ljóst að
óhjákvæmileg lækkun á verðgildi íslensku krónunnar vegur þungt
í þessu efni. Hvort tveggja gerir það að verkum að skynsamlegt er
að horfa á viðfangsefnið út frá langtímasjónarmiðum.
Þær hræringar sem orðið hafa á gengis- og fjármálamörkuðum
undanfarnar vikur kalla á öguð og markviss viðbrögð stjórnvalda.
Þar verða framtíðarhagsmunir þjóðarbúskaparins, atvinnufyrir-
tækja og neytenda, að sitja í fyrirrúmi.
Markmiðið hlýtur ofar öðru að vera það að koma á jafnvægi á
nýjan leik. Þar fara hagsmunir neytenda og fyrirtækja saman. Í því
sambandi er mikilvægt að greina rétt orsakir þess vanda sem þjóð-
in stendur frammi fyrir. Þar blasa nokkrar einfaldar staðreyndir
við.
Gengi íslensku krónunnar hefur um nokkurn tíma verið of hátt
skráð. Raunveruleg verðmætasköpun hefur ekki staðið að baki
allri þeirri kaupmáttaraukningu sem þjóðin hefur notið. Það hefur
leitt til erlendrar skuldasöfnunar; að verulegu leyti vegna einka-
neyslu. Þegar markaðsöflin hafa knúið krónuna niður stendur þjóð-
in frammi fyrir þeim blákalda veruleika að greiða til baka það sem
eytt hefur verið umfram efni.
Ef við ætlum að skjóta okkur undan því að bregðast við þessum
einföldu staðreyndum er næsta víst að óstöðugleiki og sviptingar
muni halda áfram í efnahagslífinu og að verðbólga verður langvar-
andi en ekki tímabundin.
Bílainnflutningur og þar af leiðandi vaxandi eldsneytisnotkun er
ósmár þáttur umframeyðslunnar. Með allt þetta í huga er skynsam-
legt við ríkjandi aðstæður að gera þær kröfur til stjórnvalda að þau
horfi á viðfangsefnið út frá langtímahagsmunum.
Það þýðir að langtímahagsmunum neytenda jafnt sem atvinnu-
lífs er best borgið með því að stjórnvöld standi fast í ístaðinu og láti
ekki stundarhagsmuni ráða þó að kosningar séu í nánd. Eins og
sakir standa er fremur þörf á meiri tekjuafgangi ríkissjóðs en
minni.
Aðhald í ríkisfjármálum nú getur ráðið úrslitum um hvort hags-
munir almennings verði tryggðir til lengri tíma í kjölfar þess
umróts sem orðið hefur.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Langtímasjónarmið eða skammtímahagsmunir?
Nú gildir að
standa í ístaðinu
AUGL†SINGASÍMI
550 5000Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Beinskeytt viðbrögð?
Stóru flokkarnir sem bjóða fram til
borgarstjórnar í Reykjavík í vor blésu
báðir til blaðamannafunda með litlum
fyrirvara í gær. Sjálfstæðismenn riðu á
vaðið og kölluðu blaðamenn til fundar
við sig kl. 10.40 á sunnudagsmorgni.
Við á Fréttablaðinu veltum því fyrir
okkur hvort þetta væru beinskeytt við-
brögð við niðurstöðum skoðanakönn-
unar okkar sem sýndi að fylgi stóru
flokkanna hafi dalað en
að hinir smærri séu í
sókn. Samfylkingarfólk
og sjálfstæðismenn
segja að svo sé ekki,
þcí fundirnir
hafi löngu
verið
ákveðnir.
Hlaupið í skarðið
Þegar tveir stjórnmálaflokkar halda
blaðamannafundi í Reykjavík á sunnu-
degi þarf ekki vitnanna við um það
að kosningabaráttan er komin á fullan
skrið. Þann rúma mánuð sem eftir
er til kosninga mun þunginn í henni
vaxa dag frá degi. Flokkarnir leitast
nú við að hámarka þá athygli
sem málflutningur þeirra fær
og hlaupa í skarðið á þeim
tíma sem þeir vita að lítið er í
gangi í þjóðfélaginu. Sjálfsagt
verður það fremur regla en
undantekning þær helgar
sem eftir eru til kosninga
að frambjóðendur reyni
með fundarhöldum
eða öðrum útspilum að
ná sem mestri athygli í
umræðunni.
Út úr skugga Davíðs
Grein Illuga Gunnarssonar í Frétta-
blaðinu í gær vakti athygli enda
varð ekki annað séð en að þar væri
fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar að setja sig upp á móti
peningamálastefnu Seðlabankans.
Margir búast við því að Illugi stefni á
þingsæti í kosningunum næsta vor
og að hugur hans standi jafnvel til
þess að leysa tengdaföður sinn,
Einar Odd Kristjánsson, af hólmi
sem þingmann Vestfirðinga. Hvað
sem því líður markar grein Illuga
þau skil á hans ferli að þar stígur
aðstoðarmaðurinn fyrr-
verandi út úr löngum
skugga Davíðs með
meira afgerandi hætti
en áður.
petur@frettabladid.is