Fréttablaðið - 24.04.2006, Síða 49
MÁNUDAGUR 24. apríl 2006 29
HVAÐ ER... VERIÐ AÐ BYGGJA?
Lundarhverfi rís þessa dagana á
mörkum Reykjavíkur og Kópavogs í
Fossvoginum en alls verða byggðar
384 íbúðir þar.
Framkvæmdir hófust í maí á síðasta ári
en þá þurfti meðal annars að ryðja í burtu
fjósi, hlöðu og fleiru. Á árum áður var
þarna bóndabær en síðustu ár hefur á
svæðinu verið starfræktur litaboltagarð-
ur. Í haust hófst síðan gatna- og holræsa-
gerð og er sú vinna langt á veg komin.
Lundarhverfið er byggt upp á sex byggða-
kjörnum og stórum grænum svæðum sem
flæða á milli þeirra.
Hönnuðir íbúðanna eru arkitektarnir
Guðmundur Gunnlaugsson og Gunnar Páll
Kristinsson og burðarþol og lagnir eru í
höndum VSB en flest öll nútíma þægindi
voru höfð að leiðarljósi við hönnun íbúð-
anna. Húsin eru meðal annars klædd með
álklæðningu og sedrusviði á svölum til
þess að tryggja lágmarks viðhald. Íbúðun-
um fylgja einnig stæði í upphitaðri bíla-
geymslu.
Í hverfinu munu alls rísa um 384 íbúðir
sem verður skipt á milli fjölbýlis-, par- og
raðhúsa. Fjölbýlishúsin verða frá tveimur
til tíu hæða og stærð íbúða frá 60 til 200
fermetra. Áætlað er að fyrstu íbúar geti
flutt inn innan 18 mánaða en gert er ráð
fyrir að framkvæmdum ljúki árið 2010 en
í dag er Byggingafélag Gylfa og Gunnars,
BYGG ehf að hefja steypuvinnu.
steinthor@frettabladid.is
Lundarhverfi rís á
rústum bóndabæjar
Tölvuteiknaðar myndir af fjölbýlishúsum sem rísa munu í Lundarhverfi.Frá steypuvinnunni sem nú er nýhafin í Lundarhverfi. Í baksýn er Nýbýlavegur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Kringlunni 4 - 6, 10. hæð • Sími 530 4600 • www.eigna.is
GALTALIND, 4. HERB. ÍBÚÐ Á EFSTU HÆÐ
OG BÍLSKÚR. GLÆSILEGT ÚTSÝNI.
Um er að ræða 130 fm, 4ra herbergja íbúð á 3. hæð með bílskúr í
nýlegu 3ja hæða fjölbýli á þessum vinsæla stað í Kópavogi.
Nánari lýsing: Komið er inn í andyri með fataskáp og rúmgott sjón-
varpshol. Tvö góð barnaherbergi með skáp. Baðherbergi með fal-
legum flísum í hólf og gólf, baðkari, sturtu og fínni innréttingu. Svefn-
herbergi með stórum fataskáp og gengið er út á austursvalir. Rúm-
góð björt stofa og gengið er út á suðvestursvalir með frábæru út-
sýni. Eldhús með fínni innréttingu. Þvottahús er inn af íbúð með hill-
um. Parket er á öllum herbergjum og stofu. Íbúðin er vel umgengin,
Snyrtileg sameign, geymsla, hjóla- og vagnageymsla á neðstu hæð.
Garður mjög snyrtilegur og vel viðhaldinn. Rúmgóður bílskúr og bíla-
stæði þar fyrir framan fylgir íbúðinni og er aðgengi mjög gott.
Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, sundlaug, verslunarmiðstöð.
Toppeign í alla staði á þessum vinsæla stað í Kópavogi. V. 29.9 m.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Eignalistans s. 530 4600
TUNGUSEL 3. HB ÍBÚÐ Á ESTU HÆÐ MEÐ
GLÆSILEGU ÚTSÝNI.
Um er að ræða 88 fm, 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í 4ja hæða fjöl-
býli á góðum stað í Seljahverfi með glæsilegu útsýni.
Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu með stórum fata-
skáp. Herbergi er parketlagt, góður fataskápur og glæsilegt útsýni.
Eldhús er parketlagt, falleg innrétting, mósaik á milli innréttingar,
góð lýsing og glæsilegt útsýni. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf,
falleg innrétting, skápur, baðkar með sturtuaðstöðu. Stofan er park-
etlögð, rúmgóð, einnig er smá borðstofukrókur sem nýtist vel, geng-
ið er út á fínar svalir. Svefnherbergi er með flotuðu gólfi, mjög rúm-
gott og með stórum fataskáp. Sameign er snyrtileg með þvottahúsi,
hjóla- og vagnageymslu, leikherbergi, ásamt sérgeymslu.
Íbúðin var öll tekin í gegn fyrir um 3 árum og er útkoman mjög góð.
Stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla, mjög rólegur og góður stað-
ur fyrir barnafólk. V. 18.5 m.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Eignalistans s. 530 4600
Fr
um
Sigurður Örn Sigurðarson lögg. fasteignas.
Fasteignakaup erlendis hagnaður eða tap?
Ánægja eða vonbrigði?
Námskeið um fasteignakaup erlendis verður
haldið miðvikudaginn 26. apríl kl. 16-19 að
Hótel Sögu, B-sal. Verð kr. 18.000.
• Vissir þú að verð á fasteignum í Evrópu hefur hækkað um 125% sl. 5 ár?
• Vissir þú að kostnaður við kaup á fasteign á Spáni og Frakklandi er frá 10-20%.
• Vissir þú að það má ekki bera leigjanda út í Frakklandi að vetrarlagi, jafnvel þótt
hann hafi aldrei borgað húsaleigu og hafi skemmt íbúðina þína?
• Farið verður yfir hagnýt atriði, sem gagnast öllum sem huga að fasteignakaupum
erlendis
Námskeiðið fjallar um eftirtalin atriði.
Hvaða atriðum þarf að huga að þegar
keypt er fasteign á erlendum mörkuðum.
1. Markmið með kaupunum, fjárfesting eða heimili
2. Bein fasteignakaup - kostir og ókostir.
3. Framgangsmátinn við að kaupa.
4. Nýtt húsnæði eða notað, að hverju þarf að huga
5. Skattaleg atriði, sem hafa þarf í huga
6. Fasteign sem hluti af eignasafni
7. Nokkur algeng mistök sem kaupendur gera
8. Spár um hækkanir á næstu árum.
9. Lánamöguleikar
10. Vaxtakostnaður
11. Hvernig á að setja saman lán til fasteignakaupa. (innlent lán - erlent)
12. Dæmi um útreikning á arðsemi.
Erlendir markaðir sem farið er yfir:
Frakkland, Spánn, Austur Evrópa og nokkrir framandi markaðir.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: www.brynhildur@btinternet.com
Fyrirlesarar: Brynhildur Sverrisdóttir, MBA, hefur mikla reynslu af fjárfestingum
í verðbréfum og fasteignum erlendis.
Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, hdl og löggiltur fasteignasali
Fr
um