Fréttablaðið - 24.04.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 24.04.2006, Síða 61
MÁNUDAGUR 24. apríl 2006 21 Fleytitími er hugtak sem aðeins hefur heyrst undanfarin misseri. Þar er átt við að sá tími þegar fólk hefur vinnu að morgni, eða lýkur henni seinni part dags geti verið „fljótandi“. Þetta þýðir meðal ann- ars að í stað þess að flestir mæti til vinnu kl. 8.00 að morgni (eða 9.00) geti verið um það að ræða að fólk mæti 7.40, 7.50, 8.10, 8.20 o.s.frv. Með þessu móti dreifist álag á umferðarmannvirki jafnar, og minna verður um að bílar gangi í lausagangi, en lausagangur bif- reiða eykur á mengun. Það sem skiptir ekki minna máli er að með þessu komast allir leiðar sinnar á skemmri tíma, og án umferðarhnúta og þeirra streitueinkenna sem geta fylgt þeim. Samfélagslegur kostnaður verður líka minni því að með dreifðari umferð verður þörfin fyrir plássfrek umferðarmann- virki minni, því mannvirkin fá meiri tíma til að skila því verki sínu að koma fólki frá heimili til vinnu og til baka. Fleytitími getur þannig í senn verið mikilvægt skipulagsmál fyrir sveitarfélögin, en um leið stórt umhverfismál. Það þarf að fara að huga að þessum málum á höfuðborgarsvæðinu, og mikil- vægt að það sé gert fyrir svæðið í heild. Þetta er verkefni sem er kjörið samstarfsverkefni sveitar- félaganna, jafnhliða því að vera mikið hagsmunamál fyrir þau öll. Samstarf við samtök launafólks og vinnuveitendur þyrfti vissu- lega einnig að koma til. Minni pen- ingar í flókin umferðarmannvirki þýða meira fé í önnur brýn verk- efni eins og til dæmis grunnskóla og leikskóla. Minna fjármagn í flókin og plássfrek umferðar- mannvirki þýðir meira fjármagn í umhverfisvænar samgöngur eins og strætó, hjólreiðabrautir og göngustíga. Einnig verður þá meira pláss í græn svæði. Færri umferðarteppur þýða væntanlega minna stressaða og ánægðari borgara. Það er hægt að hugsa sér fyrir- komulagið með ýmsum hætti. Annars vegar væri hægt að skipu- leggja eftir hverfum eða póstnúm- erum, eða eftir til dæmis tegund starfsemi (skólar, bankar, opinber þjónusta o.s.frv.). Aðalatriðið er að gefast ekki upp fyrir vaxandi umferðarálagi, sem í meginatrið- um hleðst upp í tvisvar 30 mínútur á dag, með því einu að leggja til sífellda stækkun umferðarmann- virkja, án þess að skoða aðrar leið- ir til hlítar. Vinstri græn vilja umhverfisvæna hugsun í skipu- lags- og samgöngumálum. Fleyti- tími er einn flötur á slíkri hugsun. Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 1. sæti V-lista vinstri grænna í Kópavogi. Brýnt umhverfismál UMRÆÐAN FLEYTITÍMI ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.