Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 70
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR 37.000 MANNS Á AÐEINS 15 DÖG UM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! - JÞP Blaðið ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! - LIB, Topp5.is - Dóri DNA, DV - DÖJ, Kvikmyndir.com STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.10 ICE AGE 2 kl. 6 og 8 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI WHEN A STRANGER CALLS kl. 10 B.I. 16 ÁRA THE HILLS HAVE EYES kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 5.30 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WALK THE LINE kl. 5.30, 8 og 10 THE HILLS HAVE EYES kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 4, 6, 8 og 10 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4, og 6 DATE MOVIE kl. 4 6, 8, og 10 B.I. 14 ÁRA „MANNSKEMMANDI HRYLLINGSMYND“ K.M. - BIO.IS „HREINN VIÐBJÓÐUR“ H.Þ.A. - BIO.IS ,,HOSTEL ER EINS OG DRAUMALANDIÐ Í SAMANBURÐI VIÐ THE HILLS HAVE EYES” J.G.G. SENA Leikarinn Charlie Sheen hefur snúið sér að netinu til að reyna að finna ástina, en hann skildi nýlega við leikkonuna Denise Richards. Sheen hefur skráð sig í paraþjón- ustu á netinu, millionairematch. com og að sögn bandaríska tíma- ritsins Life + Style hefur hann nú þegar dottið í lukkupottinn. „Hann hitti konu á netinu og þau ætla á stefnumót seinna í vikunni. Þau skiptust á tölvupósti og svo hringdi hann í hana. Hún er mjög spennt og segir að þau eigi margt sameigin- legt,“ sagði vinur leikarans. Ást á netinu CHARLIE SHEEN Leitar nú að ástinni á internetinu. Dans- og söngvamyndin Footloose er líklega enn fersk í minni flestra þeirra sem áttu sitt blómaskeið á níunda áratugnum. Myndin sló í gegn árið 1984 og nokkur lög úr henni ruku upp vinsældarlistana og nægir þar að nefna Holding out for a Hero, Footloose og Let‘s Hear It for the Boy. Eðalleikarinn Kevin Bacon vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni en þar dansaði hann af miklum móð við Lori Singer. Söngleikur sem byggður er á myndinni verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu þann 29. júní. Söngleikurinn hefur ekki verið sviðsettur á Íslandi áður og eftir því sem næst verður komist er þessi uppfærsla hans einnig sú fyrsta á Norðurlöndum. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir verkinu en með helstu hlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Jörundur Ragnars- son og Aðalbjörg Árnadóttir. Footloose fjallar um ungan mann, Aron, sem flytur úr stór- borginni til smábæjar. Þar upp- götvar hann sér til nokkurrar skelf- ingar að dans er bannaður þannig að unga fólkið í bænum þarf að leita út fyrir bæjarmörkin til að fá útrás fyrir dansþörfina. Aron sættir sig engan veginn við þetta enda með fiðring í tánum eftir dansæði stór- borgarinnar. Hann rís upp gegn ofríkinu og dansar gegn banninu og fær fyrir vikið fullorðna fólkið og kirkjunnar menn upp á móti sér. Dansað gegn banni DANSHÖFUNDURINN Roine Söderlundh kemur frá Svíþjóð til þess að laða fram stemningu níunda áratugarins í Borgarleikhúsinu. MAKS BETROV Er rússneskur dansari sem leiðir hér leikhópinn en að baki hans glittir í Höllu Vilhjálmsdóttur sem fer með aðalhlut- verkið ásamt Bjartmari Þórðarsyni, Sigurjóni Brink, Aðalbjörgu Árna- dóttur, Írisi Maríu og Ástu Bærings. ROINE SÖDERLUNDH Fer yfir sporin með dönsurum og leikurum sýningarinnar en sýningin verður vitaskuld hlaðin líflegum dans- atriðum. [DVD] UMFJÖLLUN Bandarísku gamanþættirnir Arrested Development eru með allra besta sjónvarpsefni síðustu ára. Þeir voru greinilega of góðir og fyndnir fyrir Bandaríkjamark- að, féllu ekki nógu vel í kramið hjá Kananum og framleiðslu þeirra var því hætt, illu heilli, eftir aðeins þrjá árganga. Harmakvein Evrópubúa með hárfínt skopskyn óma hins vegar enn um álfuna alla. Þættirnir fjalla um hina kolklikk- uðu Bluth fjölskyldu sem leysist endanlega upp þegar fjölskyldu- faðirinn er dæmdur í fangelsi fyrir fjársvik og afkomendurnir þurfa að taka silfurskeiðarnar úr munn- inum og fara að hugsa um peninga, rekstur fjölskyldufyrirtækisins og önnur leiðindi. Systkinin eru fjögur. Þrjú þeirra eru nánast klepptæk en einn sonur- inn, Michael, er með fullum söns- um og það kemur því í hans hlut að reyna að halda sínum nánustu innan marka heilbrigðrar skynsemi. Vita- vonlaust verkefni auðvitað. Geggjuð persónusköpunin er aðall þáttanna en þar er hvert kvik- indi öðru klikkaðra. Frábær leik- hópur túlkar liðið svo með miklum tilþrifum. David Cross er dásam- legur sem óþolandi tengdasonur, Portia de Rossi, sem gerði garðinn frægan í Ally McBeal, gerir eigin- konu hans óborganleg skil og Tony Hale og Will Arnett stela hverri senunni á fætur annarri í hlutverk- um rugluðu bræðranna Buster og Gob. Handrit þáttanna er skrifað af mikilli list og endalausir orðaleikir og kostuleg samtöl verða til þess að það er hægt að marghorfa á sama þáttinn og rekast sífellt á eitthvað nýtt. Leikstjórinn góðkunni Ron Howard er á meðal framleiðenda Arrested Development en hann gegnir einnig mikilvægu hlutverki sögumanns og stendur sig ákaflega vel sem slíkur. Flétturnar eru það margar og flóknar og sögumaður- inn bindur þetta allt saman með skemmtilega hlutlausri rödd. Fyrstu tvær þáttaraðirnar eru komnar út á DVD diskum sem óhætt er að segja að séu hvalreki fyrir alla þá sem kunna að meta úthugsað eðalgrín. Það þarf senni- lega að leita allt aftur til Löðurs til þess að finna fjölskyldu sem jafn- ast á við Bluth fólkið þegar það kemur að tilfinningalegum van- þroska og sjúklegu fjölskyldu- mynstri. Aukaefnið á diskunum eykur enn á ánægjuna en þar er meðal annars að finna atriði sem enduðu á gólfinu í klippiherberginu og viðtöl við leikara og aðstandendur sem varpa skemmtilegu ljósi á þættina og þennan magnaða hóp sem að þeim standa. Þórarinn Þórarinsson Geggjað fjölskyldugrín ARRESTED DEVELOPMENT AÐALHLUTVERK: JASON BATEMAN, PORTIA DE ROSSI, WILL ARNETT, TONY HALE, DAVID CROSS. Niðurstaða: Arrested Development eru með allra besta grínefni sem Bandaríkjamenn hafa gert fyrir sjónvarp. Þættirnir þola endalausa endurskoðun sem gerir þetta DVD safn afskaplega eigulegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.