Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 72

Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 72
32 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 21 22 23 24 25 26 27 Mánudagur ■ ■ SJÓNVARP  19.50 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Fulham og Wigan.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Ensku mörkin á Sýn.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn. FÓTBOLTI Baldur Aðalsteinsson, leikmaður Vals, verður orðinn góður af liðþófameiðslum fyrir sumarið en hann gekkst undir aðgerð á vinstra hné í lok mars- mánaðar. „Ég næ vonandi að byrja að æfa með bolta í næstu viku og þá kemur betur í ljós hvernig staðan er á mér. Ég hef haldið mér sjálfur við en vissulega er þetta mjög slæm tímasetning þar sem svo stutt er í mótið. Það er mikilvægt að taka þátt í undirbúningstíma- bilinu og þá var líka leiðinlegt að komast ekki í æfingaferðina með strákunum,“ sagði Baldur en Vals- menn fóru til Tyrklands en komu heim þaðan um helgina. „Ég verð tilbúinn í fyrsta leik, það kemur ekkert annað til greina. Ég hef lent í þessu áður, þá á hægra hnénu, og þá var ég mjög lengi að ná mér. Liðþófameiðsli eru skrýtin að því leyti að mjög mismunandi er hversu lengi menn eru að ná sér. Aðgerðin heppnaðist þó vel hjá mér og því verð ég orð- inn góður fyrir fyrsta leik,“ sagði Baldur en aðeins eru þrjár vikur í Íslandsmótið þar sem Valsmenn mæta nýliðum Breiðabliks í fyrstu umferð. - hþh Baldur Aðalsteinsson: Að ná sér eftir liðþófaaðgerð BIKAR HAFINN Á LOFT Baldur í sigurvímu í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL ÍSHOKKÍ HM 3. deildar karla í íshokkí hefst í Skautahöllinni í Laugardal í dag en mótinu lýkur um næstu helgi. Vorið 2004 vann Ísland sig upp í 2. deild eftir sigur á heimavelli en féll aftur niður í fyrra. Fyrsti leikur Íslands er klukk- an 20 í kvöld þegar liðið tekst á við Lúxemborg en auk þeirra eru Armenía, Írland og Tyrkland með á mótinu í ár. Það er spennandi vika sem bíður liðanna og áhugamanna um íshokkí en leiknir verða alls tíu leikir frá mánudegi til laugardags. Þetta er í 8. sinn sem ÍHÍ teflir fram landsliði í fullorðinsflokki og í þriðja sinn sem heimsmeistara- keppnin er haldin hér á landi. - hþh Heimsmeistaramót í íshokkí: Fer fram hér á landi í vikunni FAGNA ÞEIR AFTUR? Íslenska landsliðið fagnaði árið 2004 þegar það vann sér sæti í 2. deild. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það var nóg um lokahófsviðræðurnar svokölluðu á föstudaginn þegar Sigurður Þorvaldsson mætti í lokahóf KKÍ. „Ég held að flest liðin hafi sent fulltrúa til sín, af hvaða togi sem það var. Það var mjög gaman að fylgjast með liðunum koma hvert á fætur öðrum,“ sagði Sigurður glaðbeittur en ljóst er að hann er eftirsóttur af nánast öllum liðum deildarinnar. „Ég hef ekkert ákveðið en mér líst til dæmis mjög vel á ÍR. Ég hef oft verið með góða þjálfara, Bárður Eyþórsson er einn af þeim og það má segja að hann sé í uppáhaldi hjá mér hvað þjálfara varðar. Það þýðir þó ekki að ég verði þar enda ber ég mjög sterkar taugar til Snæ- fells líka,“ sagði Sigurður sem ólst upp hjá Breiðholtsliðinu en Bárður þjálfaði hann hjá Snæfell. „Ég er búinn að hugsa um ÍR eftir að Bárður tók við en ég hef ekkert ákveðið í þessum efnum. Mér leið mjög vel í Hólminum og ég hef líka áhuga á að vera þar. Ef Bárður er uppáhaldsþjálfarinn minn þá er Stykkishólmur uppáhalds- bærinn minn,“ sagði Sig- urður sem á von á barni með Öldu Leif Jóns- dóttur, körfuboltakonu. Óvíst er hvar þau munu vera búsett en ljóst er að það kemur til með að ráða miklu þegar kemur að því að Sigurður velji sér lið. „Það er ekki útilokað að við munum búa í Hólminum,“ sagði Sigurður sem er nýkominn heim frá Hollandi þar sem hann spilaði með Woon!Aris ásamt Hlyni Bæringssyni en hann gefur lítið fyrir þjálfara sína hjá liðinu. „Körfuboltahliðin var ekki alveg eins og ég bjóst við. Ég var með tvo þjálfara á þessu tímabili og ég er óhræddur við að segja að hvorugur þeirra yrði ráðinn hjá liðunum hérna heima. Lífið sem slíkt var aftur á móti mjög gott og ég naut dvalarinnar til fullnustu,“ sagði Sigurður Þorvaldsson, eftirsóttasti körfuknattleiksmaður landsins, að lokum. KÖRFUKNATTLEIKSKAPPINN SIGURÐUR ÞORVALDSSON: ER EFTIRSÓTTUR AF ÖLLUM LIÐUM Í DEILDINNI Græddi vel á lokahófsviðræðunum JÚDÓ Spennandi meistaramóti Íslands í júdó lauk um helgina en reynsluboltarnir í Ármanni stóðu uppi sem sigurvegarar í sveita- keppninni eftir æsispennandi úrslitaglímur. Í opnum flokki karla sigraði Bjarni Skúlason úr Ármanni en hann vann einnig í 90 kílógramma flokknum. Jón Þór Þórisson úr JR sigraði í 73 kílóa flokki og Vignir Stefánsson úr Ármanni í 81 kíló- gramma flokki. Þorvaldur Blön- dal, félagi hans úr Ármanni varð Íslandsmeistari í 100 kílóa flokki og gamla kempan Vernharð Þor- leifsson stóð uppi sem sigurvegari í +100 kílógramma flokknum. Gígja Guðbrandsdóttir var kona helgarinnar en hún sigraði í opna flokknum sem og í 70 kíló- gramma flokki. Árdís Steinars- dóttir vann síðan í +78 kíló- gramma flokki kvenna. - hþh Íslandsmeistaramótið í júdó fór fram í íþróttahúsinu í Austurbergi um helgina: Ármann sigraði í sveitakeppninni SKELLUR Gígja Guðbrandsdóttir, í bláum galla, skellir Ingibjörgu Guðmundsdóttur í úrslita- glímunni í opna flokknum. Gígja sigraði í viðureigninni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AZ Alkmaar úr leik Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar komust ekki í meistaradeild- ina á næstu leiktíð en þeir léku í umspili um það gegn Groningen. AZ tapaði fyrri leiknum 3-1 en vann þann síðari 2-1. Það dugði ekki til og því verður félagið að láta sér lynda sæti í UEFA bikar- keppninni. > FH í úrslit deildabikarsins Íslandsmeistarar FH eru komnir í úrslita- leik deildabikars KSÍ eftir sigur á Þór í Fífunni í gær. Ármann Smári Björnsson kom FH yfir með skalla eftir hornspyrnu. FH var betra liðið í leiknum og átti sigurinn skilinn en Þórsurum gekk illa að brjóta sterka vörn Hafnfirðinga á bak aftur. Tryggvi Guðmundsson skoraði svo glæsilegt mark beint úr auka- spyrnu á lokamín- útum leiksins og tryggði FH verð- skuldaðan 2-0 sigur. Í hinum undanúrslita- leiknum mæt- ast Keflavík og ÍBV en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. Úrslitaleikurinn er síðan 1. maí á Stjörnuvelli í Garðabæ. �������������������������������������������������������������� �������� ������ ���������� ������������ ����������� HANDBOLTI Jafnfræði var með lið- unum framan af í gær en fljót- lega tóku Valsstúlkur að hrista stöllur sínar frá Rúmeníu af sér. Berglind Íris Hansdóttir átti frá- bæran dag í marki Vals en hún varði fimmtán skot í fyrri hálf- leik einum og lagði grunninn að góðu forskoti sem var sjö mörk þegar hálfleiksflautan gall, 20- 13. Valsstúlkur réðu þó ekkert við stórskyttuna Alinu Petrache sem var illviðráðanleg allan leikinn og skoraði ellefu mörk. Hún bar af í rúmenska liðinu sem komst ekki í hálfkvisti við frískar Valsstúlkur þegar þær voru upp á sitt besta í gær. Frábærar sóknir og sterk vörn í bland við stórleik Berg- lindar, skiluðu sér í forskot sem allir sáu að gat farið upp í tólf mörk, en Valur tapaði fyrri leikn- um í Rúmeníu 37-25. Í síðari hálfleik náðu Valsstúlk- ur mest níu marka forskoti og frá- bær stemning áhorfenda á pöllun- um skilaði sér í góðri stemningu hjá Val. Hvert einasta sæti sem í boði var í Laugardalshöll var upp- tekið og Valsararar skiluðu sann- kallaðri salsastemmningu af sér, innan sem utan vallar. Aðeins vantaði herslumuninn hjá Valsstúlkum en þær glutruðu niður forskotinu á lokasprettin- um. Að lokum drógrúmenska liðið á forskot Vals þegar markmenn liðsins tóku upp á því að verja almennilega en Valsstúlkur ætl- uðu sér um of og lokatölur urðu 35-28, Val í vil. Frábær sigur sem dugði þó ekki. „Ég er hundfúll að ná ekki meiru út úr þessu en við töpum þessu einvígi í leiknum úti. Við göngum þó stolt frá velli og áttum frábæran leik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við fórum yfir það í hálfleik að markmiðið væri klárlega að komast áfram. Við hefðum alveg getað gert það en klaufaskapur varð til þess að það verður að bíða. Ef við hefðum náð tíu marka forskoti er ég viss um að við hefð- um náð að komast áfram,“ sagði Ágúst sem var svekktur yfir að missa niður níu marka forskotið. „Við ætluðum okkur um of og reyndum að skora tvö mörk í hverri sókn sem kann ekki góðri lukku að stýra. Það er ekkert óeðlilegt en ég er fyrst og fremst stoltur af stelpunum,“ sagði Ágúst Jóhannsson í leikslok. hjalti@frettabladid.is Ævintýri Vals á enda Valsstúlkur komust ekki áfram í úrslitaleik Áskorendakeppni Evrópu þrátt fyrir frábæran leik gegn rúmenska liðinu Constanta í Laugardalshöll í gær. Valur vann leikinn með sjö marka mun, 35-28, en það dugði þeim þó skammt. ÁTÖK Drífa Skúladóttir reynir að brjóta sér leið að marki Constanta en er tekin föstum tökum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁRÆÐNI VALSSTÚLKNA Gríðarlegur dugnaður og áræðni hjá Hlíðarendastúlkum var ekki nóg gegn feykisterku liði Constanta en ekki mátti sjá hvort liðið var atvinnumannalið miðað við leik liðanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.