Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 74

Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 74
 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR34 LYFTINGAR Þorvaldur Kristbergs- son, Borgarnesbollan, bætti marg- frægt unglingamet Íslandsmeist- arans Auðuns Helgasonar í hnébeygju á mótinu í Garðaskóla um helgina. Bollan lyfti 357,5 kíló- um og bætti met Auðuns um 2,5 kíló en fáir töldu að metin yrði nokkurn tíma slegið. Samanlagt lyfti Þorvaldur 882,5 kílóum, í hnébeygjulyftu, bekkpressu og réttstöðulyftu, en hann var óhepp- inn í bekkpressunni þar sem hann lyfti 220 kílóum en ætlaði sér mun meira. Hann varð Íslandsmeistari í -125 kílógramma flokki unglinga en Borgarnesbollan er aðeins 22 ára gömul. Auðunn Jónsson, vann besta afrek karla á mótinu en hann lyfti samanlagt 1040 kílóum. Þetta er í níuna sinn sem Auðunn fer yfir tonnið en hann á best 1117 kíló. Auðunn er að byggja sig upp fyrir heimsmeistaramótið í Noregi og fór því varlega í sakirnar en þrátt fyrir það bar hann höfuð og herð- ar yfir aðra á mótinu. Auðunn býst við nýju heimsmeti í Noregi og miðast allar hans æfingar að því þessa dagana. María Guðsteinsdóttir er sann- kölluð lyftingadrottning Íslands en hún bætti enn eitt metið um helgina. María lyfti samanlagt 475 kílóum en hún er núverandi Norð- urlandameistari og styttist óðum í langþráðan 500 kílóa múrinn hjá henni. Hjalti Úrsús Árnason, móts- haldari, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær, vera mjög ánægður með mótið og hvernig til tókst. „Þetta var glæsilegt mót og áhorfendur létu sig ekki vanta sem er frábært. Það mætir alltaf dyggur hópur til að horfa á sem er ómissandi og gefur íþróttinni aukið gildi og setur skemmtilegan svip á mótin,“ sagði Hjalti Úrsus. Íslandsmótinu verða gerð ítar- leg skil í þættinum Kraftasport, sem sýndur verður Sýn á næst- unni. - hþh Íslandsmótið í kraftlyftingum fór fram í höfuðvígi íþróttarinnar um helgina að viðstöddu fjölmenni: Borgarnesbollan bætti margfrægt met Auðuns HRIKALEG ÁTÖK Borgarnesbollan sjálf á mótinu um helgina. Bollan náði frábærum árangri og bætti sögufrægt Íslandsmet Auðuns Jónssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HNEFALEIKAR Vel heppnað Íslands- mót í hnefaleikum fór fram í mik- illi stemningu á laugardagskvöld- ið þar sem öll umgjörð var til fyrirmyndar. Hnefaleikarnir eru að ryðja sér til rúms í íslensku íþróttalífi eftir að hafa verið leyfð- ir aftur árið 2002 og eru í sífelld- um vexti. Það var Ingrid María Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur sem varð fyrsti Íslandsmeistarinn í hnefaleikum í 53 ár en HR var mjög sigursælt um helgina og eignaðist alls sjö Íslandsmeistara. Stemningin var með besta móti og keppendur voru hvattir áfram af líflegum áhorf- endum sem létu sitt ekki eftir liggja. Undirbúningur fyrir mótið hefur verið mikill en allt var gert til að gera mótið sem veglegast og fór það ekki framhjá nærstöddum í Kaplakrika né áhorfendum Sýnar en mótið var í beinni útsendingu. Hnefaleikafélag Reykjavíkur var eins og áður sagði sigursælast og nældi í alls sjö titla. Hnefaleikafé- lag Hafnarfjarðar, Hnefaleikafé- lag Reykjaness, Hnefaleikafélag Vestmannaeyja og Hnefaleikafé- lag Ísafjarðar nældu í einn titill hvert. Stefán Breiðjörð úr Hnefa- leikafélagi Hafnarfjarðar var val- inn besti boxari kvöldsins. - hþh Íslandsmeistarar karla: Yngri flokkur (19 ára og yngri) Veltivigt - 64-69 kg. Aðalsteinn Halldórsson (HR) Millivigt - 69-75 kg. Sæþór Pétursson (HFV) Léttþungavigt - 75-81 kg. Davíð Rafn Björgvinsson (HR) Þungavigt - 81-91 kg. Egill Jónsson (HR) Eldri flokkur (19 ára og eldri) Léttveltivigt - 60-64 kg. Gunnar Óli Guðjónsson (HR) Veltivigt - 64-69 kg. Þórir Fannar Þórisson (HR) Millivigt - 69-75 kg. Stefán Breiðfjörð (HFH) Léttþungavigt - 75-81 kg. Guðmundur Jónsson (HRn) Þungavigt - 81-91 kg. Lárus Mikael Daníelsson (HFÍ) Íslandsmeistarar kvenna: Fjaðurvigt - 54-57 kg. Ingrid Maria Mathisen (HR) Léttvigt - 57-60 kg. Áslaug Rós Guðmundsdóttir (HR) Fyrsta Íslandsmótið í hnefaleikum í 53 ár var haldið í mikilli stemningu í Kaplakrika á laugardagskvöldið: Hnefaleikafélag Reykjavíkur í sigurvímu BARÁTTAN Í HÁVEGUM HÖFÐ Tveir kvenna- bardagar fóru fram á laugardaginn. Hér er Maríanna Sigurðardóttir úr HAK i bláu og Ingrid María Mathisen í rauðu. Hún er úr HR og fór með sigraði bardagann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HART TEKIST Á Sigurjón Arnórsson úr HR í bláu og Egill Jónasson, einnig úr HR, takast á. Egill fór með sigur af hólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FORMÚLA-1 Hinn sjöfaldi heims- meistari, Michael Schumacher, ók Ferrarifák sínum til sigurs á heimavelli ítalska liðsins á Imola í gær. Þetta var fyrsti sigur Þjóð- verjans á tímabilinu en um leið fimmtánda tímabilið í röð þar sem hann vinnur að minnsta kosti eina keppni. Hann er langt á undan Alain Prost sem gerði slíkt hið sama ellefu sinnum í röð. Þrátt fyrir mikla pressu frá núverandi heimsmeistara, Fern- ando Alonso á Renault, hélt Schum- acher velli en tæpara mátti það ekki standa. Alonso gerði harða hríð að Schumacher sem hægði mikið á sér á tímabili. Alonso var nálægt því að taka fram úr en reynslan skilaði Schumacher fyrstum í mark en hann hélt for- ystunni frá upphafi til enda eftir að hafa verið á ráspól. „Þetta er frábær tilfinning, hvað annað get ég sagt? Þetta hefur verið frábær helgi. Við unnum vel og mikið sem skilaði sér á endanum þar sem við gerð- um nokkur mistök sem hefðu getað verið dýrkeypt. Sem betur fer fór þetta vel,“ sagði Schum- acher en Alonso varð annar og Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya á McLaren þriðji. - hþh Formúla-1: Schumacher á heimavelli Í SIGURVÍMU Schumacher fagnaði sigri sínum vel og innilega. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI „Var við nokkru öðru að búast en ég yrði markahæstur?“ sagði eldhress Logi Geirsson við Fréttablaðið í gær þegar honum var hrósað í hástert fyrir frábær- an leik. Logi bar af í liði Lemgo, skoraði átta mörk í öllum regn- bogans litum, og fann félaga sína ítrekað í sókninni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig mjög góðan leik, hann skoraði fjögur mörk í 30-29 sigri Lemgo á mjög erfiðum útivelli Göppingen. „Við hugsuðum með okkur að eins marks tap til fjögurra marka sigur yrði frábært á þessum ótrú- lega útivelli þar sem fólk er gjör- samlega brjálað. Ef boltinn fer upp í stúku þá færðu hann ekkert aftur. Við erum því sáttir,“ sagði Logi sem var nýbúinn að fá sekt fyrir að tala í símann á meðan leik- menn voru að borða eftir matinn. „Svona er þetta,“ sagði Logi sem tók lífinu með stóískri ró að vanda. Leikurinn var í járnum allan tímann og mátti vart á milli sjá með liðunum. Þau skiptust á að taka forystu og hver mistök voru dýrkeypt en Lemgo náði mest þriggja marka forystu í síðari hálfleiknum eftir að jafnt hafði verið í öllu í fyrri hálfleik. Eftir hálfleik var staðan 14-14 og Lemgo hafði síðan undirtökin í byrjun síðari hálfleiks. Göppingen tókst þó ávallt að koma sterkir til baka og komust yfir áður en Lemgo hafði betur undir lokin. Jaliesky Garcia Padron átti ágætis leik fyrir heimamenn en hann skoraði þrjú mörk. „Við erum mjög ánægðir með þetta. Við vorum skíthræddir fyrir þennan leik enda höfum við ekki sótt gull í greipar Göppingen á þessum velli undanfarin ár, ekki frekar en önnur lið,“ sagði Logi en Lemgo er nú í bílstjórasætinu í viðureigninni. „Það verður erfitt fyrir þá að koma á heimavöllinn til okkar. Ég held að ég geti nánast lofað því að við töpum ekki á heimavelli á þessu tímabili. Við sleppum Evr- ópumeistaratitlinum ekki svo glatt frá okkur. Við erum með reynslu- mikið lið sem þekkir þetta vel og við erum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Við mætum bara í leikinn og gerum okkar hluti, ef það dugir ekki þá veit ég ekki hvað,“ sagði Logi en liðinu hefur vegnað mjög vel að undan- förnu. „Það er mikið sjálfstraust í lið- inu. Við erum nánast með þetta í okkar höndum. Við verðum að spyrja að leikslokum,“ sagði heið- ursmaðurinn Logi Geirsson en síð- ari leikurinn fer fram á heimavelli Lemgo á laugardaginn. hjalti@frettabladid.is Við spyrjum að leikslokum Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru fyrir Lemgo sem lagði Jaliesky Garcia Padron og félaga hans í Göppingen 30-29. Leikurinn var fyrri viðureign liðanna í úrslitum EFH-keppninnar í handbolta. ÖRUGGUR Logi Geirsson var feykilega öruggur í aðgerðum sínum eins og honum er von og vísa. Logi átti sannkallaðan stórleik og dró félaga sína áfram. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI Það verða West Ham og Liverpool sem leiða saman hesta sína í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar þann 13. maí. Leikur- inn fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff en ljóst er að ríkjandi Evr- ópumeistarar eru mun sigur- stranglegri fyrir leikinn. Það var Marlon Harewood sem skoraði eina mark leiks West Ham og Middlesbrough í síðari undan- úrslitaleiknum í gær. Leikurinn var bráðfjörugur og Boro hafði undirtökin en náði ekki að nýta færin sín. Harewood nýtti sér það og skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu með góðu skoti. - hþh Úrslitaleikur FA bikarsins: West Ham gegn Liverpool Evrópukeppni kvenna: VALUR-CONSTANTAXX-XX Mörk Vals: 0-1 Robbie Keane (65.), 1-1 Thierry Henry (83.) Varin skot: Enska bikarkeppnin: MIDDLESBROUGH-WEST HAM0-1 0-1 Marlon Harewood (78.). EFH-keppnin í handbolta: GÖPPINGEN-LEMGO29-30 Logi Geirsson var markahæstur í liði Lemgo með átta mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fjögur. Jaliesky Garcia Padron skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen. Sænski boltinn: HAMMARBY-HALMSTAD0-0 Gunnar Þór Gunnarsson og Pétur Hafliði Mart- einsson spiluðu allan leikinn fyrir Hammarby og Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrir Halmstad. Norski boltinn: STABÆK-ODD GRENLAND1-1 Veigar Páll gunnarsson skoraði mark Stabæk. Danski boltinn: OB ODINSVÉ-SILKEBORG2-1 Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson léku allan leikinn fyrir Silkeborg. ÚRSLIT GÆRDAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.