Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 80

Fréttablaðið - 24.04.2006, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Breyting frá Arctic Trucks E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 4 9 NISSAN PATHFINDER ÆVINTÝRI LÍKASTUR Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.090.000 kr. Verðið á Nissan Pathfinder hefur líklega aldrei verið hagstæðara. Þessi skemmtilegi jeppi er blanda af krafti alvöru fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman er ævintýri líkust og hefur slegið eftirminnilega í gegn. Líttu inn og berðu hetjuna augum! 27.-30. apríl Á NASA við Austurvöll. www.riteofspring.is ���������� ������������������� Borgarbúar og ferðamenn flykkjast í Menningarhúsið í Stokkhólmi til að skoða heljar- stórt líkan af höfuðborg Svíþjóð- ar. Með því að nota ljósmyndir og tölvuútreikninga hefur sænskt hagleiksfólk búið til nákvæmt líkan af höfuðborg Svíþjóðar í hlutföllunum þúsund á móti einum. Í kjallaranum á Ráðhúsi Reykjavíkur er að finna líkan sem einnig hefur laðað að sér marga gesti, en það líkan er af landinu öllu og á því er Reykjavík bara málningarklessa. FYRIR UTAN að vera augnayndi og hagleiksvottur eru líkön til margra hluta nytsamleg. Uppfinn- ingamenn og hönnuðir búa til líkön af hugarfóstrum sínum og gera á þeim ýmsar tilraunir áður en ráð- ist er í að búa til gripina í fullri stærð. BORGARLÍKAN af Reykjavík mundi veita frábæra yfirsýn og mun raunverulegri innsýn í skipulag eða skipulagsleysi höf- uðborgarinnar en fæst með teikn- ingum og jafnvel nýtísku tölvu- grafík á flötum skjá. Uppdrættir af bestu gerð standast ekki sam- anburð við þrívíða eftirlíkingu. Miðað við þau skipulagsslys sem þegar hafa orðið í Reykjavík og þær umdeildu hugmyndir sem settar hafa verið fram um fram- tíðarskipulag veitir sannarlega ekki af því að gera bæði borgar- búum og fulltrúum þeirra í borg- arstjórn kleift að skoða borgina og móta hana með bestu fáanlegu aðferðum. TÖLVUGRAFÍK og teikningar eru ófullkomin hjálpartæki í skipulagsmálum. Líkan af Reykja- vík væri ómetanlegt og mundi sóma sér vel í kjallara Ráðhússins þar sem borgarfulltrúar, borgar- búar og gestir gætu haft það dag- lega fyrir augunum og prófað nýjar hugmyndir með litlum til- kostnaði. Líkanið af Íslandi mundi hins vegar taka sig vel út og draga að sér mikla athygli í snotrum glerskála á Ingólfstorgi – torgi sem hingað til hefur engum til- gangi þjónað nema sem kostnað- arsöm og kuldaleg umgjörð um skyndibitastað. Málningarklessan sem táknar Reykjavík í kjallara Ráðhússins er táknræn fyrir þau fálmkenndu vinnubrögð sem tíðk- ast hafa í skipulagsmálum. Reykjavík á betra skilið en að vera bara ólöguleg klessa. Ekki bara klessa!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.