Fréttablaðið - 07.05.2006, Side 2

Fréttablaðið - 07.05.2006, Side 2
2 7. maí 2006 SUNNUDAGUR Bílvelta Ölvaður ökumaður hlaut minniháttar meiðsli þegar hann velti bíl sínum út af Vesturlandsvegi á móts við Bóndholt í gærmorgun. Að sögn lögreglu var bíllinn óökufær eftir slysið. Sjö teknir Lögreglan í Keflavík stöðv- aði þrjá ökumenn í gær sem voru ekki með beltin spennt. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma undir stýri og tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðar ók var mældur á 121 kílómetra hraða. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Fimm voru teknir með fíkniefni í fórum sínum á Akureyri frá því um miðjan dag á föstudag fram til hádegis í gær. Að sögn lögreglu var um að ræða minniháttar magn af amfetamíni og hassi til eigin neyslu. Um var að ræða svokallaða góðkunningja lögreglunnar. Einnig voru fjörutíu og fimm ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur innan og utan bæjarmarka Akureyrar. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni nyrðra mældist sá sem hraðast ók á 122 kílómetra hraða á klukkustund. Nú fer í hönd tími þar sem mikið er um hraðakstur og því er lögregla vel á verði. - shá Lögreglan á Akureyri: Fimm teknir með fíkniefni RÚSSLAND, AP Breski göngugarp- urinn Karl Bushby og bandarískur félagi hans, Dimitry Kieffer, geta haldið áfram göngu sinni umhverf- is jörðina. Þeir þurfa að greiða sekt fyrir að fara ólöglega inn í Rússland frá Alaska yfir ísi lagt Beringsund í vetur, en þeir verða ekki reknir úr landi. Héraðsdómstóll í Rússlandi felldi niður úrskurð um að þeir skyldu reknir úr landi og fengju ekki að koma til Rússlands í fimm ár. Þótt þeir hafi komið ólöglega inn í landið sagði dómstóllinn engin rök vera fyrir því að þeir hefðu haft eitthvað illt í huga. - gb Göngugarpar í Rússlandi: Verða ekki reknir úr landi ALDRAÐIR Aldraðir Íslendingar, 67 ára og eldri, eiga tæplega 500 milljarða króna í eignum ef marka má upplýsingar sem koma fram í framtölum hjóna og einhleypinga. Eignirnar felast einkum í fast- eignum eða sem nemur tæplega 300 milljörðum samkvæmt fast- eignamati og innstæðum á bönk- um sem nemur tæpum 86 millj- örðum króna. Aldraðir eiga einnig fé í ökutækjum sem samsvarar 20,5 milljörðum króna. Þar er ekki tekið tillit til markaðsverðs. Hlutabréfaeign aldraðra nemur 11,2 milljörðum króna. Rétt er að taka fram að virði hlutabréfaeign- arinnar er reiknuð á nafnverði og gefur ekki rétta mynd af markaðs- verði. Þar getur því verið um van- mat að ræða. Stór hluti af eignum aldraðra felst einnig í eign- arskattfrjálsum verðbréf- um að verðmæti um 28,7 milljarðar króna. Annar stór eignaliður felst í verð- bréfum og útistandandi skuldum eða sem svarar 26,8 milljörðum króna. Aldraðir voru með sam- tals tæplega 69 milljarða í laun árið 2005. Stærstu liðirnir í því eru laun og starfstengdar greiðslur að fjárhæð yfir 19 millj- arðar króna. Þessi liður er lang- stærstur hjá yngsta fólkinu, sér- staklega þeim sem fæddir eru 1935-1939. Greiðslur úr lífeyrissjóðum námu 24,2 milljörðum króna sam- kvæmt framtölum 2005 og greiðsl- ur frá Tryggingastofnun ríkisins námu 19,7 milljörðum króna. Aldraðir, 67 ára og eldri, voru rúmlega 38 þúsund talsins árið 2005, þar af um 15.500 einhleyp- ingar. Ef um hjón er að ræða er farið eftir fæðing- arári þess maka sem er eldri. Ólafur Ólafsson, for- maður Landssamtaka eldri borgara, segir að það séu margir forríkir eldri borgarar til en ekki megi gleyma því að nærri þrjátíu prósent þeirra sem eru veikir og aldraðir eigi ekki íbúðir samkvæmt könnunum heilbrigðis- ráðuneytisins. Það hafi einnig komið skýrt fram að kaupmáttur láglaunafólks og margra ellilífs- eyrisþega hafi aukist minna en annarra. „Ef meðaltalið er skoðað eru það tiltölulega fáir sem eiga mikl- ar eignir þannig að dreifingin verður skekkt. Við erum að berj- ast fyrir þá sem eru með 110-120 þúsund á mánuði. Það eru um 30 prósent lífeyrisþega.“ segir hann. ghs@frettabladid.is ÓLAFUR ÓLAFSSON Aldraðir eiga 500 milljarða í eignum Aldraðir Íslendingar eiga tæpa 500 milljarða í eignum og eru með tæpa 69 millj- arða í laun, samkvæmt framtölum 2005. Formaður Landssamtaka eldri borgara segir að margir vellríkir séu meðal aldraðra og það sé ekkert nýtt. EIGNIR OG TEKJUR ALDRAÐRA 2005 milljarðar Eignir alls 500 Fasteignir 300 Bankainnistæður 86 Ökutæki 20,5 Hlutabréf 11,2 Eignarskattfrjáls verðbréf 28,7 Verðbréf og útistandandi skuldir 26,8 Laun 69 Laun og starfstengdar greiðslur 19 Lífeyrissjóðir 24,2 TR 19,7 AFGANISTAN, AP Herþyrla hrapaði í austurhluta Afganistans á föstu- dag. Tíu bandarískir hermenn voru um borð og létust þeir allir að sögn talskonu Bandaríkjahers. Hermennirnir voru í sendiför vegna aðgerða til að uppræta starfsemi vígamanna Talíbana og al-Kaída við landamæri Pakistans. Rúmlega 20.000 manna herlið er staðsett í vestur- og suðurhluta Afganistans. Málið er í rannsókn. Eins og er bendir ekkert til annars en að um slys hafi verið að ræða. - sdg Þyrla hrapaði í Afganistan: Tíu bandarískir hermenn fórust ÍRAK, AP Óeirðir brutust út í borg- inni í Basra í Írak í gær þegar bresk herþyrla var skotin niður með eldflaugaskeyti. Allir fjórir í áhöfn þyrlunnar létust að sögn lögregluyfirvalda á staðnum en enginn á jörðu niðri. Þyrlan lenti á húsi í miðri borg- inni og mikill fjöldi Íraka þusti að brakinu. Mannfjöldinn fagnaði ákaft þegar þykkur reykjarstrók- ur stóð upp af þyrlubrakinu og er talið að um 250 manns hafi verið á staðnum. Fólkið kastaði grjóti að breskum hermönnum sem komu á vettvang og girtu af svæðið. Kveikt var í þremur brynvörðum farartækjum hermanna með bens- ínsprengjum að sögn vitna. Bresk- ir hermenn skutu af vopnum sínum upp í loftið til að reyna að dreifa mannfjöldanum. Fréttastofan Al-Jazeera og írösk ríkissjónvarpstöð voru með myndatökulið á staðnum og sendu út atburðinn út beint. Til skotbardaga kom milli breskra hermanna og vopnaðra vígamanna og létust fjórir í átök- unum að sögn lögreglu. Basra er í suðurhluta Írak en minna hefur verið um ofbeldi á því svæði held- ur en í höfuðborginni Bagdad og vesturhluta Íraks þar sem mikið hefur verið um árásir gegn borg- urum, lögreglu og her. - sdg BRESKIR HERMENN SKÝLA SÉR MILLI FAR- ARTÆKJA Hópur af Írökum lét grjóti rigna yfir breska hermenn sem girtu af svæðið kringum þyrlubrakið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Óeirðir í borginni Basra í suðurhluta Íraks í gær: Bresk herþyrla skotin niður ELDRI BORGARAR Aldraðir voru með tæplega 69 milljarða í laun á síðasta ári. Ólafur Ólafsson segir að þótt til séu margir forríkir eldri borgarar megi ekki gleyma því að nærri þriðjungur þeirra eigi ekki íbúð. MYNDIN ER ÚR SAFNI GAZASTRÖNDIN, AP Hundruð Palest- ínumanna lögðu niður vinnu og mótmæltu á Vesturbakkanum og Gazaströndinni í gær til að krefj- ast launa sem þeir eiga inni hjá stjórnvöldum í Palestínu. Þetta eru fyrstu merki um óánægju almennings með vaxandi efna- hagskreppu ríkisstjórnar Hamas- samtakanna. Evrópusambandið og Banda- ríkin hættu fjárstuðningi við Pal- estínu eftir að Hamas-samtökin náðu þar völdum, vegna stefnu þeirra um eyðingu Ísraelsríkis sem þeir neita að hverfa frá. Ekki hefur reynst unnt að greiða um 165.000 ríkisstarfsmönnum laun síðustu tvo mánuði. - sdg Mótmæli í Palestínu: Krefjast van- goldinna launa MÓTMÆLAGANGA Gagnrýna stjórnvöld vegna efnahagskreppunnar og niðurfell- ingu fjárstuðnings frá vestrænum ríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Skíðasamband Íslands gagnrýnir harðlega frétt DV í gær en þar var fjallað um smygl á 140 grömmum af kókaíni en birt mynd af Elsu Guðrúnu Jónsdóttur, Íslandsmeistara í skíðagöngu, með fréttinni þrátt fyrir að hún tengist ekki málinu. „Við erum mjög svekktir yfir því að vinnubrögðin skyldu ekki vera betri en þetta og með þessum hörmulegu afleiðingum,“ segir Friðrik Einarsson, fyrrverandi formaður sambandsins, en hann lét af formennsku í gær. „Svo erum við óánægðir með það að sagt var í fréttinni að skíða- kona skuli hafa smyglað inn fíkni- efnum en þessi kona hefur ekki stundað skíði í þrjú ár. Samkvæmt þessu ættu þá nær allir Íslending- ar að vera skíðamenn eða konur. Þetta teljum við vera aðför að skíðahreyfingunni.“ „Við hörmum þessi alvarlegu mistök innilega,“ segir Páll Bald- vin Baldvinsson, ritstjóri DV. Hann segir að blaðamaður hafi haft samband við Elsu Guðrúnu og beðist velvirðingar á mistökun- um. „Þetta kallar á endurskoðun á reglum um vinnslu blaðsins,“ bætir hann við. Mistökin urðu með þeim hætti að myndin af Elsu Guðrúnu birtist þegar nafn stúlk- unnar sem fréttin fjallar um var slegið inn á leitarvef. „Við munum leiðrétta þetta en þar sem næsta blað kemur ekki út fyrr en um næstu helgi fögnum við því að hafa getað komið leið- réttingunni á framfæri í öðrum fjölmiðlum,“ segir hann. Hann segir að notað hafi verið orðið skíðakona þar sem viðkom- andi var þekkt fyrir afrek sín á þeim vettvangi en þvertekur ekki fyrir gagnrýni Friðriks. - jse Skíðasamband Íslands gagnrýnir fréttaflutning DV harðlega: Ritstjóri DV harmar mistök PÁLL BALDVIN BALDVINSSON RITSTJÓRI DV Páll segist harma mistökin og að þau munu kalla á endurskoðun á reglum um vinnslu blaðsins. Haft var samband við Elsu Guðrúnu og hún beðin velvirðingar. SKIPULAGSMÁL Fulltrúar minni- hlutans í bæjarstjórn Garðabæjar hafa lagt fram þá tillögu að bær- inn kaupi sig út úr samningnum sem gerður var við eignarhaldsfé- lagið Klasa um uppbyggingu mið- bæjarins. Tillagan var send til bæjar- ráðs. „Við teljum að eignarhalds- félagið hafi fyrst og fremst áhuga á að fá lóðir fyrir íbúðarblokkir en ekki fyrir starfsemi í mið- kjarna bæjarins,“ segir Sigurlaug Garðarsdóttir ein af flutnings- mönnum tillögunnar. - jse Miðbæjarskipulag í Garðabæ: Vilja hætta við SPURNING DAGSINS? Aðalheiður, er mikið álag á þér? Já, það liggja mörg álög á mér. Aðalheiður Guðmundsdóttir íslenskufræð- ingur hélt fyrirlestur um álög á málþinginu Einu sinni var... sem Félag þjóðfræðinga hélt í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.