Fréttablaðið - 07.05.2006, Side 76

Fréttablaðið - 07.05.2006, Side 76
36 7. maí 2006 SUNNUDAGUR ... að dýrasta uppfærsla á Broadway var sviðsuppfærslan á Disney- myndinni Konungur ljónanna frá 1994. Leikritið var frumsýnt 13. nóvember 1997 og nam kostnaður við uppsetninguna 975 milljónum króna. ... að Óperudraugurinn eftir Andrew Lloyd Webber hefur fengið hæstu miðasölutekjur í heimi. Síðan söng- leikurinn var frumsýndur í október 1986 hafa verið seldir 65 þúsund aðgöngumiðar að verkinu í tuttugu löndum. Miðasölutekjur eru áætl- aðar 250 milljarðar króna. ... að söngleikurinn The Producers hefur hlotið flest Tony verðlaun. Á verðlaunahátíðinni árið 2001 hlaut hann tólf verðlaun en alls fékk verkið fimmtán útnefndingar. ... að afkastamesta söngleikjaskáld allra tíma er Richard Rodgers frá Bandaríkjunum. Hann samdi tón- listina í 51 söngleik og söngvamynd með fjölmörgum meðhöfundum. Ferill hans spannaði sjö áratugi en fyrsta verk hans var You‘d Be Surprised (1920) en það síðasta I Remember Mama (1979). Tónlistin úr verki hans South Pacific hefur verið lengst allra hljómplatna í efsta sæti breska beiðskífulistans, eða í 70 vikur. ... að Chitty Chitty Bang Bang er dýrasta svipsuppfærslan á West End. Það var frumsýnt 16. apríl 2002 í London Palladium leikhús- inu. 775 milljónir króna kostaði að setja upp verkið. Fram að þessu hafði uppfærslan á Cats verið sú dýrasta. ... að skemmstan líftíma söngleiks á West End átti verk byggt á ævi Oscars Wilde. Sýningum á því var hætt eftir frumsýningu 22. október 2004 þar sem aðeins höfðu selst fimm miðar á aðra sýningu verksins sem sett var upp í leikhúsinu Shaw í Lundúnum. ... að launahæsti leikari í söngleik á Broadway er Michael Craw- ford frá Bretlandi sem sagður er hafa fengið 7,6 milljónir króna í vikulaun fyrir að leika Von Krolock greifa í Broadway-uppfærslunni á Vampírudansi. Verkið var frumsýnt í desember 2002 í Minskoff-leikhús- inu í New York. ... að enginn söngleikur hefur verið sýndur jafn víða samtímis og Mamma Mia. Í febrúar 2005 voru tólf uppfærslur á verkinu í gangi. ... að leikgerð Camerons Mackin- tosh á Vesalingunum er það leikverk sem víðast hefur verið á sviðinu á sama tíma en um skeið var verkið sýnt á fimmtán stöðum í heiminum samtímis. ... að indverski leikarinn Laxman Dehpande hefur farið með flest hlutverk leikara í sömu sýningu. Hann lék 52 hlutverk í einleiknum Varhad Nighalay Londonla sem er þrjár klukkustundir að lengd. ... að skemmsti undirbúningur fyrir leikverk er 23 klst. og 30 mín. Það voru leikarar og starfsmenn Dund- ee University Musical Society sem undirbjuggu og sýndu verkið Seven Brides for Seven Brothers í Gard- yne-leikhúsinu í Dundee, Skotlandi í september 2003. Á þessum tíma voru haldnar áheyrnarprufur, valið í hlutverk, æft og búnar til auglýsing- ar og leikmynd. VISSIR ÞÚ? ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.