Fréttablaðið - 07.05.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 07.05.2006, Síða 86
Hljómsveitin Red Hot Chili Pepp- ers gefur út sína níundu hljóðvers- plötu, Stadium Arcadium, á mánu- daginn. Söngvarinn Anthony Kiedis hefur látið hafa eftir sér að platan sé bæði draumkennd og rómant- ísk. „Við ætluðum upphaflega að gera gamaldags plötu í anda Meet the Beatles,“ sagði söngvarinn Anthony Kiedis um nýju plötuna. „Við ætluðum að semja þrettán góð lög og taka þau upp þannig að fólk hefði skotheldan pakka sem það yrði ánægt með.“ Platan varð á endanum tvöföld með 24 lögum, og er fyrsta smá- skífulagið ef plötunni Dani Cali- fornia, sem hefur notið mikilla vin- sælda. Um tíma stóð jafnvel til að platan yrði þreföld með 38 lögum en ekkert varð úr þeim hugmynd- um. Þetta verður í fyrsta sinn sem Red Hot Chili Peppers gerir þrjár plötur í röð með sömu meðlimum en sú síðasta, By the Way, kom út sumarið 2002. Þar á undan gaf hún út Californication 1999, sem mark- aði endurkomu gítarleikarans Johns Fruiscante sem hætti eftir að sveitin gaf út hina vinsælu Blood Sugar Sex Magik. Sú plata var tekin upp í íbúðarhúsi í Holly- wood og ákváðu þeir félagar að endurtaka leikinn fyrir nýju plöt- una. Hefur bassaleikarinn Flea haldið því fram að platan sé sú besta sem sveitin hafi gert. Upptökustjóri Stadium Arcadi- um er Rick Rubin sem hefur m.a. unnið með System of a Down og Beastie Boys. Red Hot Chili Peppers ætlar í umfangsmikla tónleikaferð til að fylgja gripnum eftir. Hefst hún í Evrópu í þessum mánuði og stend- ur þar yfir fram í ágúst. Þá fer sveitin í tónleikaferð um Bandarík- in og spilar m.a. á Lollapalooza- hátíðinni í Chicago þann 5. ágúst. Þess má geta að nýja platan verður fáanleg í takmörkuðu upp- lagi með DVD-mynddisk og ýmsum fylgihlutum. Þessi útgáfa kemur í verslanir á þriðjudag en venjulega útgáfan strax á mánudag. Níunda platan frá Red Hot RED HOT CHILI PEPPERS Hljómsveitin frá Kaliforníu er að gefa út plötuna Stadium Arcadi- um sem er tvöföld. [ BALLET ] UMFJÖLLUN Það var eftirvænting í Austurbæ á fyrstu sýningu James Sewell ball- ethópsins og þegar fyrsti dansar- inn leið inn á sviðið datt allt í dúna- logn. Við tók undarlegt ferðalag með þremur viðkomustöðum. Fyrsta atriðið var klassískast ef svo má að orði komast. Léttleik- andi og glaðlegt dansnúmer með útpældum og fáguðum hópdöns- um í bland við dramatísk sóló. Skiptingarnar voru örar, tónlistin falleg en atriðið varð einskonar kynning á möguleikum hópsins og grunnur sem þau byggðu á og snéru út úr í öðrum atriðum sýn- ingarinnar. Næsta atriði var ógleymanleg reynsla af hálf annarlegum og nútímalegri dansi. Hópurinn hafði skipt um búninga og nú dansaði hann í einhvers konar blöndu af ofbeldi og umhyggju, baðaður í grængolandi ljósi. Allt sviðið var nýtt og á köflum erfitt að fylgja öllum hópnum eftir sem færðist úr sundrung í iðandi einingu eða kaos af líkömum. Fínlegur dans- inn var rofinn með vélrænum hreyfingum og einhvers konar ósjálfræði eða jafnvel skepnuskap en dansararnir sýndu frábær til- þrif, kraft og ögun hver einn og einasti og saman er þessi hópur eins og ævintýri á sviðinu. Þriðja atriðið var lítil saga í anda noir glæpasagnanna þar sem dansarnir tóku sér óvenjuleg hlut- verk og léku með fjölbreytta sviðsmuni og hjálpartæki, Þetta var stórskemmtilegt agað grín en yngsta kynslóð áhorfendanna saup hveljur af kátínu yfir öllu þessu sprelli. Eldri áhorfendur heyrðu söguna einnig útskýrða í laginu sem leikið var undir og þótt hún væri ekki frumlegasta glæpatvist í heimi var þetta smellið og for- vitnilegt. Ég hef aldrei séð halla- mál og skrúfjárn nýtt í jafn hug- vitssamlegum tilgangi. Þessi sýning er fyrirtaks kvöld- skemmtun fyrir alla aldurshópa, sérstaklega fyrir fólk sem langar að kynna sér möguleika danslist- arinnar Ég dreif mig í það minnsta heim og reyndi að dansa við juðara. -khh Háskaleikur í táskóm DANSFLOKKUR JAMES SEWELL Niðurstaða James Sewell sýnir fram á óend- anlega möguleika danslistarinnar í Austurbæ. Tom Cruise viðurkenndi á dögun- um að hann hefði verið nær dauða en lífi eftir „áhættuatriði“ sem hann reyndi á yngri árum. Þegar leikarinn var fjögurra ára lék hann sér með „action-karl“ sem hafði fallhlíf. Cruise taldi sig ekki vera minni mann, festi lak á bakið með reipi og stökk ofan af hús- þaki. „Það eina sem ég man eftir er lendingin, kannski ekki gáfu- legasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina og sem betur fer hef ég þroskast aðeins,“ sagði Cruise í samtali við blaðamenn en hann er á kynningarferðalagi með þriðju myndina um Ethan Hunt og félaga í Mission:Impossible. Leikarinn hefur ávallt krafist þess að leika áhættuatriðin sín sjálfur og segir sagan að þegar skrifa átti handritið hafi höfund- arnir reynt að tóna sig niður til að leikarinn myndi ekki drepa sig. „Ég fer út á ystu nöf og hef alltaf gert það,“ sagði Cruise. „Ég hef brotið sérhvert bein í líkamanum og misst nokkrar tennur,“ bætti hann við. Tom Cruise alltaf verið áhættufíkill HOLMES OG CRUISE Óvíst hvernig eigin- kona Cruise tekur í áhættufíkn heitmanns síns. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Kate Moss ætlar að helga sig fata- hönnun og byrja með nýja línu eftir að ferli hennar á tískupallin- um lýkur. Breska fegurðardísin hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum en samkvæmt talsmanni hennar ætlar fyrirsætan ekki að hefjast handa fyrr en að nokkrum árum liðnum enda telur hún sig eiga nokkur góð ár eftir. „Þetta er bara einn af þeim möguleikum sem hún er að íhuga eftir að ferl- inum lýkur sem verður ekki fyrr en eftir fjögur til fimm ár.“ Kate Moss með fatalínu KATE MOSS Ætlar líklega að einbeita sér að fatahönnun þegar ferlinum lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 2, (400 KR.) 4 og 6 ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 2, (400 KR.) 4 og 6 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 3, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 3 og 6 PRIME kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 3, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 PRIME kl. 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 8 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! „Ég var ónýtur eftir myndina. Hún var svo fyndin“ - Svali á FM957 EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! - SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN! AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA! DOLBY DIGITAL POWER SÝNING Í SMÁR ABÍÓ KL. 23.40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.