Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 10
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri, Mikael Má Pálsson, fyrir að hafa föstu- daginn 3. febrúar staðið að ólög- mætum innflutningi á rúmlega 3,7 kílóum af amfetamíni hingað til lands, ætluðu til söludreifingar og í ágóðaskyni. Efnið flutti hann frá París, en tollverðir fundu það falið undir fölskum botni í ferðatösku hans þegar hann kom til landsins. Ákæran nær til fjögurra ein- staklinga, auk Mikaels Más, sem eiga að baki margvíslegan brota- feril. Auk ofangreinds er Mikael Már ákærður ásamt þremur tæp- lega tvítugum piltum fyrir fíkni- efnalagabrot í janúar síðastliðinn, þar sem hann fékk tvo þeirra til að flytja tæplega hálft kíló af kókaíni frá Amsterdam hingað til lands. Hann fól þeim að útvega einn til- tekinn mann til viðbótar til verks- ins og þar kom þriðji pilturinn inn í málið. Mikael Már hitti svo pilt- ana á óþekktum stað í Breiðholti, veitti þeim nánari leiðbeiningar um ferðina og upplýsingar um óþekktan tengilið í Amsterdam, afhenti þeim flugmiða til farar- innar og peninga til að greiða fyrir fíkniefnin og til uppihalds í ferð- inni. Piltarnir settu sig í samband við tengiliðinn ytra sunnudaginn 22. janúar og fóru síðan með fíkniefn- ið á Hótel Nova í Amsterdam. Þar pökkuðu þeir kókaíninu og fluttu það síðan með sér til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem þeir skiptu því á milli sín, földu það innan klæða og fluttu hingað til lands. Þeir voru teknir af tollinum við komuna til landsins. Mikael Már hefur jafnframt verið ákærður fyrir fíkniefnalaga- brot, umferðarlagabrot og rangar sakargiftir. Hinir piltarnir voru, ýmist hver fyrir sig eða fleiri saman, ákærðir fyrir fíkniefna- lagabrot, innbrot, þjófnaði, eigna- spjöll og umferðalagabrot. Má þar nefna innbrot í húsnæði Extons - Kastljóss, þar sem þeir stálu ýmsum rafbúnaði og tölvubúnaði að verðmæti á áttundu milljón, inn- brot í Hagaskóla, þar sem stolið var skjávarpa að verðmæti á annað hundrað þúsund og bílþjófnað. Gerir Tryggingamiðstöðin kröfu á hendur þremur piltanna að upp- hæð ríflega 4,5 milljónir vegna inn- brotsins í Exton - Kastljós. Ákæran er í þrettán liðum og hefur Mikael Már játað sök í því sem að honum snýr. jss@frettabladid.is Afbrotagengi sætir ákæru Fimm menn voru ákærðir í gær fyrir margvísleg afbrot. Fjórir eru ákærðir fyrir að reyna að smygla ríflega fjórum kílóum af fíkniefnum til landsins. PARÍS Mikael Már var að koma frá París þegar hann var handtek- inn í Leifsstöð með á fjórða kíló af amfet- amíni í fölskum botni á ferðatösku. AMSTERDAM Mikael Már fékk þrjá tæplega tvítuga pilta til að flytja rúm- lega hálft kíló af kókaíni frá Amsterdam til Íslands. LEIFSSTÖÐ Tollgæslan í Leifs- stöð á Keflavíkurflugvelli hefur samtals náð rúmlega fjórum kílóum af fíkniefnum í þessum tveimur málum. FRANKFURT Piltarnir þrír höfðu viðkomu í Frankfurt á leiðinni til landsins. Þar skiptu þeir efninu á milli sín og földu innan klæða. KEYPTU FÍKNIEFNIN Í EVRÓPU NÆRING Rannsóknarstofa í næring- arfræði (RÍN) hefur birt niður- stöður úr rannsókn á mataræði níu og fimmtán ára grunnskólanema en þátttakendurnir voru 366. Helstu niðurstöðurnar eru þær að D-vítamínneysla er ekki nægj- anleg en það er einkum rakið til lít- illar lýsis- og fiskneyslu ungmenna. Lítil fiskneysla getur einnig valdið joðskorti en samkvæmt rannsókn- inni fá 44 prósent fimmtán ára unglinga minna joð en sem nemur meðaltalsþörf. Brauð- og kornmeti er ekki nægjanlega gróft og trefja- ríkt, sem kemur fram í lítilli trefja- neyslu og mikilli neyslu á viðbætt- um sykri. Neysla á sykruðum gosdrykkjum og öðrum sykruðum drykkjum er mjög mikil og hefur lítið breyst frá síðustu könnun. Ávaxta- og grænmetisneysla er um helmingur þess sem Lýðheilsu- stöð ráðleggur og með því lægsta sem gerist í Evrópu. Hún hefur þó aukist frá síðustu rannsókn, sem gerð var veturinn 1992-93. Önnur jákvæð tíðindi eru stóraukin vatnsdrykkja og flestir þátttak- endur (áttatíu prósent) fóru eftir ráðleggingum um neyslu mjólkur- matar. Skýrslan bendir á að nær tuttugu prósent íslenskra barna og unglinga eru of þung og er í skýrslunni hvatt til frekari fræðslu um næringu. - gþg Ungmenni borða of lítið af ávöxtum og grænmeti: Drekka of mikið gos �������������������� ������������������� ����������������������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������������� ������������������ ��������� ���� ����������� �������������������� � ���� ��������� ������������������������������ � ������������������ �������������� �������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������ ��������������������� FIMM ÁKÆRÐIR Fjórir mannanna eru ákærðir fyrir fíkni- efnasmygl en einn fyrir önnur afbrot.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.