Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 12
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR Íbúafjöldi: 1. desember 2005: 903 ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002: Fjöldi íbúa á kjörskrá: 694 Fjöldi greiddra atkvæða: 613 (88,3%) Listi Bæjarmálafélagsins Hnjúka (Á) 197 atkvæði - 2 fulltrúar Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 199 atkvæði - 2 fulltrúar Listi Vinstri manna og óháðra (H) 202 atkvæði - 3 fulltrúar Meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2002-2006 er með Sjálfstæðisflokki (D) og Vinstri mönn- um og óháðum (H). Bæjarfulltrúar Á-lista: Þórdís Hjálmarsdóttir Valdimar Guðmannsson Bæjarfulltrúar D-lista: Ágúst Þór Bragason Auðunn Steinn Sigurðsson Bæjarfulltrúar H-lista: Valgarður Hilmarsson Jóhanna Guðrún Jónasdóttir Hjördís Blöndal KOSNINGAR 2006: Efstu menn Á-lista, Bæjarmálafélagsins Hnjúka: 1. Valdimar Guðmannsson bæjarfulltrúi 2. Jón Örn Stefánsson iðnverkamaður 3. Þórdís Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi 4. Erla Ísafold Sigurðardóttir mannfræðinemi Efstu menn D-lista, Sjálfstæðisflokks: 1. Ágúst Þór Bragason, formaður bæjarráðs 2. Kári Kárason, svæðisstjóri BM 3. Sigurlaug Markúsdóttir öryggisvörður 4. Valgerður Gísladóttir bókari Efstu menn E-lista, Blönduóslista - sameinaðs afls: 1. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar 2. Héðinn Sigurðsson læknir 3. Jón A. Sæbjörnsson framkvæmdastjóri 4. Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri BLÖNDUÓSBÆR Valdimar Guð- mannsson er efsti maður Á-listans. „Þetta leggst bara vel í mig, listinn samanstendur af fólki úr ýmsum áttum sem vill hag bæjarins sem bestan.“ Síðast vantaði Á-listann fjögur atkvæði til að ná þriðja manni, sem hann segir takmarkið nú. Hann segir muninn á listunum aðallega felast í forgangsröð- un verkefna og áherslum í fjármálum. „Við viljum til dæmis fara okkur hægar í stórframkvæmdum en hinir, og leggj- um áherslu á að bæjarfélagið losni úr fjárhagslegri gjörgæslu ráðuneytisins.“ Leikskóla- og grunnskólamál eru líka á forgangslista Á-listans og Valdimar segir að það vanti ný störf í bæinn og líka fólk. „Við höfum ekki staðið vaktina nógu vel í því að ná til okkar störfum.“ Hann segir allt opið um hvað taki við að kosningum loknum. „Við skoð- um alla kosti og látum málefnin ráða.“ Valdimar Guðmannsson Á-lista: Takmarkið er þrír menn Valgarður Hilmarsson leiðir E-lista Blönduóslistans en hann var oddviti H-lista vinstri manna og óháðra síðast. Hann segir muninn á listunum þann að E-listinn hafi breiðari skírskotun. „Það kom upp hugmynd um að ná saman breiðum þverpólitískum lista og það tókst mjög vel.“ Hann segir tíð meirihlutaskipti á kjörtímabilinu hafa skaðað bæinn. „Við þurfum sterkt afl sem gæti náð meirihluta og fólk sem er tilbúið að takast á við erfið verkefni og að vinna saman af bjartýni og heilindum,“ segir hann. E-listinn stillir núverandi bæjar- stjóra Jónu Fanneyju Friðriksdóttur upp í baráttusætið til að freista þess að ná meirihluta. Valgarður segir listann leggja mikið upp úr því að halda vel utan um fjármál bæjarins áfram. „Staðan hefur batnað mikið og útlit fyrir að við getum komið ýmsum verkum í framkvæmd sem hafa beðið.“ Valgarður Hilmarsson E-lista: Stefnt á hreinan meirihluta Ágúst Þór Bragason fer fyrir D-listanum. Hann segir talsverða endurnýjun á listan- um. „Það er mikið af ungu þróttmiklu fólki að koma til starfa og mjög góð stemning í okkar hópi.“ D-listinn er í meirihlutasamstarfi við H-lista en það hefur aðeins varað í rúmt ár; áður var búið að reyna samstarf D- og Á-lista og H- og Á-lista. Samstarfið hefur verið árangursríkt að sögn Ágústs. „Fjármál sveitarfélagsins hafa til dæmis batnað verulega þannig að nú er svigrúm til framkvæmda.“ Hann segir D-listann leggja áherslu á fjölskyldumál. „Við þurfum að endurskoða gjaldskrá leikskólans, til að verða samkeppnishæf við önnur sveitarfélög um fólk.“ Af öðrum áherslumálum nefnir hann frekari uppbyggingu fjarnáms og atvinnumál. „Það þarf alltaf að efla og styrkja þá starfsemi sem hér er fyrir auk þess að leita nýrra tækifæra.“ Ágúst Þór Bragason D-lista: Komið svigrúm til framkvæmda Blönduósbær SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 KOSNINGAR Blönduósbúar hafa búið við frekar óstöðugt stjórnar- far á yfirstandandi kjörtímabili. Þrír listar náðu mönnum inn í bæj- arstjórn síðast og hafa allar útgáf- ur af samstarfi verið reyndar nema samsteypustjórn allra. Nú síðast hafa D-listi sjálfstæð- ismanna og H-listi vinstri manna og óháðra verið í meirihluta en ljóst að svo verður ekki áfram hvað sem úrslitum kosninga líður, sökum þess að H-listinn heyrir sögunni til. Marga af þeim lista er reyndar að finna á Blönduóslistanum, sem er þverpólitískt framboð sem hefur það að markmiði að ná hrein- um meirihluta í bæjarstjórn og teflir bæjarstjóranum fram í bar- áttusætinu. Sú ráðstöfun mælist misjafnlega fyrir hjá forystu- mönnum hinna listanna og ljóst að bæjarstjórinn tekur verulega áhættu með þessu. Annars virðast fjármál bæjar- ins og atvinnumál vera helstu kosningamálin, fjármálin hafa verið erfið og bærinn undir eftir- liti félagsmálaráðuneytisins. Hita- veitan var seld á kjörtímabilinu og vænkaðist hagur Strympu nokkuð við það þannig að menn sjá fram á bjartari tíma. Þó er enn glímt við fólksfækkun og því nauðsynlegt að skapa ný störf í bænum. - ssal Pólitískur órói verið á kjörtímabilinu á Blönduósi: Þrír meirihlutar NISSAN PATHFINDER Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16 PATHFINDER HEFUR VINNINGINN! Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.290.000 kr. Það hefur líklega aldrei verið hagstæðara að kaupa sér alvöru jeppa. Nissan Pathfinder blandar skemmtilega saman krafti fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla. Útkoman hefur slegið eftirminnilega í gegn enda er sama hvaða samanburð þú gerir, Pathfinder hefur vinninginn! Líttu inn og reynsluaktu. E N N E M M / S ÍA / N M 2 16 3 7 Öllum Pathfinder sem keyptir eru fylgja auka 32" dekk, húddhlíf dráttarbeisli og olíukort frá EGO með 50.000 kr. inneign! 230.000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.