Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 30
■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nú þegar útskriftarveislurnar ganga í garð þurfa fleiri en gestgjafarnir að undirbúa veisluhöldin. Kokkarn- ir þurfa einnig að vera vel undir- búnir og vita nákvæmlega hvað er í gangi í hráefni og uppsetningu, því bæði skiptir þetta afar miklu máli til að gera góða veislu enn betri. „Við á Argentínu höfum verið mjög framarlega á þessu sviði í smárétt- um og pinnamat og höfum lagt upp með að bjóða alltaf upp á 100 prósenta gæði í hráefni, og er fjöl- breytnin gríðarleg hjá okkur. Allt frá þessu hefðbundna og upp í hrá- efni eins og hreindýr, kengúru,önd og fleira,“ segir Stefán Magnússon, yfirmatreiðslumaður Argentínu steikhúss. Hann segir þá útfæra veislur eftir óskum hvers og eins því allt sé hægt. Vinsælastar hjá Argentínu eru tapas brauðsnitturnar sem eru ristaðar og skreyttar með brak- andi fersku salati ásamt einhverju sjávarkyns eða kjötmeti. Einnig eru spjótin alltaf vinsæl og er hægt að útfæra þau á ýmsan hátt, en oft- ast sækist fólk eftir grilluðum mat. „Svona matur er svo fjölbreyttur og myndast alltaf góð stemning í veislunni, ég tala ekki um þegar vel viðrar og hægt er að vera úti við og láta sólina gæla við sig og Mið- jarðarhafsstemning myndast,“ segir Stefán. Hægt er að fá upplýsingar um pinna og veislumat á heimasíð- unni argentina.is og mælt er með að fólk panti tímanlega. Stefán lætur hér fylgja með eina góða uppskrift að nauta carpacc- io á tapas brauðsnittu. Best er að undirbúa það kvöldið áður með því að snyrta nautalund eða fille og krydda með salti, pipar og gott er að nota fennel krydd sem gefur gott bragð í kjötið. Nautið er vafið inn í plastfilmu og sett inn á frost yfir nótt svo hægt sé að skera nautið í þunnar sneiðar. Daginn eftir er brauðið (snittu- brauð) penslað með góðri olíu t.d. truffluolíu eða basilolíu, bakað í 10 mín. við 180°C og svo skáskor- ið í sirka 2 cm þykkar sneiðar. Þá er brauðið penslað aftur og sett inn í ofn aftur í u.þ.b. 2 mín. á sama hita til að það verði stökkt. Fallegt er að setja klettasalatið ofan á snittuna og raða nauta- sneiðunum ofan á og síðan er stráð parmesanosti yfir og skreytt, t.d. með kerfli. 300 gr. nautalundir 10 gr maldon salt 8 gr svartur malaður pipar 5 gr fennel malaður 1 stk. snittubrauð ( fást líka frosin ) 1/3 búnt klettasalat 50 gr rifinn parmesan ostur 2.msk trufflu olía Grillaður matur og Miðjarðarhafstemning Smáréttir og snittur eru vinsæll matur í útskriftarveislurnar. Stefán Magnússon yfirmatreiðslumaður Argentínu steikhúss. Maríneraður humar - margarita style í glasi. Túnfisk tatakí og hörpuskelsþynnur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Snittur með nauta carpaccio, kryddjurta- hjúpuðum humri, reyktri andarbringu á selrótarmauki og andalifur og anda-confit. Nautaþynnur með soja-sesamsósu og kikkoman soja, og klettasalati og wasabi. ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.