Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 40

Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 40
12 Eitt af því sem margir útskriftar- nemar hugsa til er útskriftarferðin, það sem haldið er til útlanda ásamt samnemendum sínum í útskrift- arárganginum og haft gaman af lífinu. Ferðirnar eru mjög mismun- andi eftir því hvernig hópurinn er samsettur, hvað nemendurnir vilja helst og hversu stórir hóparnir eru. Langoftast er þó haldið á suðlægar slóðir og er Costa del Sol afar vinsæll viðkomustað- ur. Bjarni Hrafn Ingólfsson hjá Heimsferðum segir að sá staður bjóði upp á allt sem útskriftar- nemar sækjast eftir í slíkum ferð- um, fallega náttúru, fjölbreytta afþreyingu, skemmtilegt nætur- líf, margs konar kynnisferðir og margt fleira. Annar staður sem hefur allt þetta að bjóða og kemur sterkur inn er Mallorca. Þar er Playa de Palma vinsælasti staðurinn. Króatía hefur einnig átt nokkrum vinsældum að fagna og þá helst hjá hópum þar sem djammið er ekki sett í forgang. Þó er þar að finna spennandi næturlíf og ýmiss konar skemmtun. Margir útskriftarhópar vilja heldur fara í borgarferðir en sólar- landaferðir og eru vinsælustu borg- irnar Barcelona, Prag og Búdapest. Þetta á þó helst við hópa sem eru að útskrifast úr háskóla. Þeir sem eru á höttunum eftir góðri gistingu, ódýru verðlagi og fjölbreyttu framboði á skemmt- un og afþreyingu ættu að skoða Búlgaríu sem valkost en sá staður á vaxandi vinsældum að fagna meðal útskriftarnema. Er það ferðaskrif- stofan Terra Nova sem býður upp á ferðir þangað. Einnig bjóða þeir upp á ferðir til Salou á Spáni sem hafa verið vinsælar fyrir nemend- ur í útskriftarferðum enda er þar að finna stærsta skemmtigarð Spánar, Port Aventura, vatnsskemmtigarð- inn Costa Caribe og fallega strönd. Þaðan er einnig stutt að fara til Barcelona. Strendurnar lokka stúdenta Útskriftarnemar fara oftar en ekki í fjörugar útskriftarferðir erlendis ásamt samnem- endum sínum. Sólarstrendur og skemmtilegt næturlíf lokka útskriftarnemana. ■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Það getur verið höfuðverkur að finna rétta gjöf handa útskriftar- nemanum. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir. klassískar útskriftargjafir ... Íslenska orðabókin ætti að vera til á hverju heimili og er því tilvalin gjöf handa nýstúdentum. Stóra orðabókin um íslenska málnoktun er ný og skemmtileg orðabók sem nýtist vel. Það er gaman að eiga góðan Atlas til þess að geta látið sig dreyma um fjarlæg lönd. Flugmiði út í lífið er útskriftargjöf sem klikkar ekki. Málverk og aðrir listmunir falla vel í kramið hjá útskriftarnemum. Munið bara að velja það sem hentar þeim sem á að fá gjöfina en ekki bara það sem ykkur þykir fallegast. Íslandssagan er einkar falleg og skemmtileg bók sem gaman er að eiga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.