Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 42
■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■ Það var létt yfir Vali Gunnarssyni þegar blaðamaður hitti á hann þar sem hann var að læra fyrir próf í Kennaraháskólanum. Hann er nú að ljúka við þriggja ára nám sitt í skólanum. „Fyrsta árið byrja allir á almennri braut en strax á öðru ári á að velja sér kjörsvið. Ég er að klára grunnskólabrautina með íslenskuna sem aðalkjörsvið og svo valdi ég upplýsingatækni sem aukakjörsvið. Þetta er níutíu eininga nám, maður tekur þrjátíu einingar á ári og því tekur þetta þrjú ár í heildina og ég er einmitt að klára þetta núna,“ sagði Valur. Kennarinn hefur þó ekki blund- að í Vali alla tíð þó að móðir hans starfi sem kennari. „Ég tók þessa ákvörðun á lokaári mínu í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Þetta heillaði mig og það er gott að hafa kennaragráðu upp á framtíðina þar sem það vantar alltaf kennara. Ég lenti í mjög góðum bekk, það er ekki mikið um karlmenn í skólanum en á fyrsta árinu voru nítján karl- menn og þar af níu í mínum bekk en það voru fimm bekkir. Það voru allt einstaklega vel hannaðir strák- ar og skemmtilegir og við höfum haldið hópinn.“ Valur segir að námið hafi verið nokkuð skemmtilegt. „Þetta er nátt- úrlega samt bara nám og sumir áfangar eru ekki skemmtilegir eins og gengur og gerist, aðrir eru hins vegar hagnýtir og skemmtilegir,“ sagði Valur sem stefnir á áfram- haldandi nám og ætlar í íslensku í háskólanum. „Svo langar mig að læra kvikmyndafræði og ætla líka í hana. Það eru fjölmargir sem fara beint að kenna og þar á meðal nokkrir af mínum nánustu vinum úr skólanum. Ég ákvað hins vegar að bíða aðeins enda er ég bara 24 ára meðan strákarnir í kringum mann eru komnir nær þrítugu. Ég ætla hins vegar í meira nám og sjá svo til eftir eitt til tvö ár,“ sagði Valur. Hann segir að það sé ekki alveg klárt hvort hann verði kennari en segir líkurnar á því meiri en minni, hvort sem það verði í grunnskóla eða framhaldsskóla. „Ég hef mjög gaman af því að vinna með ungu fólki, ég var að vinna á leikjanám- skeiði en ef ég fer að kenna stefni ég frekar á að gera það í unglinga- deild,“ segir Valur. Með námi hefur hann verið að taka helgarvaktir í íþróttahúsinu í Austurbergi og þá er hann á fullu í íþróttum en hann spilar sem markvörður hjá 1. deildarliði Leiknis í Breiðholtinu. Valur ætlar að halda upp á útskriftina með því að halda veg- lega veislu fyrir vini og vandamenn en hann ætlar þó ekkert að kaupa sér ný föt sérstaklega fyrir það til- efni. „Ég á stórglæsileg jakkaföt sem ég ætla að nota,“ sagði Valur Gunnarsson. Ætlar ekki beint að kenna Valur Gunnarsson er að útskrifast úr Kennaraháskóla Ís- lands en hann ætlar þó ekki að demba sér beint í kennsl- una heldur hyggur hann á áframhaldandi nám. Valur Gunnarsson hefur gaman af því að starfa í kringum ungt fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Námsráðgjafar og kennarar skólans verða til viðtals og geta nemendur innritað sig á staðnum. Nemendur kynna félagslífið í máli og myndum. Gestir geta skoðað húsakynni skólans. Léttar veitingar. Nánari upplýsingar á www.verslo.is og á skrifstofu skólans í síma 5 900 600. • • • • • Umsóknarfrestur er til kl. 24:00 mánudaginn 12. júní http://kynning.verslo.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.