Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 53
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 2006 21 Töluverðu hlutfalli af samveru- stundum fjölskyldunnar er varið í bíl í viku hverri. Þó svo að í flestum tilfellum sé hægt að verja tímanum betur en með þeim hætti gerist það stundum að samveran í bílnum býður upp á óvænt tækifæri. Það gerðist einmitt í bílferð nokkurri allt of seint á mánudagskvöldi á heimleið eftir annasaman dag. Ég var niðursokkin í hugsanir mínar og lagði mig ekki eftir því að fylgjast með samtali sona minna í aftursætinu. En heyri útundan mér að sá yngri segir: „Hvernig varð heimurinn svona?“ Ég tók spurninguna ekki til mín í fyrstu, þá heyrist aftur: „Mamma, hvernig varð heimurinn svona?“ Ég hvái við og segi: „Hvað mein- arðu með svona?“ Þá segir sá eldri: „Hann meinar þannig að karlar fái hærri laun en konur.“ Þessu er augljóslega ekki auðsvarað en ég ákvað af virðingu fyrir forvitni og fróðleiksþorsta sona minna að gera tilraun til að svara og byrjaði því sem næst á byrjuninni. Ég setti fram afar einfaldaða mynd af vinnumarkaði hellisbúa og tók að útskýra verkaskipting- una þannig að konur hefðu verið heima við að sinna börnum og sjúkum auk annarra starfa sem krefðust ekki fjarveru frá þeim, en að karlar hefðu farið til veiða til að fæða fjölskylduna. Svo spurði ég: „Hvort er mikilvægara að passa börnin eða að veiða í mat- inn fyrir fjölskylduna?“ „Auðvit- að að passa börnin,“ er þá sagt í einum kór án þess að hika. Eftir að hafa rætt nánar, með umtals- verðum einföldunum, um það hvernig fjarveran og gjaldmiðill- inn sem fólst í veiðunum færði körlunum völd til ákvarðanatöku uppskar ég mikla samúð með mál- stað kvenna úr aftursætinu. En auk þess var þeim augljóslega brugðið að heyra að það gæti verið eitthvað mikilvægara en að gæta barna. Ég er viss um að hvert einasta barn á þeirra aldri, 6-7 ára, myndi svara með svipuðum hætti og þeir gerðu. Því spyr ég sjálfa mig: Á hvaða tímapunkti, eða öllu heldur við hvaða aldur, breytist forgangs- röðunin? Hvenær verður umsýsla með peninga og eignir mikilvæg- ari en umönnun barna og sjúkra? Þetta samtal var mér mjög mikil- væg áminning um það að ríkjandi gildismat í samfélaginu er ekki náttúrulögmál, það er afsprengi þeirrar forgangsröðunar sem við- gengist hefur í samfélaginu allt of lengi. Forgangsröðunar sem hægt er að breyta. Sýn barna á heiminn er oft bæði ögrandi og afhjúpandi. Sýn barna verður að vera með í mótun sam- félags. Þannig pólitík viljum við vinstrigræn. Pólitík sem fæst við grundvallarspurningar samfé- lagsins í þeim tilgangi að gera samfélagið betra. Pólitík sem spyr spurninga eins og „Hvernig varð heimurinn svona?“ Höfundur skipar 7. sæti V-lista, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Hvernig varð heimurinn svona? UMRÆÐAN LAUNAMUNUR HELGA BJÖRG RAGNARSDÓTTIR Klink fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Nú getur fjölskyldan flogið saman fyrir ódýrara fargjald á manninn en nokkru sinni fyrr. Tilvalið til að bregða sér af bæ, heimsækja afa og ömmu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. 1 kr. aðra leiðina + 739 kr. (flugvallarskattur og tryggingargjald) Þetta einstaka tilboðsfargjald • gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands • er fyrir börn 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • gildir 15. - 30. maí • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu www.flugfelag.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 3 26 48 05 /2 00 5 Það er stutt í að allar varnir bresti gegn verðbólgunni. Er byrjað að bresta. Stýrivextir Seðlabanka Íslands fela verðbólguna í bili með því að falsa gengið. Þetta er byrj- að að láta undan. Bandaríkjadoll- arinn hækkar áfram og hækkar. Mun hækka meira. Húseigendur geta átt von á því alveg á næstunni að lánskjaravísitalan fjúki upp og íbúðareigendur eiga þá ekkert lengur í íbúðum sínum vegna hækkunar vísitölulánanna. Margir telja að lausnin sé að taka upp evruna og meirihluti þjóðarinnar vill það, ef lánskjara- vísitalan fer um leið. Þetta er sagt ómögulegt og allt er blýfast. Engin leið fær sem er einföld og fljót- leg. Hér er bent á leið, þær eru fleiri. Ef Frakkar, sem í dag vilja verja okkur, leyfa okkur bráða- birgðaaðild að seðlabanka sínum þar sem allt er í evrum, erum við komin hálfa leið. Svo þarf ríkis- sjóður okkar að fá evrulán í Kína, sem ríkissjóður okkar tæki og notað væri til að tryggja greiðslur okkar af erlendum lánum, ef einkavæddir bankar okkar bregð- ast. Með þessu fáum við aðgang að evrunni bakdyramegin. Á evrunni er ekki vísitala. Sá draugur væri kveðinn niður með öllu. Þetta er sett fram hér í einföldu formi og er vel hægt án allrar þeirra umræðu og flækju sem enginn skilur í dag. Varnirnar bresta UMRÆÐAN VERÐBÓLGAN LÚÐVÍK GIZURARSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.