Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 54
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 Glæsibæ / Álfheimum 74 / 104 Reykjavík / sími 540-2200 / www.masterbill.is lager innfl uttur í dag OKKAR VERÐ mismunur 3 stk. 4.890.000 3.690.000 1.200.000 5 stk. 5.450.000 4.190.000 1.260.000 1 stk. 5.190.000 4.290.000 900.000 2 stk. 6.150.000 4.490.000 1.660.000 1 stk. 4.190.000 2.990.000 1.200.000 C 200 KOMPR. C 240 C 240 Wagon C 320 C 200 Coupe Nýir Mercedes Benz ef tirársbílar birt með fyrirvara á prentvillum 2 4 Seldir Seldur Næsta þriðjudag 16. maí bjóða AFA - Aðstandendafélag aldraðra og Landsamband eldri borgara til Þjóðfundar í Háskólabíói undir slagorðinu Þjóðarátak um úrbæt- ur í málum aldraðra. Stefán Ólafs- son prófessor í félagsvísindum mun flytja erindi um „Lífskjör aldraðra á Íslandi“. Ragnar Aðal- steinsson hrl. mun í framhaldi stýra fundinum og beina fyrir- spurnum til pallborðs. Við höfum stefnt völdum einstaklingum saman til að leita lausna, ryðja úr vegi hindrunum og hrinda í fram- kvæmd þjóðarátaki um úrbætur í málum aldraðra. Það þarf þjóðar- sátt um þetta átak. Þjóðin þarf öll á því að halda, ekki bara eldri borgarar og aðstandendur þeirra. AFA - Aðstandendafélag aldr- aðra var stofnað þann 26. mars sl. í þeim tilgangi að þrýsta á stjórn- völd um úrbætur fyrir aldraða, strax í dag. Á stofnfundinum var húsfyllir og það þurfum við að endurtaka í Háskólabíói á þriðju- daginn kemur. Á fundinum mun landsmönnum gefast kjörið tæki- færi til að hlýða á vísindalegar staðreyndir um lífskjör aldraðra á Íslandi í dag. Hvert stefnir íslenskt þjóðfélag í velferðarmálum? Verð- ur Ísland velferðarþjóðfélag eftir 20 ár ef við höldum áfram á þess- ari braut skerðinga og skattlagn- inga á lífeyri og grunnframfærslu almannatrygginga? Verður milli- stríðskynslóðin sem byggði upp velferðar- og velmegunarsamfélg- ið sem við hinir yngri njótum í dag, „jörðuð“ af stjórnvöldum sem þurfalingar án þeirrar viðurkenn- ingar og virðingar sem hún á skil- ið? Á heimasíðu AFA, hjaafa.is, er að finna stefnu félagsins en hana má draga saman í þrjú orð: lífs- kjör, búseta og umönnun. Sjálfstæð búseta sem lengst Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er lagt til að heilsueflandi aðgerðir verði auknar svo allir geti búið sem lengst heima. En eins og við vi and- endur og aldraðir virðast ekki treysta á að fá heimaþjónustu og hafa sagt í mín eyru: „Jú þær eru ágætar: ef þær koma; en þær stoppa aldrei neitt, það er hlaupið inn og út; ef hún verður veik er engin send í hennar stað; þegar ég brotnaði og þurfti aðstoð var enga að fá því ég var ekki á þjónustu- lista þeirra.“ Ég þekki ekki þessar aðstæður af eigin raun í dag, en ekki finnst mér þetta lýsa þeirri sveigjanlegu og einstaklingsmið- uðu þjónustu sem stefna ber að. Ég tek fram að þegar móðir mín þurfti á þessari þjónustu að halda fyrir meira en fimm árum leystu vakt- hafandi hjúkrunarfræðingar á næstu heilsugæslustöð málið þó kvöldþjónusta hefði ekki formlega hafist frá stöðinni. Þarna var heimahjúkrun veitt þar sem henn- ar var þörf, þegar hún var nauð- synleg. Mér er ekki kunnugt um að gerð hafi verið þjónustukönnun á heima- hjúkrun og heimilisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en það tel ég vera mjög brýnt. Tala þarf bæði við notendur þjónustunnar og allan almenning til að greina hvað þarf að bæta og hvaða væntingar almenningur hefur til hennar. Svo þarf að skilgreina þjónustuna sem á að vera í boði og upplýsa alla um hana. Mér finnst ekki hægt að sætta sig við að bíða allt að þremur dögum eftir svari um hvort hægt sé að fá þjónustu. Það er langur tími ef viðkomandi bíður á bráða- deild og hefur lokið sérhæfðri læknismeðferð. Getur verið að þrátt fyrir sífelldar yfirlýsingar um að auka eigi þjónustu heima sé aukningin ekki nægjanleg til að forskot náist á stofnanaþjónustuna sem við Íslendingar þekkjum, þrátt fyrir að margir standi agndofa þegar í ljós koma aðstæðurnar sem í boði eru á sumum stofnunum. Getur einhver jafnaldra minna hugsað sér að hafa ekki möguleika á að eiga einkastund með ástvini sínum, þó hann sé sjúkur og þurfi á hjúkr- unarþjónustu að halda? Því trúi ég ekki. Þjóðfundur Framundan eru tvennar kosningar. Þessi mál verða ekki leyst nema bæði sveitarstjórnar- og alþingis- menn leggist á eitt um það. AFA stefnir að því að vekja samfélagið allt, aðstandendur, aldraða og stjórnmálamenn, til vitundar um að aðstandendur aldraðra geta beitt sér saman sem stór þrýsti- hópur. Við erum mörg atkvæði og við erum alls staðar í þjóðfélaginu. AFA sættir sig ekki við að eldri borgarar jafnt sjúkir sem frískir bíði lengur eftir að kjör þeirra og aðstæður batni. Sýnum að blóðið rennur til skyldunnar. Tökum saman höndum og þrýstum á stjórnvöld til aðgerða í stað orða. Mætum öll í Háskólabíó á þriðjudagskvöldið kl. 20:00. Höfundur er ritari AFA - Aðstandendafélags aldraðra. Þjóðarátak í málum aldraðra UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA INGIBJÖRG H. ELÍASDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG HEILBRIGÐISFULLTRÚI Verður millistríðskynslóðin sem byggði upp velferðar- og velmegunarsamfélgið sem við hinir yngri njótum í dag, „jörðuð“ af stjórnvöldum sem þurfalingar án þeirrar viðurkenningar og virðingar sem hún á skilið? Frumvarp iðnaðarráðherra um að leggja niður Byggðastofnun en stofna þess í stað Nýsköpunarmið- stöð Íslands hefur valdið uppnámi í skipulagi byggðamála. Virðast stjórnarflokkarnir vera þar fullkomlega á öndverðum meiði. Flutningur Byggðastofnunar til Sauðárkróks var umdeildur á sínum tíma en engu að síður lofs- verð aðgerð í að færa stjórnsýslu- stofnun út á land. Slíkur flutning- ur er þó aldrei sársaukalaus og er því mikilvægt að ekki sé verið að tjalda til einnar nætur. Binda þarf í lögum heimilið á Sauðárkróki Í frumvarpinu er aðeins sagt að „ráðherra ákveður staðsetningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“. Hvergi er minnst á Sauðárkrók í því sambandi. Þótt ráðherra hafi sagt í ræðu að höfuðstöðvar hinnar nýju stofn- unar verði á Sauðárkróki er það lítil trygging og næsti ráðherra er ekki skuldbundinn af þeirri ákvörðun. Nýsköpunarmiðstöð- inni er m.a. ætlað að stunda rann- sóknir, þekkingarmiðlun og stuðn- ingsþjónustu við atvinnulífið og efla samstarf milli rannsókna- stofnana, háskóla og fyrirtækja. Einmitt í Skagafirði er unnið öfl- ugt rannsókna- og þróunarstarf á þessum sviðum. Tvískinnungur stjórnvalda með staðsetningu Í frumvarpinu um Nýsköpunar- miðstöð Íslands segir einnig: „Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður að grunni til þekkingarset- ur og stefnt er að því að hún teng- ist betur rannsóknastarfsemi háskóla og starfsemi þekkingar- fyrirtækja. Starfsemi stofnunar- innar mun á sama hátt tengjast þekkingarsetrum úti á landi og mun hún stuðla að vexti og við- gangi þeirra. Einkum er horft til uppbyggingar þekkingarsetra á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöð- um enda hefur styrking landshluta- kjarna á þessum stöðum verið eitt af markmiðum byggðaáætlunar stjórnvalda. Háskólasetur Vest- fjarða og þekkingarnet Austur- lands mynda nú þegar kjarna vaxtar í þekkingarsetrum á þess- um stöðum. Háskólinn á Akureyri og sú starfsemi sem fer fram í Rannsókna- og nýsköpunarhúsinu og enn frekari vöxtur rannsókna og nýsköpunarstarfsemi í væntan- legum Tæknigarði er sú umgjörð sem mun mynda kjarna starfsem- innar á Norðurlandi.“ Hvergi er minnst á landshlutakjarnann Sauð- árkrók. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um gildi og mikilvægi þess að Sauðárkrókur verði skil- greindur sem byggðakjarni í byggðaáætlunum og nýsköpunar- starfi hafa stjórnarliðar í Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki verið sinnulitlir um það mikla hagsmunamál. Þessu þarf að breyta. Skilgreina ber Sauðárkrók sem landshlutakjarna. Byggðarannsóknir Háskólans á Hólum Í texta frumvarpsins er sagt tæpi- tungulaust að Akureyri myndi kjarna starfsemi Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands á Norðurlandi. Er að furða þó iðnaðarráðherra, Val- gerði Sverrisdóttur, verði svaraf- átt þegar spurt er hvaða starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar eigi að vera á Sauðárkróki. Þá vekur furðu að hvergi er minnst á samstarf við Hólaskóla eða annað rannsókna- og þróunar- starf sem er kraftmikið í Skaga- firði og ætti í raun að vera ein af meginástæðum fyrir því að Nýsköpunarmiðstöðin verði á Sauðárkróki. Háskólinn á Hólum er jú ein öflugasta byggðarann- sóknastofnun landsins. Taka þarf af öll tvímæli um stað- setningu Sá tvískinnungur sem kemur fram hjá iðnaðarráðherra í mál- efnum Byggðastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar er okkur hér í Skagafirði mikið áhyggju- efni. Kveða þarf afdráttarlaust á um það í lögunum að höfuðstöðv- ar hinnar nýju stofnunar verði á Sauðárkróki og að Háskólinn á Hólum verði aðalsamstarfsaðili hennar í byggðarannsóknum og ráðgjöf. Þar með verði staðfest að bæði höfuðstöðvarnar og öll þungamiðja starfseminnar á Norðurlandi verði í raun á Sauðárkróki. Hér með er skorað á þingmenn Norðvesturkjördæmis að fylgja þessum kröfum okkar Vinstri grænna í Skagafirði eftir á Alþingi. Um Nýsköpunarstöð Íslands á Sauðarkróki UMRÆÐAN NÝSKÖPUNARSTÖÐ BJARNI JÓNSSON SVEITARSTJÓRNARMAÐUR VINSTRI GRÆNNA Í SKAGAFIRÐI ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.