Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 55
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 2006 23
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.636 +0,13% Fjöldi viðskipta: 302
Velta: 5.129 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,00 +1,54% ... Alfesca 3,75 +0,00%... Atorka
5,75 -0,86% ... Bakkavör 48,80 -1,41% ... Dagsbrún 5,10 -0,39% ... FL Group 18,20 -0,55%
... Flaga 3,99 +0,50% ... Glitnir 16,90 -0,59% ... KB banki 773,00 +0,78% ... Kögun 74,50
+0,00% ... Landsbankinn 22,00 -0,90% ... Marel 70,30 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,40
+0,00% ... Straumur-Burðarás 17,20 +0,00% ... Össur 105,00 +0,00%
MESTA HÆKKUN
Actavis +1,54%
KB banki +0,78%
Flaga +0,50%
MESTA LÆKKUN
Bakkavör -1,41%
Landsbankinn -0,90%
Atorka -0,86%
Umsjón: nánar á visir.is
Verkstæðið 10 ára.
INNKAUPAKORT VISA
Nýr dagur – ný tækifæri
Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA
á www.visa.is og hjá öllum bönkum
og sparisjóðum.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna boðar hér
með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður
þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 17 á Grand Hóteli,
Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
Gerð grein fyrir tillögu stjórnar til breytinga á
samþykktum sjóðsins.
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til
setu á fundinum. Tillaga stjórnar liggur frammi
á skrifstofu sjóðsins auk þess sem hægt er að
nálgast hana á heimasíðu sjóðsins www.live.is.
Reykjavík 16. maí 2006
Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna
Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is
Sjóðfélagafundur
Framtíð íslensks efna-
hagslífs var til umræðu á
ráðstefnu í gær. Til leiks
voru kallaðir íslenskir
sem erlendir framámenn
í viðskiptalífi auk emb-
ættismanna. Niðurstað-
an er hófleg bjartsýni.
„Teikn eru á lofti um að það versta
sé að baki. Þegar storminn lægir
mun íslenskt efnahagslíf áfram
verða á meðal þeirra öflugustu og
samkeppnishæfustu í heimi,“ segir
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra. Hann flutti ávarp við upp-
haf ráðstefnu viðskiptatímaritsins
Economist um íslenskt efnhahags-
líf á Hótel Nordica í gærmorgun.
Ráðstefnuna sátu rúmlega 120 inn-
lendir og erlendir gestir og hlýddu
á erindi fulltrúa viðskiptalífs,
stjórnsýslu og umhverfisverndar-
samtaka.
Í ræðu sinni áréttaði Halldór að
alþjóðastofnanir á borð við Efna-
hags- og framfarastofnunina
(OECD) og Alþjóðagjaldeysissjóð-
inn, auk alþjóðlegra matsfyrir-
tækja líkt og Moody’s og Standard
& Poor’s, gerðu sér grein fyrir
góðum horfum hér og benti á að
landið væri meðal fremstu þjóða
þegar að samkeppnishæfi kæmi. Á
ráðstefunni kom svo fram í máli
hans að tímabært væri að endur-
skoða lög sem bönnuðu fjárfest-
ingu í sjávarútvegi.
Ráðstefna Economist var hald-
in fyrir fólk í stjórnunarstöðum
fyrirtækja, stjórnmálamenn og
sérfræðinga á sviði efnahagsmála.
Tímaritið heldur slíkar ráðstefnur
víða um heim, en þetta var í fyrsta
sinn sem blaðið stendur fyrir slíkri
ráðstefnu hér.
Í umræðuhópi erlendra fjár-
festa þar sem fjallað var um stöðu
Íslands í alþjóðlegu viðskiptaum-
hverfi var nokkur samhljómur.
„Mál manna var að Íslendingum
væri nauðsynlegt að auka fjöl-
breytni til þess að jafna út vaxtar-
sveiflur í efnahagslífinu,“ sagði
Neil Prothero, ritstjóri gagnaöfl-
unardeildar Economist, og taldi
svigrúm til frekari vaxtar annarra
greina en stóriðju, svo sem í lyfja-
framleiðslu, banka- og ferðaþjón-
ustu. „Fulltrúar atvinnulífsins eru
ekki áhyggjufullir en eru á varð-
bergi vegna núverandi stöðu
íslensks efnahagslífs. Best er að
lýsa afstöðu þeirra á þann veg að
menn séu hóflega bjartsýnir. Það
ríkir skilningur á því að hægja
mun á hagvextinum en það verður
engin brotlending,” sagði hann
einnig.
olikr@frettabladid.is
FORSÆTISRÁÐHERRA Á RÁÐSTEFNU ECONOMIST Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt
ræðu við upphaf ráðstefnu Economist. Hann segir íslenskt efnahagslíf áfram verða meðal
þeirra öflugustu í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hófleg bjartsýni á ráð-
stefnu um efnahagslífið
MARKAÐSPUNKTAR...
Töluverðar hækkanir voru á ávöxtunar-
kröfu bæði verðtryggðra og óverðtryggðra
skuldabréfa í gær. Í Vegvísi Landsbankans
segir að hækkanirnar megi að einhverju
leyti rekja til vaxtahækkana á erlendum
skuldabréfamörkuðum.
Kínverski renminbi-gjaldmiðillinn styrktist
í gær gagnvart Bandaríkjadollara og
náði sínu hæsta gildi í meira en áratug.
Kínverski seðlabankinn ákveður daglega
gengi renminbis út frá skilgreindri
gjaldeyriskörfu og má renminbi síðan
sveiflast um 0,3 prósent frá því gildi
innan dagsins.
Greining Glitnis telur að Seðlabanki
Íslands muni hækka stýrivexti sína um
0,75 prósentustig á fimmtudag en þá er
vaxtaákvörðunardagur hjá bankanum.
Gangi spáin eftir munu stýrivextir fara í
12,25 prósent.