Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 56
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Um helgina varð Þjóðminjasafn Íslands í hópi fjögurra safna sem hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur frá Evrópuráði safna. Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður er að vonum í sjöunda himni með upp- skeruna. „Við metum þessa viður- kenningu mikils. Hún skiptir máli fyrir Þjóðminjasafnið, safnalíf á Íslandi og þá sem starfa við menning- arstarf á Íslandi,“ segir Margrét. Það er Evrópuráð safna sem veitir viðurkenninguna og sóttust sextíu evrópsk söfn af öllum stærðum og gerðum eftir viðurkenningunni þetta árið. „Evrópuráð safna er stofnun sem metur árangur safna í Evrópu árlega og þarf hvert safn að fara í gegnum tveggja ára matsferli. Hver þjóð tilnefnir safnið og var það Safna- ráð Íslands sem tilnefndi Þjóðminja- safnið í tilefni enduropnunar þess árið 2004.“ Matsferlið er viðamikið og kom meðal annars matsnefnd hingað til lands og gerði úttekt á starfsemi safnsins. „Allir þættir safnsins voru metnir, allt frá gæðum sýninga, and- rúmslofti í safninu og viðmóti til safn- gesta til faglegs innrastarfs og rekst- urs. Sérstaklega er þó horft til nýmæla í safnstarfi sem geta verið öðrum söfnum til eftirbreytni og stuðlað að framförum í evrópsku safnastarfi.“ Sérstæða Þjóðminjasafnsins var að mati Evrópuráðsins hversu vel er tekið á móti gestum safnsins. „Talað var um að gott viðmót til gesta og aðgengi fyrir alla væri almennt haft að leiðarljósi við gerð sýninga og skipulagningu safnsins. Við fengum sérstakt hrós fyrir aðgengið og hvern- ig tekið væri tillit til allra hópa í sýn- ingunum, barna, fjölskyldna, erlenda gesta og svo framvegis.“ Einnig voru metnar sérstaklega tilraunir for- svarsmanna Þjóðminjasafnsins til að tvinna saman fortíðina og nútímann. „Safn á ekki bara að vera spegill for- tíðar og sögu heldur líka spegill sam- tímans. Metnaður okkar er því að hafa áhrif á safngestina okkar og ekki bara segja þeim frá sögunni.“ Segja má að nú sé Þjóðminjasafnið að uppskera ríkulega fyrir þau sex ár sem endurbætur stóðu yfir og safnið var lokað almenningi. „Fólk áttaði sig kannski ekki á því að þegar safnið var lokað stóð yfir mikið uppbyggingar- tímabil. Verið var að endurskoða alla þætti starfseminnar, sem fleiri hundr- uð manns komu að. Ef við hefðum ekki tekið okkur þennan tíma hefði bara verið tjaldað til einnar nætur og við ekki fengið þessa viðurkenningu. Nú erum við að uppskera fyrir þolin- mæðina og erum fyrir vikið að kom- ast í fremstu röð.“ ANDY KAUFMAN (1949-1984) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég hef aldrei í lífi mínu sagt brandara.“ Heitustu aðdáendur gamanleikarans Andy Kaufman trúa enn að lát hans hafi einungis verið sviðsbrella og að hann muni snúa aftur. MERKISATBURÐIR 1836 Edgar Allan Poe giftist þrettán ára gamalli frænku sinni, Virginíu. 1901 Skip sekkur skammt austur af Heimaey og tuttugu og sjö manns farast. 1942 Fyrsta ríkisstjórn Ólafs Thors tekur við völdum. 1966 Karnabær er opnaður í Reykjavík. Verslunin hefur mikil áhrif á tísku unga fólksins. 1983 Vikublaðið Andrés Önd kemur út á íslensku í fyrsta sinn. 2003 33 látast og hundrað særast í hryðjuverkaárás í marokkósku borginni Casablanca. 2005 Kúvæskar konur hljóta kosningarétt. JARÐARFARIR 11.00 Sigrún Eiríksdóttir, Eiríks- götu 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu. 13.00 Gissur Elíasson hljóð- færameistari, Laufásvegi 18, Reykjavík, verður ANDLÁT Aðalsteinn Guðjónsson lést mánudaginn 1. maí. Útför hefur farið fram. Ágústa S. Jónsdóttir Rosario, (Dúva), lést á heimili sínu, 8100 Mona Avenue, Norfolk WA 23518, miðvikudaginn 10. maí. Útför fer fram í Norfolk, Virginu, Bandaríkj- unum. Bjarnþór Karlsson, Einimel 19, Reykjavík, lést laugardaginn 13. maí. Erla Cortes, Æsufelli 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni fimmtudagsins 11. maí. Guðrún Ólöf Þór, Kópavogsbraut 4, er látin. Gunnar Sigurðsson, Kleppsvegi 94, Reykjavík, lést miðvikudaginn 10. maí. Hrefna Bergmann Einarsdóttir, Bústaðavegi 83, lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 12. maí. Íva Bjarnadóttir, Sóltúni 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut sunnudaginn 14. maí. Jóhann Sigurðsson, Kórsölum 5, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 1. maí. Útför fór fram í kyrrþey. Kristján S. Júlíusson, Barðastöð- um 7, Reykjavík, lést á Landspítal- anum föstudaginn 12. maí. Marilyn Hollander Solvason lést á heimili sínu í Howell, New Jersey, Bandaríkjunum, miðvikudaginn 3. maí. Útför hefur farið fram. Tómas Tómasson, Hjaltabakka 8, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. maí. Þennan dag árið 1920 gerði Benedikt páfi fimmtándi Jóhönnu af Örk að dýrðlingi. Jóhanna var bóndadóttir og fékk fjórtán ára gömul köllun til að fara fram og krýna Karl krónprins Frakka konung í Rúðuborg og sameina Frakkland undir hans stjórn. Á þessum tíma stóð hundr- að ára stríð Frakka og Breta sem hæst og tók Jóhanna virkan þátt í hernaðnum. Hún leiddi franska heri til sigurs við borgina Orléans sem Englendingar sátu um. Allan tímann hélt hún fram að guðleg öfl leiddu hana áfram og réðu ráðleggingum hennar til yfirstjórnar Frakk- lands. Henni tókst að láta krýna Karl krónprins konung yfir Frakklandi og tók hann nafnið Karl sjöundi. Skömmu eftir krýn- inguna í Rúðuborg var Jóhanna tekin höndum af Englendingum og frönsk- um samstarfsmönnum þeirra. Réttað var yfir henni í fjóra mánuði með þeirri niðurstöðu að Jóhönna væri sek um villutrú. Hún var við brennd á báli aðeins nítján ára gömul. ÞETTA GERÐIST > 16. MAÍ 1920 Jóhanna af Örk tekin í tölu dýrðlinga ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: HLÝTUR EVRÓPSKA VIÐURKENNINGU Uppskera þolinmæðinnar MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR Á þeim sex árum sem safnið var lokað almenningi var unnin mikilvæg undirbúningsvinna sem Margrét segir að nú sé verið að verðlauna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Íva Bjarnadóttir Sóltúni 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 14. maí á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar. Dóra Kristín Halldórsdóttir Kristján Þórðarson Gyða Halldórsdóttir Guðjón Reynir Jóhannesson Viðar Halldórsson Ragna Bogadóttir Edda Magndís Halldórsdóttir Kristinn Jóhann Sigurðsson Björn Halldórsson Kristín Bjarnadóttir Sigrún Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sædís Sigurbjörg Karlsdóttir frá Bóndastöðum, Hjaltastaðaþinghá, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13.00. Hörður Rögnvaldsson Margrét Elísabet Harðardóttir Andrés Þórarinsson Ingibjörg Harðardóttir Ólafur Tryggvi Mathiesen Katrín Rögn Harðardóttir Jón Þór Daníelsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, bróðir, stjúpfaðir og afi, Jóhannes Víðir Sveinsson frá Siglufirði, Austurbergi 18, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 3. maí. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 17. maí kl. 13.00 frá Fossvogskirkju. Róbert Logi Jóhannesson Dagný Stefánsdóttir Sæunn Jóhannesdóttir Heiðar Feykir Anna Björk Hjörvar Alexander Feykir Heiðarsson Edda Guðbjörg Sveinsdóttir Arnar Sveinsson Þórhallur Sveinsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Erla Cortes Æsufelli 6, Reykjavík, sem lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að morgni 11. maí, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Gunnar J. Árnason Soffía Karlsdóttir Kristinn H. Árnason Snorri Örn Árnason Ásdís Ásbjörnsdóttir Kristín Björg Cortes Guðrún Cortes og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Gissur Elíasson hljóðfærasmíðameistari, Laufásvegi 18, Reykjavík, lést á LHS í Fossvogi, að morgni 7. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni Reykjavík þriðjudaginn 16. maí kl. 13.00. Elías Ragnar Gissurarson Vera Snæhólm Þórdís Gissurardóttir Sverrir Þórólfsson Hákon Örn Gissurarson Valdís Kristinsdóttir Hjördís Gissurardóttir Geir Gunnar Geirsson Magnús Þórarinn Gissurarson Anna Ágústa Hauksdóttir Ásdís Gissurardóttir Ragnar Th. Sigurðsson afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sif Áslaug Johnsen Hrísmóum 1, (áður Holtagerði 65) lést föstudaginn 12. maí á Landspítala - háskólasjúkra- húsi Fossvogi. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 24. maí kl. 13.00. Lárus Johnsen Atlason Nanna Guðrún Zoëga Guðmundur Halldór Atlason Atli Helgi Atlason Dóra Elín Atladóttir Birgir G. Bárðarson barnabörn og barnabarnabörn. jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.00 Kristín Bæringsdóttir fyrrum húsfreyja á Tilrauna- stöðinni að Keldum verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju. 13.00 Ólafur Þórðar Friðriksson Hjartar verður jarðsunginn frá Seljakirkju. 13.00 Sædís Sigurbjörg Karls- dóttir frá Bóndastöðum, Hjaltastaðaþinghá, verður jarðsungin frá Hafnarfjarð- arkirkju. 14.00 John Joseph Cramer, Hæðargötu 10, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju. 15.00 Bára Björnsdóttir, Hraun- hvammi 4, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.