Fréttablaðið - 16.05.2006, Side 60
16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Í Gerðubergi stendur yfir sýning
þriggja alþýðulistamanna en einn
þeirra, listamaðurinn og skrúð-
garðyrkjumeistarinn Guðjón Stef-
án Kristinsson, sýnir þar forláta
vegghleðslu sem hann gerði sér-
staklega fyrir sýninguna. Guðjón
Stefán er landskunnur fyrir vegg-
hleðslur sínar, sem yfirleitt eru úr
grjóti og torfi, en hleðslan sem
prýðir lóð Gerðubergs er hlaðin úr
grjóti og gleri.
„Ég er að gera tilraunir með
þetta og sýna þannig samspil
skugga og birtunnar í glerinu.
Glerið framkallar alveg magnaða
birtu, eins og ef við myndum hlaða
vegg og hluti hans væri glerstykki
yrði það eins og að horfa ofan í
hafið, birtan sem myndast er eins
og þegar sólin brýtur hafflötinn
og grjótið sem snertir jaðra glers-
ins býr líka yfir dálitlu dulmagni.“
Guðjón kveðst vera með hugmynd
um miklu stærri og magnaðri
skúlptúr í huganum sem kannski
komist á teikniborðið. Inni í safn-
inu sýnir hann voldugar andlits-
myndir höggnar í rekavið. „Ég
hegg líka í stein, grágrýti og gabb-
ró, ef tíminn leyfir hegg ég í fleira
og geri meira en þetta er nú bara
svona í hjáverkum eftir vinnuna á
kvöldin,“ segir listamaðurinn.
Í Bogasal Gerðubergs sýnir
Ketill Larsen málverk og kallar
sýningu sína „Andblæ frá öðrum
heimi“ en málarinn Jón Ólafsson
sýnir portrettmyndir í salarkynn-
um safnsins undir yfirskriftinni
„Kvunndagsfólk.“ Sýningarnar
standa til 10. september. - khh
Alþýðulist í ýmsum myndum
GUÐJÓN STEFÁN KRISTINSSON Hleður birtu
og skuggum í skúlptúrvegg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA