Fréttablaðið - 16.05.2006, Síða 61
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 2006 29
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MAÍ
13 14 15 16 17 18 19
Þriðjudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
20.30 Léttsveit Reykjavíkur
heldur tónleika í Langholtskirkju.
Stjórnandi Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir.
■ ■ LEIKLIST
20.30 Heimspeki- og menn-
ingarfélag Menntaskólans á
Akureyri sýnir leikritið Fyrir lukt-
um dyrum eftir Jean-Paul Sartre í
samvinnu við Leikklúbbinn Sögu
í Deiglunni á Akureyri. Leikstjóri
Skúli Gautason.
■ ■ SÝNINGAR
15.00 Uppákomur og listamanna-
spjall í menningarmiðstöðinni í
Skaftfelli. Listafólkið Amalia Pica,
Geirþrúður Hjörvar, Tine Meltzer,
Mieke van de Voort og Ryan
Parteka kynna list sína.
■ ■ LISTAHÁTÍÐ
17.00 Norðurlandahraðlestin í
Borgarleikhúsinu. Leiklestur á verk-
um sem tilnefnd eru til Norrænu
leiklistarverðlaunanna.
20.00 Við erum öll Marlene
Dietrich FOR, Íslenski dans-
flokkurinn sýnir verk eftir Ernu
Ómarsdóttur og Emil Hrvatin.
20.00 Útvarpsþátturinn A Prairie
Home Companion verður tekinn
upp í Þjóðleikhúsinu.
■ ■ LJÓÐAKVÖLD
20.00 Skáldspírukvöld í
Iðuhúsinu við Lækjargötu á vegum
Lafleur útgáfunnar. Gestur kvöldins
er Emil Hjörvar Petersen sem les
úr eigin verkum.
Lögreglukór Reykjavíkur heldur
vortónleika í Grafarvogskirkju á
miðvikudagskvöldið og hitar upp
fyrir söngferðalag sem kórinn
stefnir að í austurvegi. Kórinn fær
góða gesti til liðsiðsinnis á tónleik-
unum og munu Raggi Bjarna,
Jónsi og Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson meðal annars troða upp
með piltunum.
Kynnir verður Felix Bergsson
en meðleikarar þau Pálmi Sigur-
hjartarson, Aðalheiður Þorsteins-
dóttir, Gunnar Hrafnsson og bræð-
urnir Iouri og Vadim Fedorov.
Stjórnandi Lögreglukórsins er
Guðlaugur Viktorsson.
Söngferðin er farin í tilefni af
sjötíu ára starfsafmæli kórsins og
munu félagarnir taka þátt í nor-
rænni tónlistarhátíð í St. Péturs-
borg og sækja heim Dom Kultura,
félagsheimili lögreglunnar þar í
borg. Einnig er fyrirhugað að kór-
inn komi fram í rússneska sjón-
varpinu. Síðan er förinni heitið til
Tallinn í Eistlandi þar sem kórinn
tekur þátt í norrænu-baltnesku
karlakóramóti.
Tónleikarnir í Grafarvogs-
kirkju hefjast kl. 20. - khh
Lögreglumenn á faraldsfæti
LÖGREGLUKÓRINN SETUR STEFNUNA Í AUSTUR Fær frábæra gesti á vortónleikum í Grafar-
vogskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR