Fréttablaðið - 16.05.2006, Side 62

Fréttablaðið - 16.05.2006, Side 62
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 „Við erum þessa dagana að semja fullt af lögum og fólk mun heyra frá okkur í sumar,“ segir Guð- mundur Steingrímsson, hljómborðs- leikari hljómsveitarinnar Ske. Mannabreytingar hafa orðið hjá sveitinni því nýverið gekk söngv- arinn Höskuldur Ólafsson til liðs við hana. Höskuldur gerði garðinn frægan með rappsveitinni Quarashi fyrir nokkrum árum en hefur lítið haft sig í frammi á tónlistarsviðinu síðustu ár. „Hann kemur með ferska strauma inn í bandið, Höskuldur er bæði góður melódíusmiður og afbragðs söngvari,“ segir Guð- mundur, sem þvertekur fyrir að nýi maðurinn hafi reynt að pranga rappáhrifum upp á sveitina: „Nei, enda er rappið búið. Höskuldur er bara brillíant söngvari.“ Guðmundur segir þá félaga hafa æft stíft að undanförnu en ekki enn bókað sig á tónleika í sumar. Hann býst við því að hljóm- sveitin reyni að taka upp nýtt efni með haustinu. „Það er nýr tónn í þessum lögum en við höldum samt okkar helstu höfundareinkennum. Það er aðeins öðruvísi handbragð á þessu núna.“ Tvær þekktar söngkonur hafa sungið með Ske, fyrst Ragnheiður Gröndal en nú síðast Ágústa Eva Erlendsdóttir. Hún hefur aftur á móti verið upptekin í hlutverki Silvíu Nætur undanfarið og Guð- mundur segist lítið vita um afdrif hennar. „Ágústa er horfin af yfir- borði jarðar, hún hefur breyst í aðra manneskju. Ég veit ekki hversu langt það ferðalag verður þannig að eins og staðan er í dag leggjum við bara upp með Hössa sem söngvara.“ Ske hefur líka fengið nýjan trommara. Sá er frá Liverpool og heitir Paul Maguire. Hann hefur helst unnið sér það til frægðar að vera trommari hljómsveitarinnar The La‘s sem átti smellinn There She Goes á níunda áratugnum auk þess sem hann lék um tíma með Echo and the Bunnymen. „Hann er mágur Björns Jörundar og er fastur í þeirri glötuðu vinnu að byggja Hringbrautina en fær útrás á trommunum með okkur. Hann er flottur stílisti á tromm- urnar og kemur með afbragðs Liverpool-hreim inn í bandið.“ Leysir Ágústu Evu af hólmi HÖSKULDUR ÓLAFSSON Fyrrverandi rappari úr Quarashi hefur tekið við söngvarastöð- unni í hljómsveitinni Ske. Nýtt safnbox með Björk Guð- mundsdóttur kemur út 27. júni. Nefnist það Surrounded og hefur að geyma allar þær sjö sólóplötur sem Björk hefur gefið út í Bretlandi. Allar plöt- urnar eru í endurhljóðbland- aðri útgáfu. Á hinni hlið hverrar plötu er síðan DVD-mynddiskur með myndböndum við lögin. Björk gefur út safn BJÖRK Söngkonan Björk Guðmundsdóttir gefur út safnbox hinn 27. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Silvía Nótt undirstrikaði að hún er ekki barnastjarna þegar hún mætti á súlu- prýdda næturklúbbinn Salon Oriental í helsta skemmtanahverfi Aþenu- borgar í fyrrakvöld. Silvía var í stuttum kjól, sokka- böndum og á háum hælum. Hún baðaði sig í kastljósi fjölmiðla þar sem hún lá með sígarettu í munnvikinu uppi í rúmi sem beið hennar á næturklúbbnum. „Förum að dansa,” hrópaði hún til Rómaríós við komuna á staðinn. Örfáum mínútum fyrr kom hún akandi í Ferrari-sportreið, hund- elt af ljósmyndurum og kvik- myndatökumönnum. Hún lét það ekki á sig fá og fór rakleitt niður stigann í klúbbinn með vininum Peppe auk Rómaríós. Hún sagði við Fréttablaðið á leiðinni niður stigann að Eurovision væri hörkupúl enda kom í ljós að koman á skemmtistaðinn var í þeim til- gangi að leyfa grísku sjónvarps- stöðunni Antenna 1 að mynda hana. „Undirbúningurinn hefur verið erfiður, mjög erfiður, skilurðru. En ég er Silvía, þú veist, og ég vil vera með fólkinu mínu og vera góð við það,” sagði stjarnan. Sker- andi hávaðinn mætti henni, en sig- urlag Helenu Paparizu úr Eurovi- son í fyrra, My Number One, var á fóninum. Silvía fór rakleitt að rúmi í enda skemmtistaðarins. Þar lá hún með Rómaríó og Peppe um stund, hoppaði um og skemmti sér. Hún stóð síðan upp, gekk að plötu- snúðinum og heimtaði að fá lagið sitt leikið. Það gekk ekki eftir. Peppe sagði á skemmtistaðnum að hann ætti alltaf auka orku í djammið. „Ég veit ekkert af hverju ég er í þessu partíi, kannski af því að ég elska lífið og mig langar að vera þar sem fólkið er.“ Hann sagðist þó vonast til að hitta stelp- ur. „Það er ekki erfitt að krækja í mig.” Atriðið var sýnt síðdegis í gær á grísku sjónvarpsstöðinni Antenna 1. Þáttastjórnandinn vildi kynna Silvíu fyrir grísku þjóðinni, en hún hefur vakið athygli hér í Eurovision, aðallega eftir að móðga Grikki á fyrstu æfinunni í O.A.K.A. höllinni. Grikkirnir töldu að hún hefði sagt þeim að fara til fjandans, þegar hún sagði það við einn sviðsmanninn. „En hún baðst afsökunar og það er gott,” sagði Athanasios Klonopoulos, sem sá um Silvíu á skemmtistaðnum. Silvía Nótt fær mestu umfjöllun grískra fjölmiðla fyrir utan Önnu Vissi, gríska keppandann, og var í fjölda útvarpsviðtala í borginni í gær. Hún kom einnig fram í sjón- varpsviðtölum, þar á meðal á bresku stöðinni Channel Four en þar söng hún lagið sitt án undir- leiks. gag@frettabladid.is Skak fyrir grískt sjónvarp SILVÍA Í MIKLU STUÐI Silvía skekur sig fyrir vinsælasta sjónvarpsþáttinn á grísku einka- reknu stöðinni Antenna 1. Hann er sýndur að degi til og hefur ríflega fjörutíu prósenta áhorf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SILVÍA SLÆR Í GEGN Fáir keppendur hafa fengið jafn mikla athygli og Silvía Nótt en ljós- myndarar fylgja henni hvert fótmál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMKRINGD AÐDÁENDUM Silvía lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en hefur heillað marga Grikkina upp úr skónum. Á Salon Oriental fékk hún mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.