Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 65

Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 65
Dagana 12.-16. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum um flest milli himins og jarðar. Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um. Ertu á aldrinum 12-16 ára?* *Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1990 - 1994. LEIKLIST ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Fagnaður Höfundur: Harold Pinter/Þýðing: Elísabet Snorradóttir. Leikarar: Hjálmar Hjálmarsson/ Guðrún S. Gísladóttir/Ólafur Darri Ólafsson/Edda Arnljótsdóttir/Jón Páll Eyjólfsson/Nanna Kristín Magnúsdótt- ir/Kristján Franklín Magnús/Margrét Kaaber/Ólafur Egill Egilsson. Hljóðmynd: Sigurður Bjóla/Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson/ Búningar: Rannveig Gylfadóttir/Leik- mynd: Börkur Jónsson/Leikstjóri: Stefán Jónsson. Niðurstaða: Í heildina má segja að þetta sé fremur slappt verk frá Pinters hálfu og upp- færsluna skortir fókus. Það er ekki nokkur leið að sjá hvað leikstjórinn vildi segja með henni. Fagnaður gerist á veitingahúsi, þar sem hjónin Lambert (Hjálmar Hjálmarsson) og Julie (Guðrún Gísladóttir) halda upp á brúðkaups- afmæli sitt ásamt hjónunum Prue (Edda Arnljótsdóttir), sem er syst- ir Julie, og Matt (Ólafur Darri Ólafsson), sem er bróðir Lamb- erts. Á næsta borði sitja hjónin Russell (Jón Páll Eyjólfsson) og Suki (Nanna Krisín Magnúsdótt- ir). Við sögu koma einnig tveir þjónar (Margrét Kaaber og Ólafur Egill Egilsson), ásamt eiganda staðarins, Richard (Kristján Franklín Magnús). Sjónarhornið beinist til skiptis að borðunum tveimur; ýmist sam- ræðum gestanna eða stússi þjón- anna í kringum þau. Allir hafa eitthvað að segja, allir vilja halda athyglinni, en enginn fær að ljúka frásögn sem hann byrjar á; það er oftast gripið framí. Eina fólkið sem ekki er truflað í frásögn eru þjónarnir, einkum vegna þess að frásögn þeirra er svo framandi að gestirnir verða klumsa. Þetta er allt gott og vel, en það verður að segjast eins og er að Fagnaður verður seint talið meðal bestu verka Pinters. Til þess eru minningabrot og frásagnir gest- anna of eintóna. Það er ljóst að þarna er á ferðinni skítapakk, sem hvergi grillir í mennska taug hjá. Björtu hliðarnar á verkinu eru þjónarnir og veitingahússeigand- inn. Þjónustustúlkan Sonia, yfir- þjónninn sem talar stanslaust um afa sinn sem þekkti öll andans mikilmenni heimsins á sinni tíð (og annarra) og veitingahússeig- andinn sem fylgist með öllu saman, óskaplega fágaður og lætur sér hvergi bregða. Hann á allt undir því komið að svona hyski komi aftur á staðinn hans til þess að spreða peningum. Hvað uppfærslu Þjóðleikhúss- ins varðar, þá eru leikmynd og lýsing bráðskemmtileg. Veitinga- húsið er eins ópersónulegt og til- gerðarlegt og hugsast getur, þótt það eigi sér fyrirmynd í hlýlegri sveitakrá að því er veitingahúss- eigandinn segir. Það var eiginlega fyndnasta atriðið í sýningunni og afhjúpar þann smekklausa veik- leika okkar að vá-a opinmynnt yfir því þegar veitingamenn telja okkur trú um að hönnunin á þeirra veitingahúsi sé alveg spes, afþví að... og snobba svo fyrir því. Á sama hátt voru þau Kristján Franklín, Margrét Kaaber og Ólafur Egill mjög svo skemmti- leg í sínum hlutverkum. Það var alveg á hreinu að starfsfólkið vissi að það var að hafa gestina að fíflum. Hvað gestina sex varðar, þá var lögnin á þeim einfaldlega of ýkt og tilgerðarleg til þess að ein- hver dulin merking kæmist til skila. Þeir voru of ruddalegir og háværir, of blankir á smekkvísi og það var undirstrikað í búningum þeirra. Þetta var svo þreytandi að helsta fagnaðarefni kvöldsins var að sýningin skyldi ekki taka nema eina klukkustund. Súsanna Svavarsdóttir Skítapakk að borða FRÉTTIR AF FÓLKI Söngkonan og Íslandsvin-konan Pink var aðeins tíu ára þegar hún byrjaði að reykja marijúana og aðeins níu ára þegar hún varð háð sígarettum. Þetta kom fram í viðtali við blaðið Glamour og segist hún hafa byrjað að misnota eiturlyf eftir skilnað foreldra sinna. Þetta villta partíljón segir að tímabilið milli tólf og fimmtán ára aldurs hafi verið sem rússíbanaferð og eftir að hafa verið nær dauða en lífi um þakkargjörð- arhelgi ákvað hún að breyta um lífstíl. Bandaríska tímaritið Autograph Collectors Magazine hefur kosið bestu og verstu eiginhandar- áritun stjarnanna. Annað árið í röð hafði leikarinn Johnny Depp vinninginn og hin fallega leikkona Cameron Diaz átti verstu áritunina. Samkvæmt blaðinu er þetta ekki spurning um góða rithönd heldur er það hvernig þau koma fram við aðdáendur sína og hversu dugleg þau eru að skrifa nafn sitt á blað. Með Depp í hópi þeirra bestu voru George Clooney, Matt Damon og Angelina Jolie en í hópi þeirra verri voru meðal annars Bruce Willis og Demi Moore. Þetta er árleg kosning hjá blaðinu og í fyrra var það Russell Crowe sem trónaði á toppi þeirra verstu en hann hefur einmitt verið ásakaður um að lemja ljósmyndara og dónalegt orðbragð við áðdáendur sína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.