Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 70
 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Kraftur og hugmyndir Tryggjum Karli og Bryndísi sæti í bæjarstjórn Hugmyndaríkur athafnamaður sem lætur verkin tala. „Þetta voru óskaleikarar leikstjór- ans og með einhverjum ótrúlegum hætti tókst að fá þá um borð,“ segir Skúli Fr. Malmquist hjá kvik- myndafélaginu Zik Zak. Í gær var tilkynnt að sjálfur Tom Waits myndi leika í næstu mynd leik- stjórans Dags Kára Péturssonar. Hún mun heita The Good Heart og verður tekin upp bæði hér á landi og í Bandaríkjunum þar sem sagan gerist. Auk Waits hefur ungstirnið Ryan Gosling verið ráðinn í hitt aðalkarlhlutverkið. „Það er auðvitað frábært að fá þessa tvo leikara og nú eigum við bara eftir að ganga frá ráðningu í aðalkvenhlutverkið. Við vonumst til þess að geta klárað það fljót- lega,“ segir Skúli en um evrópska leikkonu verður að ræða. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann var upptekinn við æfingar með hljómsveit sinni, Slowblow. Tom Waits þarf vart að kynna fyrir Íslend- ingum en hann er einn af virtari tón- listarmönnum ver- aldar. Waits hefur talsvert fengist við kvikmyndaleik en þekktustu myndir sem hann hefur leikið í eru Short Cuts og Dracula. Ryan Gosling er þekktastur fyrir hlutverk sitt í hinni ofurrómant- ísku kvikmynd The Notebook en hann þykir einn af athyglisverð- ari ungu leikurunum í Hollywood. Skúli Fr. Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson framleiða myndina fyrir Zik Zak auk þess sem Sigurjón Sighvatsson kemur að framleiðslunni. The Good Heart fjalar um ungan heimilislausan mann í San Francisco, Lucas, sem gengur allt í mót. Eftir misheppn- aða tilraun til að fremja sjálfs- morð hittir hann Jacques, sem er að jafna sig eftir sitt fimmta hjartaáfall. Jacques tekur Lucas að sér og hefur í hug að arfleiða hann að bar sem hann á. Áform þeirra breytast þó þegar April, ung evrópsk flugfreyja, rambar inn á barinn eitt kvöldið. Að sögn Skúla er stefnt að því að tökur á myndinni hefjist í nóvem- ber. Innitökur verða hér á landi en útitökur verða í San Francisco og Oakland í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Katapult Film Sales sér um sölu myndarinnar og verður hún kynnt á kvikmyndahátíðinni í Cannes nú í vikunni. hoskuldur@frettabladid.is DAGUR KÁRI PÉTURSSON: UNDIRBÝR NÆSTU KVIKMYND Tom Waits leikur fyrir Dag Kára í The Good Heart TOM WAITS Leikur í nýjustu mynd íslenska leik- stjórans Dags Kára Péturssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES DAGUR KÁRI Prúðbúinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. Þar verður ný mynd hans kynnt síðar í vikunni. HRÓSIÐ ...fær Agnar Jón Egilsson, sem heldur leiklistarnámskeið í sumar fyrir unga og jafnvel upprennandi leikara. LÁRÉTT: 2 hróss 6 holskrúfa 8 fúsk 9 kúgun 11 tveir eins 12 lafi 14 leikhúsfarði 16 bardagi 17 að 18 niður 20 slá 21 nabbi. LÓÐRÉTT: 1 krass 3 klafi 4 nokkrir 5 gerast 7 galli 10 angan 13 farfa 15 flink 16 flýti 19 tveir eins. LAUSN: LÁRÉTT: 2 lofs, 6 ró, 8 kák, 9 oki, 11 ee, 12 tolli, 14 smink, 16 at, 17 til, 18 suð, 20 rá, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 krot, 3 ok, 4 fáeinir, 5 ske, 7 ókostur, 10 ilm, 13 lit, 15 klár, 16 asa, 19 ðð. FRÉTTIR AF FÓLKI Systrahljómsveitin CocoRosie er væntanleg til landsins í dag en mikil eftirvænting ríkir meðal tónlist- arfrömuða sem geta vart beðið eftir því að sjá systurnar á sviði enda eru þær með því ferskasta sem sést hefur í langan tíma. Stúlk- urnar verða í Kast- ljósinu annað kvöld og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða systurnar í stuttu viðtali en klykkja út með skrautlegri uppákomu. Kosningabaráttan í Reykjavík er í algleymingi þessa dagana eins og víða um land. Fréttablaðið birti fyrir skömmu frétt þess efnis að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins hefðu ljáð rödd sína sem hringitón hjá Og Vodafone. Herbragðið virðist augljóslega hafa virkað að mati keppinautana því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom Björn Ingi á harðaspretti inn á skrifstofur símafyrirtækisins og lét taka upp sína eigin útgáfu af hringitón. „Halló, þetta er Björn Ingi, ég get lofað því að síminn er að hringja,“ er hringitónn Framsóknarflokksins um þessar mundir. Samfylkingin fylgdi síðan í humátt á eftir en flokkurinn notast þó ekki við raddir frambjóðenda sinna heldur hljómar lag kosningabaráttunnar. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Reykja-vík rokkar er óðum að taka á sig endanlega mynd. David Gray er aðal- númerið á laugardagskvöldinu en með honum koma fram Ampop og Hjálmar. Nú hefur verið staðfest að norska söngkonan Kate Havnevik bætist í þennan hóp en hún er sögð bjartasta von Norðmanna á tónlistar- sviðinu. Lög hennar hafa verið notuð í sjón- varpsþættinum Grey‘s Anatomy og hafa stór plötufyrirtæki slegist um að fá Kate til liðs við sig. Kate er búsett í London en hún er alls ekki ókunnug Íslandi því kær- asti hennar er leikarinn Gott- skálk Dagur Sigurðarson. Fyrsta æfing þjóðanna sem eiga fast sæti á lokakvöldi Eurovision var í gær. Flestir voru á því að Norðmenn hefðu komið mest á óvart og spá þó nokkrir þeim sigri í keppninni. Aðrir töldu Bretana standa sig vel, en höfðu áður talið að stúlknakórinn gæti brugðist. Norska stúlkan Christine Guld- brandsen söng Álfadansinn sinn og þegar hún var spurð hvers vegna lagið væri svona miklu betra núna en í undankeppninni í Noregi, svaraði hún: „Ég æfði.” Silvía hefði átt að taka hana til fyrirmyndar. Æfingarnar gengu allar greið- lega fyrir sig í gær og var lítið um hnökra. Flytjendurnir fjórtán æfa aftur í dag og þá í búningunum. Flestir komu vel til hafðir í höll- ina, utan hinnar sautján ára dönsku stúlku Sidsel Ben Semm- ane, sem hefði rétt eins getað mætt í sömu fötunum í skólann á mánudegi. Hin gríska Anna Vissi steig síðust á sviðið í O.A.K.A í gær og segja strákarnir á ESCtoday.com, vinsælasta vef Eurovision- aðdáenda, að atriðið hafi greini- lega verið æft á laun. Myndavél- arnar hafi gripið hvert einasta rétta augnablik er Anna söng lagið sitt af innlifun á sviðinu. Sömu strákar voru sannfærðir í gær um að Silvía Nótt væri í raun Selma Björnsdóttir dulbúin en söngkonan hefur tvívegis áður verið fulltrúi okkar Íslendinga. Þeir gengu svo langt að láta kanna fyrir sig hvort þær bæru sama vegabréf og fengu úr því skorið að svo væri ekki. Þeir voru ekki sannfærðir og sögðu þær rosa- lega líkar. Strákarnir tóku viðtal við Silvíu í fyrradag, sem sett var á vefi þeirra í gær, og spurðu hana meðal annars hvaða tyggjó hún tyggði. „Ég get ekki sagt ykkur það því ég er ekki með styrktarsamning við framleið- andann,” svaraði Silvía snilldar- lega. EUROVISION GUNNHILDUR GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ GRIKKLANDI Norðmenn komu mest á óvart í gær SIDSEL BEN SEMMANE Danska stúlkan hafði ekki áhyggjur af klæðaburðinum í gær. Hún söng á blaðamannafundinum lagið Mercedes Benz sem Janis Joplin gerði frægt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TÓNLIST Í augnablikinu er ég mikið að hlusta á CocoRosie og Joönnu Newsom. Þær eru með svo viðkvæmar og fallegar raddir og tónlist CocoRosie fær mig næstum til þess að dansa. Hún er svo dreymandi og falleg. Svo ætla ég á CocoRosie-tónleikana sem eru á fimmtudaginn en veit ekki með Joönnu. BÓKIN Uppáhaldsbókin mín er eiginlega ekki lesbók. Hún heitir Sample og fjallar um 100 mest spennandi tísku- hönnuði samtímans og það eru tíu manneskjur sem fjalla um hvern og einn. Auk þess fannst mér Minningar Geisju alveg æðisleg. BORGIN Reykjavík, af því þar eru flestir sem mér þykir vænt um. BÍÓMYNDIN Það fyrsta sem mér dettur í hug eru myndirnar Walk the Line, Napo- leon Dynamite og Almost Famous, mér finnst þær allar alveg ótrúlega skemmtilegar. BÚÐIN Tvímælalaust Spúútnik og Kronkron. Ég elska notuð föt, það er svo mikil saga á bakvið þau. Kronkron er svo bara alveg æðisleg og þau selja flíkur frá mörgum hönnuðum sem eru í uppáhaldi hjá mér, ég er sjúk í allt þarna inni. VERKEFNIÐ Ég er kennari í Jazzballettskóla Báru og þetta er fyrsta önnin mín. Nemendur mínir eru að fara að sýna á mánudaginn og það verður fyrsta verkið mitt sem þeir sýna á sviði, það er mjög spennandi. Svo er ég bara að vonast til þess að það komi framhald af þáttunum Á bak við böndin en það væri þá varla fyrr en í haust. AÐ MÍNU SKAPI: ERNA BERGMANN BJÖRNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA CocoRosie, Kronkron og jazzballett AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.