Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 2
2 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR LYFJAVERÐ Actavis er einrátt á sam- heitalyfjamarkaðnum á Íslandi, sem er um 15 prósent af lyfjamark- aði á móti 85 prósentum frumlyfja. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarið er mikill verðmunur á lyfjum hérlendis miðað við Norðurlöndin og snýr sá verðmunur aðallega að samheitalyfjum. Fram hefur komið að dæmi eru um að lyf sem Actavis framleiðir séu tífalt dýrari á Íslandi en í Danmörku. Actavis skýrir þennan verðmun með því að dýrara sé að þjóna smáum markaði en þeim danska sem er tuttugu sinnum stærri. Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, telur aðalvandann snúa að því hvers vegna ekki fleiri séu að flytja inn samheitalyf. „Við teljum að það sé svigrúm en markaðurinn er ein- hvern veginn ekki að virka.“ Einar segir dæmi um að fyrirtæki hafi reynt fyrir sér við sölu samheita- lyfja en þau hafa síðar verið keypt upp af stærri aðilum sem tilheyra nú Actavis. Í frétt frá Landlæknisembætt- inu segir að vísbendingar hafi bor- ist um að innflytjendur sem áhuga hafi á innflutningi samheitalyfja sjái sér það ekki fært í ljósi þeirrar fákeppni sem ríkir í smásölu lyfja, en apótek hérlendis eru langflest í eigu tveggja stórra lyfsölufyrir- tækja. - sdg Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 INTERNET Forvarnarvefur gegn grófu klámi og barnaklámi sem var með lénið www.sex.is hefur verið lagður niður. Andstæðingar klámvæðingar sem hafa hingað til fylgst með síð- unni reka væntanlega upp stór augu þessa dagana þegar þeir slá inn slóðina og upp kemur bandarísk klámsíða. Forvarnarvefurinn sex.is var óháður vefur með ritstjórn og pistlahöfundum með það yfirlýsta markmið „að berjast gegn því að um koll myndi keyra í öfgafullri frjálsræðiskynlífsbyltingu þeirri sem riðið hefur yfir Ísland“. Að sögn skráðs eiganda lénsins hefur forvarnarvefurinn verið óvirkur undanfarið. Hann segir þetta allt hafa verið gert í sjálfboðavinnu. Haft var samband við um 300 aðila, félagasamtök og fjölmiðla, til að kynna vefinn en enginn sýndi neinn áhuga að sögn eigandans. Sex.is var með stefnuskrá þar sem skýrt var tekið fram að sex.is væri ekki til sölu þótt „klámkon- ungar Íslands hafi gert tilboð í lénið og verið tilbúnir til að greiða umtalsverðar fjárhæðir fyrir það,“ eins og segir orðrétt í stefnu- skránni. Skráður eigandi lénsins sagði að hann hefði ákveðið að leigja lénið tímabundið til að greiða uppsöfnuð gjöld af rekstri þess. Leigan er tímabundin til nokkurra mánaða og segist hann tilbúinn að endurreisa forvarnarvefinn ef samstarfsaðilar fáist. - sdg NETKLÁM Sex.is hlaut enga styrki né fjár- veitingar til reksturs forvarnarvefsins. Forvarnarvefur gegn klámi á léninu sex.is hefur tekið stakkaskiptum: Klám komið í stað forvarna NÝSKÖPUN Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að meðal ráðherra innan ríkisstjórnarinnar sé samstaða um að gera fáeinar breytingar á frumvarpi hennar um stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og byggðaþróun. „Breytingarnar verða gerðar til þess að liðka fyrir afgreiðslu frum- varpsins þegar þing kemur saman eftir sveitarstjórnarkosningar.“ Valgerður vill ekki tjá sig frek- ar um breytingartillögurnar. Þær muni fyrst berast iðnaðarnefnd Alþingis. Gagnrýni nokkurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins hefur fyrst og fremst beinst að ráðagerð um samruna byggðamála og stuðn- ing við tækni- og atvinnuþróun undir sama hatti og eru því líkur til þess að breytingarnar nái til ákvæða frumvarpsins sem fjalla um þau atriði. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis, kvaðst í gær ekkert vita um breytingarnar sem iðnaðarráð- herra boðar á frumvarpinu um sameiningu Byggðastofnunar, Rannsóknarstofnunar og Iðn- tæknistofnunar undir nafni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Einar Oddur hefur gagnrýnt frum- varpið hart eins og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins og segir það grundvallaratriði að byggðastefna sé pólitík og ekki verkefni embætt- ismanna að móta þá stefnu. Í umræðum á Alþingi í síðasta mán- uði sagði Einar Oddur afar ósenni- legt að hann gæti sæst á frumvarp- ið. „Það stendur þá varla steinn yfir steini af því sem nú stendur þar ef ég á að vera sáttur.“ Samstaða stjórnarflokkanna ríkir um frumvarp menntamála- ráðherra um breytingar á rekstrar- formi Ríkisútvarpsins. Heimildar- menn innan stjórnarflokkanna telja þó að þingmenn Framsóknar- flokksins geti hugsað sér að slá afgreiðslu þess á frest til hausts- ins ef þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins leggjast gegn afgreiðslu nýsköpunarfrumvarps iðnaðarráð- herra. Hafi samstaða tekist um fyrirhugaðar breytingar á nýsköpunarfrumvarpinu aukast því líkur á að bæði frumvörpin verði afgreidd sem lög frá sumar- þinginu. Iðnaðarráðherra gerði frum- varpið um Nýsköpunarmiðstöðina að umtalsefni á ársfundi Iðntækni- stofnunar í gær og talaði fyrir samræmdu stuðningskerfi óháðu búsetu. johannh@frettabladid.is Reyna sættir með breyttu frumvarpi Iðnaðarráðherra gerir breytingar á frumvarpi um stuðning við nýsköpun, tæknirannsóknir og byggðaþróun til að tryggja stuðning þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Iðnaðarnefnd Alþingis hefur ekki fengið tillögur ráðherra í hendur. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON RÆKJUVINNSLA Á SIGLUFIRÐI Byggðaþróun hvílir meðal annars á stoðum tækniþróunar og nýsköpunar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja ófært að blanda stuðningi við tækniþróun saman við pólitíska stefnumótun í byggðamálum. LEIT Stórleit er nú skipulögð að Pétri Þorvarðarsyni, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan á aðfaranótt sunnudags. Von- ast er til að björgunarsveitir af öllu landinu komi á svæðið á laugardag og leiti eftir því skipulagi sem verið er að vinna að. Baldur Pálsson, formaður svæð- isstjórnar á Egilsstöðum, segir að öllu verði tjaldað til um helgina ef veður verður það gott að leitin sé líkleg til að skila árangri. Leitin mun ekki liggja niðri fram að þeim tíma því björgunarsveitar- menn með hunda munu leita næstu daga eins vel og í mannlegu valdi stendur. - shá Leitin að Pétri Þorvarðarsyni: Verið að skipu- leggja stórleit FRÁ LEITINNI Danski sjóherinn útvegaði björgunarþyrlu með áhöfn til leitarinnar að Pétri. Hún hefur til þessa flogið í 50 klukkustundir við leit. MYND/LANDHELGISGÆSLAN SAMFÉLAGSMÁL Nýr stjórnmála- flokkur eldri borgara á Íslandi gæti litið dagsins ljós ef barátta fyrir betri kjörum skilar engu. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sem hefur verið virk- ur í starfi Félags eldri borgara, segir að fljótlega verði ráðist í að gera fylgiskönnun fyrir hugsan- legt framboð. „Gallup gerði könn- un fyrir fjórum árum og það kom mjög vel út. Svona flokkar hafa verið stofnaðir víða og þeim geng- ur sumum vel.“ Ólafur er þeirrar skoðunar að auðvelt yrði að manna framboðslista slíks flokks og skapa sterkt stjórnmálaafl. - shá Félag eldri borgara: Stofna jafnvel nýjan flokk FRAMKVÆMDIR Stjórn Stangveiðifé- lags Reykjavíkur hefur gagnrýnt harkalega áform um að byggð verði reiðbrú undir brúna yfir Leirvogsá á Vesturlandsvegi. Leirvogsá er ein albesta lax- veiðiá landsins og rétt neðan brú- arinnar er besti veiðistaður árinn- ar, Brúarhylur. Framkvæmdir við ána hafa verið stöðvaðar á meðan athugað er hvort tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni liggja fyrir. Framkvæmdir við laxveiðiár eru leyfisskyldar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði og er það veiðimálasvið Landbúnaðarstofn- unar sem gefur leyfin út. Reiðvegur yfir Leirvogsá: Framkvæmdir stöðvaðar ÓLAFUR ÓLAFSSON Vill kanna stofnun stjórnmálaafls eldri borgara hérlendis líkt og gert hefur verið víða erlendis. LYFJAVERKSMIÐJA ACTAVIS Actavis sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja. Einokunarstaða Actavis á samheitalyfjamarkaði: Markaðurinn bregst SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Opnað hefur verið fyrir rafræna kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Í skránni, sem er aðgengileg í gegnum forsíðu vefjar- ins reykjavik.is, er hægt að slá inn kennitölu kjósanda og fá upplýsing- ar um hvar í borginni skuli kjósa. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg segir að viðmótið sé einfalt og aðgengilegt. Skráin sé einföld og þægileg leið fyrir Reykvíkinga til að finna sinn kjörstað. - sh Reykjavíkurborg: Rafræn kjör- skrá á vefnum FRÁ LEIRVOGSÁ Framkvæmdir við reiðveg- inn hófust á þriðjudag en hafa nú verið stöðvaðar á meðan athugað er hvort öll tilskilin leyfi eru til staðar. MYND/SVFR Hvirfilbylur tekur þrjá Hvirfilbylur hrifsaði þrjá sautján ára pilta með sér á haf út í Suður-Japan síðdegis í gær. Piltarnir voru að leik á ströndinni þegar bylurinn gekk yfir. Einum piltinum var bjargað skömmu síðar, og annar fannst á floti við kóralrif, en hann var látinn. Þriðja piltsins var enn saknað í gærkvöld. JAPAN TYRKLAND, AP Byssumaður réðst inn í dómsal við hæstaréttinn í Ankara í gærdag og skaut á hóp dómara með þeim afleiðingum að einn dómari lést, annar slas- aðist alvarlega og þrír lítillega. Áður en maðurinn hóf skotárásina hrópaði hann „Ég er hermaður Guðs,“ og við hand- töku sagði hann árásina hafa verið gerða í hefndarskyni fyrir nýlegan dómsúrskurð sem bann- aði barnaskólakennara að ganga með höfuðklút eins og tíðkast meðal heittrúaðra múslima- kvenna. Níutíu og níu prósent Tyrkja eru múslimar. - smk Ofbeldi í dómsal: Skotárás á fimm dómara SPURNING DAGSINS Gunnar, eru Garðbæingar ekki að sækja vatnið yfir lækinn? „Nei, við sækjum vatnið sömu megin lækjarins en þeir fá það á hagstæðu verði.“ Kópavogsbúar ætla að selja Garðbæingum vatn og gera Garðbæingum þannig kleift að leggja af sitt eigið vatnsból. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir þetta hagkvæmt fyrir Garðbæinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.