Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 78
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR46 bio@frettabladid.is SMS LEIKUR! Sendu JA FVC á númerið 1900 og við sendum þér spurningu! Þú svara með því að senda A, B eða C. 4S 3MS B A 463L 3ei K 11URñ Aðalvinningur er stórkostleg ferð til London á slóðir DaVinci lykilsins í boði Iceland Express. Innifalið í ferðinni er flug, gisting og "DaVinci Tour" um borgina. Að auki fær vinninghafi DaVinci síma frá Sony Ericsson. Aðrir vinningar:Sony Ericsson gsm símar • Bíómiðar fyrir tvo á DaVinci • DVD myndir • Tónlistin úr myndinni • DaVinci tölvuleikir • Varningur tengdur myndinni • Fullt af Pepsi og enn meira af DVD og tölvuleikjum. 99 ksr skeytið. Vinningar afhendir í bT Smáralind Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær með frumsýn- ingu The Da Vinci Code. Aðstandendur myndarinnar fylgdu myndinni vitaskuld úr hlaði og héldu blaða- mannafund í hátíðarhöllinni í gær með leikstjórann Ron Howard og aðalstjörnuna Tom Hanks í broddi fylk- ingar. Þórarinn Þórarinsson sat fundinn þar sem Hanks sló á létta strengi og Ian McKellen stal senunni. Þeir voru glaðhlakkalegir félag- arnir Ron Howard og Tom Hanks (Robert Langdon) þegar þeir gengu í salinn en með þeim í för voru Frakkarnir Jean Reno (Bezu Fache) og Audrey Tautou (Sophie Neveu) og bresku úrvalsleikararn- ir Paul Bettany (Silas), Ian McKellen (Leigh Teabing) og Alfred Molina (Aringarosa bisk- up). Þetta ágæta fólk fékk þó ekki mikið til málanna að leggja þar athyglin var öll á Howard og Hanks. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Da Vinci lykilinn enda hefur söguþráður hennar verið milli tannanna á fólki um árabil og skáldsagan sem hún byggir á hefur selst í fjörutíu milljón eintökum úti um allan heim. Eftirvæntingin eftir kvikmyndinni er því að vonum mikil og rétt eins og enginn þykir maður með mönnum nema að hafa lesið bókina munu fáir komast hjá því að sjá myndina. Þrátt fyrir útbreiðslu og vinsældir skáldsög- unnar hvíldi mikil leynd yfir kvik- myndinni allt fram að frumsýning- unni í gær. Howard sagði að þessi ákvörðun hefði ekki síst verið tekin þar sem hann vildi að þeir sem ekki hefðu lesið bókina geti notið mynd- arinnar og spennunnar í botn. Spurningarnar sem Tom Hanks fékk voru margar hverjar undar- legar en leikarinn svaraði þeim öllum og gerði óspart að gamni sínu. Einhverjum blaðamanninum datt til dæmis í hug að bera leikar- ann saman við sjálfan Leonardo Da Vinci og benti á að sá síðarnefndi hefði gert sitt meistarastykki 51 árs og spurði í framhaldinu hvort Hanks teldi sig enn eiga sitt meist- araverk ógert. „Ja, ég hef þá eitt ár til að bæta úr því. Ég eignaðist nýlega réttinn á Scooby Doo 3 og takist mér að gera þá mynd fyrir árslok er þetta komið.“ Syndlausar en hugsandi verur Eiginkona Hanks er kaþólsk og hann var inntur eftir því hvort ákvörðun hans um að leika í The Da Vinci Code hefði valdið þeim óþægindum og hvort hann hefði fundið fyrir þrýstingi fólks í söfn- uðinum heima. „Nei, alls ekki. Sam- kvæmt þeim trúarskilningi sem við hjónin höfum og hún ólst upp við hefur syndinni verið létt af okkur en ekki hæfileikanum til að hugsa. Ég tel að þessi mynd, eins og svo margar aðrar, geti gefið fólki tilefni til þess að skoða hug sinn og afstöðu þess til lífsins og alheimsins. Þetta er ekki heimild- armynd og ég held að engin kvik- mynd, sérstaklega ekki ef hún er hugsuð sem afþreying, sé líkleg til þess að rugla fólk í ríminu.“ Ron Howard tók þráðinn upp þarna og sagði söguna vera þess eðlis að myndin myndi koma illa við ein- hverja. „Það er ekki spurning en mitt ráð til þeirra er einfaldlega þetta: Ekki fara á myndina ef þið teljið ykkur stafa ógn af henni. Bíðið aðeins og ræðið svo við aðra sem hafa séð myndina og takið svo yfirvegaða ákvörðun. Myndin á að vera afþreying og hún er ekki guð- fræði. Hún vekur samt upp spurn- ingar og ætti að fá fólk til að ræða þessi mál og þegar upp er staðið held ég að það sé alltaf jákvætt ef myndir hafa slík áhrif.“ Fundurinn hverfðist að mestu um mótmæli kaþólikka gegn mynd- inni og og þau óljósu mörk sem virð- ast vera í hugum fólks um hvað sé skáldskapur og hvað sögulegar staðreyndir þegar Da Vinci lykill- inn er annars vegar. Howard og Hanks voru því beðnir um að svara því hvort þeir sjálfir tryðu því að Jesús Kristur hefði átt eiginkonu. „Ég var ekki á staðnum,“ svaraði Hanks að bragði, uppskar hlátur og þar með var málið afgreitt af hans hálfu. „Hver og einn verður að kom- ast að sinni niðurstöðu og ég ætla ekki að deila minni með ykkur. Áhorfandinn verður að upplifa myndina, hugsa um hana og tala um hana. Áhorfendur eru gáfaðir og mér finnst þeir oft vanmetnir vegna þess að þeir geta mjög auðveldlega komist að sjálfstæðri niðurstöðu. Eitt af því sem bókin undirstrikar og ég vona að myndin geri líka er að lífið er endalaus ráðgáta. Hugur okkar er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem okkur hefur verið gefið ásamt forvitni og þránni til þess að rannsaka og skilja hluti. Ég held að það stríði gegn náttúrunni að reyna að halda aftur af huganum og að mínu mati eru allir hlutir sem kynda undir samræður og eflir ímyndunaraflið sé af hinu góða.“ Jesús var ekki hommi Ian McKellen, Alfred Molina og Paul Bettany sátu lengst af þöglir en fengu að láta ljós sín skína þegar þeir voru beðnir að lýsa því hvern- ig þessir árekstrar staðreynda og skáldskapar blasa við þeim. Molina reið á vaðið og sagði þá Howard og Hanks í raun vera búna að svara þessu. „Allir sem hafa keypt bók- ina gerðu það í skáldsagnadeild- inni og allir sem sjá myndina munu horfa á skáldskap en ef myndin fær fólk til að kafa dýpra ofan í viðfangsefni myndarinnar þá er það hið besta mál. Ég held líka að allar þessar deilur og mótmæli séu stormur í vatnsglasi, eitthvað sem fjölmiðlar hafa magnað upp til þess að búa til safaríkar og spennandi fréttir. Það hefur eiginlega ekkert orðið úr þessu og fátt sem hægt er að festa hendur á. Einhverjar yfir- lýsingar hafa verið gefnar út en það sem stendur eftir er að ein- hverjum mun mögulega ekki líka myndin. Lífið er bara þannig að það er slökkvari á öllu og hver og einn getur ákveðið það að fara ekki og sjá þessa mynd.“ Ian McKellen var öllu beittari og vakti mikla kátínu þegar hann notaði tækifærið og skaut á kaþólsku kirkjuna fyrir viðhorf hennar til samkynhneigðra en Kellen er sjálfur hommi og hikar ekki við að beita sér fyrir auknum réttindum samkynhneigðra. „Þegar ég las bókina trúði ég henni alveg og kann Dan Brown bestu þakkir fyrir að rugla svona í kollinum á mér. Ég vil líka endilega trúa því að Jesús hafi verið mannlegur. Ég veit að kaþólska kirkjan hefur átt í vandræðum með samkynhneigð og mér fannst þetta svo frábært þar sem þetta staðfestir að Jesús hafi ekki verið hommi.“ Kellen dró svo þá ályktun að æsingurinn í kring- um myndina tengdist fyrst og fremst snobbi. „Þegar bókin kom út var enginn með þessi læti. Er það vegna þess að lesendum er treyst til þess að hugsa en fólk sem fer í bíó er heilalaust lið sem þarn- ast verndar? Mér finnst vera svo- lítið snobb í gangi í kringum þetta og ég trúi því að bíógestir séu alveg jafn gáfaðir og lesendur og geti því vel gert upp hug sinn og á meðan þeir gera það geta þeir skemmt sér konunglega.“ Paul Bettany var í takt við landa sína tvo en hann hefur aldrei efast um að Da Vinci lykillinn sé skáld- skapur. „Þegar Ron hringdi í mig og bað mig um að vera í myndinni notaði hann orðin „munkur“, „morðingi“ og „Da Vinci Code“ og ég sagði strax „já“. Þá spurði hann hvort ég hefði lesið bókina sagði ég „Já, auðvitað“ þó ég hefði ekki gert það. Ég rauk svo til og náði mér í bókina, ekki í guðfræðideildinni heldur skáldskapardeildinni, og las hana í tveimur lotum. Þetta er þannig bók að maður flettir henni hratt og getur ekki hætt. Í fram- haldinu las ég ýmis guðfræðirit á meðan ég bjó mig undir hlutverkið og ég get sagt ykkur það að þau fá mann ekki til að fletta hratt. Þannig að það ætti að vera öllum ljóst að þetta er skáldskapur.“ Spáir ekki í vinsældir Gagnrýnendum og blaðamönnum gafst kostur á að sjá The Da Vinci Code í Cannes á þriðjudag og mið- vikudag. Fyrstu dómar eru blendn- ir og Howard hefur meðal annars verið sakaður um að drepa niður það líf sem var í bókinni. Howard segist þó ekki hafa áhyggjur af því hvernig myndini reiði af í miðasölunni og kippir sér ekki upp við dómana. „Ég hef ekki lesið neina dóma ennþá en sjálfsagt eru einhver lýsingarorð í einhverj- um þeirra sem maður vildi skipta út. Ég hef gert margar vinsælar myndir og er löngu hættur að reyna að spá í það fyrirfram hvernig myndirnar mínar eiga eftir að ganga. Ég vel verkefni vegna þess að efniviðurinn heillar mig og ég get hugsað mér að eyða einu og hálfu til tveimur árum í að segja þá sögu. Bókin er áberandi og margir hafa áhuga á henni þannig að ég vona svo sannarlega að hún muni ganga vel en ég vel mér ekki mynd- ir með hliðsjón af því.“ Lífið er endalaus ráðgáta TOM HANKS, DAN BROWN OG AUDREY TAUTOU Myndin hefur þegar verið bönnuð á nokkrum stöðum í heiminum en kristnir menn telja innihald hennar vera guðlast. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LEIKHÓPURINN Þau voru nokkuð upplitsdjörf í leikhópnum úr Da Vinci lyklinum sem frum- sýnd var á Cannes í gær. Dómar í erlendum miðlum voru á einu máli um að myndinni hefði mistekist að fanga spennuna sem einkennir bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jæja, nú er maður farinn að kannast við sig í Cannes. Búið að loka götum, allt troðið af fólki fyrir framan hátíðarhöllina og allir barir orðnir kjaftfullir. Barinn og veitingastaðurinn Le Petit Majestic er einn af föstu punktunum í Cannes. Þetta er hálfgerð hliðstæða Ölstofunn- ar í Reykjavík en þarna sitja blaða- menn saman í lok dags og pústa eftir endalaust bíógláp og eltingarleiki við stórstjörnur. Englendingar eru áberandi þarna en samkvæmt hefðinni fór vita- skuld mest fyrir liðinu við íslenska borð- ið í gær. Da Vinci lykillinn var sýndur blaðamönnum fyrr um kvöldið. Spenn- an í kringum myndina var slík að auk bókaðrar fjölmiðlasýningar á miðviku- dagsmorgni var bætt við aukasýningu á þriðjudagskvöldinu. Þetta þótti nokkuð djarft útspil hjá dreifingaraðilunum þar sem þeir sýndu myndina fyrir troð- fullum sal af flugþreyttum og sjúsk- uðum gagnrýnendum. Þetta gæti að einhverju leyti skýrt þá blendnu dóma sem myndin var að fá í gær en það var töluvert hrotið í Palais de Festival á meðan myndin rúllaði yfir tjaldið. Sam- ræðurnar þróuðust hins vegar út á slíkar brautir að þær eru ekki eftirhafandi og óprenthæfar með öllu. Þær voru samt skemmtilegar enda varla við öðru að búast þegar saman koma blaðamenn frá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, margreyndir Cannes-farar og Strákarnir Auðunn Blöndal og Ofur Hugi. Þetta var gott partí og ég á einhvern veginn bágt með að sjá það fyrir mér gerast hjá öðrum en Íslendingum að útsendarar tveggja stærstu dagblaða þjóðarinnar og harðra samkeppnisaðila geti setið í mesta bróðerni yfir rósavíni og skipst á gamansögum. Það ber þó að hafa það í huga að það eru allir vinir í Cannes. Skammd- egisþunglyndi er ekki til í orða- bókinni á Cannesjum og hvergi er betra að vera. Þessi lífsgæði hafa þó þann ókost að villurnar eru að seljast á vel yfir 100 milljónir. Hátíðin sjálf virðist ætla að vera með rólegra móti í ár og myndirnar í keppninni um Gullpálmann eru fæstar að vekja mikla athygli, í það minnsta enn sem komið er. Pedro Almodovar lofar samt góðu með Volver og Ken Loach er alltaf vel þess virði að skoða. Da Vinci Code og X-Men 3 eru plássfrekar en inni á milli leynast spennandi myndir sem maður verður einhvern veginn að finna sér tíma til þess að sjá. Stjörnurnar eru byrjaðar að streyma á staðinn. Samuel Jackson og Cillian Murphy spóka sig á götunum og Monica Bellucci, sem á sæti í dómnefndinni ásamt Jackson, er búin að stilla sér upp fyrir myndavélarnar þannig að þetta er allt að koma. CANNES ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON BLOGGAR FRÁ FRAKKLANDI Ölstofan í Cannes We might just make it. Did that thought ever cross your brain? Well, regardless I would rather take my chance out there on the ocean, that to stay here and die on this shithole island spending the rest of my life talking to a god damn VOLLEYBALL! Chuck Nolan er staðráðin í að komast heim í hinni mögnuðu kvikmynd Cast Away þar sem Tom Hanks fór hamförum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.