Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 84
Lítið hefur heyrst frá rokksveit- inni Mínus síðustu mánuði. Mínus gaf út verðlaunaplötuna Halldór Laxness árið 2003 og var dugleg við tónleikahald í kjölfarið. Síðustu misseri hafa þeir Krummi, Frosti og félagar hins vegar haldið sig til hlés og samið nýtt efni auk þess að semja tónlistina fyrir kvikmynd- ina Strákarnir okkar í félagi við Barða Jóhannsson. „Það eru tuttugu lög tilbúin og við erum bara að bíða með að taka þau upp,“ segir Frosti Logason, gít- arleikari Mínus. „Við erum þessa dagana að leita okkur að upptöku- stjóra, við munum ekki vinna þessa plötu með Bibba, svo við erum að svipast um eftir rétta manninum,“ segir Frosti, sem telur allt eins lík- legt að erlendur upptökustjóri verði fyrir valinu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsta plata sveit- arinnar kemur út. Tuttugu lög tilbúin til upptöku MÍNUS Leitar að upptökustjóra fyrir næstu plötu sína. Danstónlistarmaðurinn Douglas Benford mun þeyta skífum á Sirk- us í kvöld. Á morgun klukkan 17.30 verður hann síðan í Smekk- leysubúðinni. Benford hefur meðal annars gefið út sjö plötur undir nafninu SI-CUT.DB síðastliðin fimmtán ár. Benford, sem býr í London, hefur á farsælum ferli sínum unnið með St. Etienne, Scanner og Granny og gefið út á vegum Warp og Ministry of Sound. Benford á Sirkus DOUGLAS BENFORD Danstónlistarmaður- inn Douglas Benford þeytir skífum á Sirkus í kvöld. Norska söngkonan Kate Havnevik hefur bæst í hóp þeirra sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar sem fer fram í Laugardalshöll dagana 29. júní til 1. júlí. Mun Kate koma fram ásamt David Gray, Ampop og Hjálmum hinn 1. júlí. Kate hefur meðal annars unnið mikið með norsku sveitinni Röyksopp og samdi með henni tvö lög á plötunni The Understand- ing. Fyrsta plata Kate, Mel- ankton, kom nýverið út erlendis og hefur hlotið mjög góðar undirtekt- ir. Hér heima kemur hún út um miðjan júní. Á meðal gesta á plötunni er María Huld úr Amiinu, Valgeir Sig- urðsson og Guy Sigsworth sem hefur meðal ann- ars unnið með Björk og Madonnu. Lög Kate hafa verið notuð í sjón- varpsþáttum eins og Grey´s Ana- tomy, The O.C. og The West Wing og því ljóst að hér er á ferð rísandi stjarna. Rétt áður en Kate kemur hing- að til að spila með átta strengja- leikurum og hljómsveit mun hún hita upp fyrir Sigur Rós á tónleikum í Oslo Spektrum þriðjudaginn 27. júní. Forsala miða á Reykjavík rokkar hefst á fimmtu- dag kl. 11 í verslunum Skífunnar, BT Akur- eyri og Selfossi og á midi.is. Havnevik í Höllinni KATE HAVNEVIK Norska söngkonan kemur fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík rokkar. HJÁLMAR Spila með Ampop, Kate Havnevik og David Gray. Breska leikkonan Keira Knightley er gengin til liðs við hinn umdeilda söfnuð Kabbalah. Leikkonan hefur sést opinberlega með prjónað rautt armband sem verndar safn- aðarmeðlimi frá hinu illa auga. Knightley leikur í Dead Man‘s Chest sem er framhaldsmynd af Pirates of the Caribbean en henni hefur verið spáð miklum vinsæld- um í sumar. Knightley hefur oft og mörgum sinnum kvartað undan ágangi fjölmiðla enda hefur leið hennar upp á stjörnuhimininn verið lygileg síðan Knightley sló í gegn í kvikmyndinni Bend it like Beckham. Knightley virðist því þarna hafa fundið sér einhvern griðastað en þekktar leikkonur á borð við Demi Moore og Elizabeth Taylor eru safnaðarmeðlimir. Poppdrottningin Madonna er þó vafalítið ötulasti talsmaður safn- aðarins en hún þreytist seint á að mæra þessa fornu gyðingatrú. Knightley í Kabbalah KEIRA KNIGHTLEY Hefur gengið til liðs við Kabbalah-söfnuðinn en þar hittir hún meðal annars fyrir Madonnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES TÓNLIST UMFJÖLLUN Tónleika yfirkrúttsins Joönnu Newsom hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda for- vitnilegur viðburður hér á ferð. Fyrst á fjalir Fríkirkjunnar steig Slowblow og virtist hljómsveitin njóta sín vel með fjóra strengja- hljóðfæraleikara í lágstemmdri kirkjunni. Skilaði sveitin sínu verki vel þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við. Næstur í röðinni var tónlistar- maður sem ég hafði persónulega beðið eftir með mikilli eftirvænt- ingu. Smog, sem heitir réttu nafni Bill Callahan, spilaði í dágóða stund bæði ný lög og gömul sem sumir gestir kirkjunnar tóku virkilega vel í. Hin djúpa og ómmikla rödd Smog passaði ein- staklega vel í kirkjunni og átti í litlum erfiðleikum með að fylla hvern krók og kima. Með gítarn- um sínum og tambúrínu náði Smog einnig að skapa skemmtileg tilbrigði og beitti hann gítarnum sérstaklega vel. Framlag Smog var einstaklega veglegt og ekki amalegt að hafa slíkan tónlistar- mann sem upphitunaratriði. Milli atriða voru gerð hæfi- lega löng hlé sem nægðu til þess að tónlistargestir gætu rætt spek- ingslega sín á milli. Hléin dugðu líka fyrir fólk til þess að ná sér í ferskt loft en andrúmsloftið í kirkjunni var vægast sagt þungt. Biðin var því ekki löng eftir sjálfri rúsínunni í pylsuendanum, Joönnu Newsom, en spennan virt- ist mikil meðal tónleikagesta. Joanna hafði stóra hörpu sem sitt eina hljóðfæri á tónleikunum og hafi einhver sagt að tónlist Joönnu væri barnsleg þá var hin fíngerða Joanna með risavaxna hörpu í fanginu jafnvel enn barnslegri. Allir flytjendur tónleikanna spiluðu rétt fyrir framan altari Fríkirkjunnar og var Joanna sú eina sem spilaði á einhvers konar upphækkun. Tónleikagestir sem sátu aftast áttu því margir hverj- ir erfitt með að berja tónlistar- mennina augum, sem er alltaf pínu leiðinlegt. Í orðinu tónleikar eru gert ráð fyrir tvennu, tónum og leik. Tónlistin skiptir að sjálf- sögðu mestu máli en túlkun flytj- anda, hreyfingar og innlifun gegna einnig veigamiklu hlut- verki. Túlkun Joönnu var nefnilega hreint út sagt mögnuð, þar sem hún sat og plokkaði hörpuna af mikilli ákefð. Í leiðinni söng hún með öllum sínum blæbrigðum sem erfitt er að útskýra, barns- leg en á tímum nokkuð ásækin. Saman náðu hin sérstaka rödd Joönnu og einbeittur hljóðfæra- leikur hennar að dáleiða tónleika- gesti. Eitt laganna hét Peach, Plum, Pear og var í senn losta- fullt, angurvært og framsækið. Mörg önnur lög Joönnu voru einnig í þeim dúr. Uppklappslagið hennar var þó sérstaklega afslappað þar sem rödd Joönnu rann ljúft í gegn. Tónleikarnir voru ekki lang- dregnir þrátt fyrir að hafa staðið yfir í samtals um þrjá klukku- tíma enda var dagskráin vegleg og gómsæt. Joanna stóð að sjálf- sögðu upp úr en Smog sá svo sannarlega um að lyfta tónleik- unum upp á enn hærra plan. Ekk- ert annað en yndisleg upplifun á sjarmerandi tónleikastað. Steinþór Helgi Arnsteinsson Gómsætt og krúttlegt JOANNA NEWSOM, SMOG OG SLOWBLOW TÓNLEIKAR Í FRÍKIRKJUNNI Joanna Newsom spilaði bæði af alúð og krafti, hélt vel athygli fólks en leyfði því einnig að slaka á. Minnisstæðir tónleikar og upphitunaratriði Smog var auka rúsína í miðju pylsunnar. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu CRY WOLF kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA SKROLLA & SKELFIR Á SALTKRÁKU kl. 6 INSIDE MAN kl. 8 B.I. 16 ÁRA SÍÐASTA SÝNING RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 6 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA SÍÐASTA SÝN. BANDIDAS kl. 6, 8 og 10 B.I. 10 ÁRA CRY WOLF kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 6 PRIME kl. 5.45 og 8 THE HILLS HAVE EYES kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 6, 9 og 11 B.I. 14 ÁRA MI:3 SÝND Í LÚXUS kl. 6 og 9 CRY WOLF kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 4, 6 og 8 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 PRIME kl. 8 THE HILLS HAVE EYES kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 4 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SÝND MEÐ ÍSLEN SKU O G ENSK U TAL I Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni - SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! „Mission: Impossible III byrjar sumarið með pomp og prakt og inniheldur allt sem góður sumarsmellur hefur uppá að bjóða, þrælgóðan hasar og fantagóða skemmtun.“ - VJV topp5.is FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN! FORSALA AÐGÖNGUMIÐA Í FULLUM GANGI HEIMSFRUMSÝND 19. MAÍ · NÁNAR Á BIO.IS EFTIRSÓTTUSTU BANKARAENINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MAETTIR FRÁBAER GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON ÚLFUR... ÚLFUR... ENGIN TRÚIR LYGARA - ÞÓTT HANN SEGI SATT! ÞAU BJUGGU TIL MORÐINGJA SEM SNERIST GEGN ÞEIM...! MAGNAÐUR SPENNUTYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! - S.U.S. XFM 1/2 500 KR. FRUMSÝNING Á MORGUN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.