Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 80
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR48 KRISTÍN EVA ÓLAFSDÓTTIR er nemandi í grafískri hönnun í Lista- háskóla Íslands. Síðustu árin hefur hún fylgst af mikilli athygli með Eurovision. Enda er keppnin troð- full af tísku, litum og öðrum straumum sem fara um Evrópu. Margir sjá eftir því að þjóðin hafi ekki sent REGÍNU ÓSK ÓSKARS- DÓTTUR út í þetta sinn. Regína hefur reynsluna og söng meðal annars bakraddir hjá Birgittu Haukdal í keppninni 2003. Hún hefur einnig stofnað Eurovision- band og er í Júrókórnum. Elsa María „Lagið er dansvænt og þjóðlegt með sekkjapípum og trumbuslætti eins og hefur verið mjög júróheitt síðan Ruslana sigr- aði um árið. Mér finnst að þetta lag eigi fullan rétt á að komast í áfram í topp tíu.“. Einkunn: Flott. Regína Ósk „Það er þjóðlegur stíll á laginu á móti popp-elementinu. Söngvarinn heillar mig ekkert sér- staklega en viðlagið er ágætt. Ég held að lagið komist ekki áfram“. 1 ARMENÍA ANDRE Elsa María „Mariana Popova hlýt- ur að vera eldheit poppdrottning í Búlgaríu. Yfirgengileg power- ballaða og ég fíla það. Það er þó segin saga að þeir sem stíga númer tvö á svið hafa aldrei riðið feitum hesti frá keppninni,“. Ein- kunn: Í lagi og plús fyrir dramat- ík og jóðl. Regína Ósk „Mér finnst þetta ekki skemmtilegt lag og of mikil aust- ræn áhrif. Heilmikið er að gerast í myndbandinu við lagið, maga- dans, loftfimleikar, bert fólk og ég veit ekki hvað. Held það nái ekki langt“. 2 BÚLGARÍA MARIANNA POPOVA Elsa María „Hann Anzej Dezan er jafn góður söngvari og hárið á honum er hræðilegt. Hádramatískt Evrópu-froðudanslag með grát- andi fiðlum og píanóskölum og er það ekki einmitt það sem maður vill heyra? Mér finnst þetta með betri lögum í þessari keppni, með hækkun sem gæti fengið hvern sem er til að missa vitið.“ Ein- kunn: Topplag. Ég væri mjög sátt við þetta sem sigurlag. Regína Ósk „Ég held að þetta lag komist ekki áfram. Söngvarinn fer yfir strikið í öllu sem hann gerir. Viðlagið er ágætt en ég er sjálf ekki hrifin af svona Ibiza- takti.“ 3 SLÓVENÍA ANŽEJ DEŽAN Elsa María „Hún Jennifer syngur á frummálinu og fær feitan plús í kladdann fyrir það. Mér finnst þetta mjög flott lag, eitthvað svo tímalaust og stórt.“ Einkunn: Flott - en ég er hrædd um að Jennifer missi af lest- inni inn í aðalkeppnina fyrir að vera ekki steríótípískt suður-evrópskt krútt. Regína Ósk „Mér finnst þetta hreinn viðbjóður frá upphafi til enda. Mjög gamaldags lag, röddin leiðinleg og myndbandið ömur- legt. Kemst pottþétt ekki áfram.“ 4 ANDORRA JENNIFER Regína Ósk „Ég hlakka til að sjá þetta atriði á sviðinu, það er hvern- ig hún ætlar að fara að því að syngja lagið og dansa svona eins og brjálæðingur. Mér finnst samt einhver skemmtileg stemming frá áttunda áratugnum í laginu. Gæti komist upp úr undanúrslitum“. Reynir Dívan Angelika Agurbash reyndi að kaupa sér sæti í úrslitum í fyrra en sem betur fer án árang- urs. Polina Smolova tekur við keflinu í ár (og vonandi seðlavesk- inu) og syngur lagið Mum, að mér heyrist á ensku. Fínt viðlag en heldur pirrandi. Verður þó í bar- áttunni um sæti í úrslit. 5 HVÍTA-RÚSSLAND POLINA SMOLOVA HEIÐA ÓLAFSDÓTTIR hefur held- ur betur haslað sér völl á tónlist- arsviðinu frá því að hún keppti í Idol. Heiða er ekki mikill Eurovisionaðdáandi en hefur mikið vit á tónlist. REYNIR EGGERTSSON er einn af helstu sérfræðingum landsins í Eurovision. Hann var meðal annars dómari í spurningakeppni Sjónvarpsins um keppnina. Ein- hverjir segja að Reynir fylgist betur með stigakeppninni en lög- unum sjálfum, sem hann fylgist þó sérlega vel með. Kristín Eva „Írar eru með lag á hugljúfu nótunum. Ekki viss um að hann nái flugi í keppninni en aldrei að vita, vonandi kemst hann í aðalkeppnina,“. Einkunn: Í lagi. Friðrik „Ekta ballaða og gæti komið á óvart. Lagið er hugljúft og ef hann flytur það vel gæti allt gerst en ég held að það fari marg- ir sem fíla ekki væmnina að pissa meðan þetta lag er flutt.“ 8 ÍRLAND BRIAN KENNEDY Kristín Eva „Drepleiðinlegt lag en þeim tekst að draga athyglina frá því með því að bjóða upp á mjög svo fleginn kjól og barmmikla söngkonu,“. Einkunn: Lélegt. Friðrik „Já, ókei. Minnir mig á dívuna frá Hollandi í fyrra. Hún er góð söngkona en lagið er soldið úti um allt. Ef Kýpur verður ofar- lega þá er það út af söngkonunni.“ 9 KÝPUR ANNETTE ARTAMI Kristín Eva „Sykursætt og fjörugt lag en er ekki að gera sig fyrir mig og ég hef trú á að það týnist í fjöld- anum. Of venjulegt og sker sig ekkert úr,“. Einkunn: Slakt Friðrik „Rólegir með banjóið. Guð, nei. Þegar hér er komið við sögu er fínt að fara inn í eldhús og fylla á snakkskálina.“ 10 MÓNAKÓ SÈVERINE ÁLITSGJAFAR Keppinautar Silvíu Nætur í kvöld Undankeppnin í Eurovision verður í kvöld. 22 lönd keppa við Silvíu Nótt um að komast í úrslitin. Tíu lönd komast áfram. Íbúar allra landa sem taka þátt í keppninni í ár, auk Serbíu og Svartfjallalands sem dró lag sitt úr keppninni vegna ósættis um lagið heima fyrir, greiða lögunum atkvæði. Fréttablaðið leitaði álits á lögum keppinautanna hjá sex einstaklingum; áhugamönnum og fagmönnum. Friðrik „Flott rödd. Þetta lag er líka mjög sexí og gæti gert fína hluti! Já ég spái þeim ofarlega.“ Reynir „Síðustu árin hefur Make- dónía átt öruggan miða upp úr for- keppninni - en líka öruggan miða til baka þar sem lögin þeirra hafa ekki staðist samkeppnina á laugar- deginum. Í ár er það Elena Rist- eska sem kemst áfram með lagið Ninanajna. Það sem er óvenjulegt er að lagið er verulega gott og verður líklega inni á topp 10 í úrslitunum.“ Elsa María „Hahahaha!!! Þetta er auðvitað bara dásamlega hallæris- legt. Og eitthvað svo innilegt, gamlir karlar að dansa með dúska á skónum. Lagið er í einu orði sagt leiðinlegt og ég gæti ekki fyrir mitt litla líf haft það eftir. Ég segi samt að svona lög gefa keppninni aukið skemmtanagildi því þetta verður brandari kvöldsins“. Ein- kunn: Lélegt – farðu heim. Heiða „Lagið er í meðallagi gott og útsetning ágæt. Mætti vera flutt á ensku. Vona að atriðið á sviðinu verði flott því unnt er að gera flotta sýningu út frá laginu“. 6 ALBANÍA LUIZ EJLLI Elsa María „Hið fullkomna júróvis- jónlag. Ég lærði það strax við fyrstu hlustun. Minnir á ótal sænsk júróvisjónlög, sem er auðvitað gullinn gæðastimpill. Þetta er mjög sumarlegt lag og býður upp á ísrúnt á blæjubíl. Lagið missir samt dampinn í brúnni, það gæti haft eitthvað að segja þó það nái sér hressileg upp í lokin. Ég sé fyrir mér sprengingar og glimmer á sviðinu við þetta lag. Ef það fer ekki áfram og lendir í topp 3 á loka- kvöldinu, þá er ég hætt,“. Einkunn: Topplag – má vinna mín vegna. Heiða „Minnir á eitthvað með bresku stelpubandi. Nokkuð svalt og grípandi. Ætti að komast í aðal- keppnina“. 7 BELGÍA KATE RYAN 11 MAKEDÓNÍA ELENE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.