Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 15
MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST ALLIR SIGRA! Reykjavíkurmaraflon Glitnis er einstakur íflróttavi›bur›ur flar sem flúsundir manna hlaupa sér til skemmtunar og heilsubótar. Hjá öllum er sigurinn sá a› vera me›. Glitnir heitir á starfsmenn a› hlaupa í flágu góðgerðamála Glitnir hefur ákve›i› a› nota tækifæri› í flágu gó›ra málefna og gefa flrjú flúsund krónur á hvern kílómetra sem starfsmenn bankans hlaupa. Ver›ur upphæ›inni ánafna› gó›ger›afélagi sem starfsmennirnir velja. Auk fless geta allir a›rir heiti› á starfsmenn Glitnis ákve›inni upphæ› sem gefin ver›ur til þess málefnis sem starfsmaðurinn hleypur fyrir. Skráning í hlaupi› fer fram á glitnir.is en flar er einnig hægt a› skrá sig í hlaupahóp, fá lei›sögn fljálfara, hlaupahandbók og æfingaáætlun. Núna er rétti tíminn til a› byrja a› æfa. Glitnir er stoltur samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþonsins Starfsmenn Glitnis hlaupa í þágu góðgerðamála H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 15 SKÓLAMÁL Tómstundir verða færð- ar inn í frístundaheimili í Grafar- vogi þannig að börn hefja frístunda- iðkun sína um leið og skóladegi lýkur. Þetta er tilraunaverkefni sem mun hefjast næsta haust og ná til átta skóla í Grafarvoginum. Borgaryfirvöld hafa veitt fé til þess að ráða verkefnastjóra sem stýrir vinnuhópi og skipuleggur verkefnið. Samvinna verður við íþróttafélög, skátana og önnur tóm- stundafélög um að koma að verk- efninu. Tilgangurinn er að vinnu- dagur barnanna ljúki á sama tíma og foreldranna og að fjölskyldan geti átt fleiri stundir saman. - gþg Frístundaheimili í Grafarvogi: Samfelldur skóladagur FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 BANDARÍKIN, AP Bandaríska varnar- málaráðuneytið birti á mánudags- kvöld lista yfir nöfn, aldur og þjóð- erni allra fanga sem haldið hefur verið í fangabúðunum í Guan- tánamo á Kúbu síðan bandaríski herinn tók þær í notkun árið 2002. Ráðuneytið veitti upplýsingarnar eftir að AP-fréttastofan kærði það undir bandarískum upplýsinga- lögum. Samkvæmt ráðuneytinu hafa alls 759 karlmenn frá yfir 40 lönd- um setið í búðunum, en í augna- blikinu sitja þar um 480 manns. Flestir eru frá Afganistan, en jafn- framt eru einn Svíi, einn Dani, átta Bretar og sjö Frakkar á listanum, auk annarra. Allir eru þeir eða voru grunaðir um aðild að al-Kaída hryðjuverkanetinu eða talíbönum, en eingöngu 10 þeirra hafa verið formlega ákærðir. Í apríl var haft eftir bandarískum hersaksóknara að verið væri að undirbúa ákærur á hendur 24 föngum til viðbótar. Ráðuneytið gaf ekki upplýsing- ar um þá 275 manns sem hefur verið sleppt eða hafa verið færðir í önnur fangelsi. Talsmenn varnar- málaráðuneytisins segja að sam- þykkt hafi verið að sleppa eða færa 136 aðra fanga, en brottför þeirra ráðist af ýmsum þáttum, þar með töldum meintum spurn- ingum bandarískra ráðamanna um öryggi fanganna í heimalöndum sínum. - smk FRÁ FANGABÚÐUM Bandaríski herinn sendi þessa mynd frá Guantánamo-fangabúðunum á Kúbu frá sér í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SKIPULAGSMÁL Sigríður Anna Þórð- ardóttir umhverfisráðherra undirritaði og staðfesti í gær nýtt aðalskipulag Seltjarnarness við golfvöllinn vestast á nesinu. Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti samhljóða í febrúar til- lögu að aðalskipulagi Seltjarnar- ness 2006 til 2024, en tillagan var auglýst og kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins, á bókasafni bæj- arins á Eiðistorgi og á Skipulags- stofnun frá 12. desember til 12. janúar. Athugasemdafrestur rann út 27. janúar og bárust fjórar athuga- semdir sem leiddu til óverulegra breytinga á greinagerðinni. - sh Umhverfisráðherra á Nesinu: Staðfesti nýtt aðalskipulag 480 föngum haldið í Guantánamo-fangabúðunum: Nöfn allra fanga birt opinberlega WASHINGTON, AP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að ólöglegir innflytjendur, sem hlotið hafa einn dóm fyrir alvar- legt afbrot eða þrjá dóma fyrir minniháttar afbrot, fái ekki mögu- leika á ríkisborgararétti sam- kvæmt nýjum lögum, sem eiga að auðvelda öðrum ólöglegum inn- flytjendum að fá ríkisborgara- rétt. Langvinnar deilur hafa staðið á Bandaríkjaþingi um þessa lög- gjöf. Þeir sem andvígir eru lög- unum segja að verið sé að veita ólöglegum innflytjendum sakar- uppgjöf í stórum stíl. Málamiðl- unin í gær gæti flýtt fyrir því að endanleg niðurstaða fáist í málið. Skriður komst á málið í þing- inu eftir að George W. Bush for- seti kynnti í sjónvarpsávarpi á mánudagskvöld tillögur um að herða mjög gæsluna meðfram landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó. Þær tillögur hlutu þó misjafn- an hljómgrunn á þingi. Repúblik- aninn Bill Frist, sem er leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, sagði í gær að þingmenn gerðu sér fulla grein fyrir því að þörf væri á heildaraðgerðum, ekki nægði að stöðva innflytjenda- strauminn á landamærunum. - gb Bandaríkjaþing nálgast samkomulag um innflytjendalög: Dæmdir menn útilokaðir FORSETINN TALAR Þau fylgdust grannt með á mánudag þegar Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá áformum sínum um að herða mjög gæslu við landamærin á milli Mexíkó og Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Blindrafélagið lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem er í skólamálum blindra og sjónskertra barna eftir að blindra- deild Álftamýrarskóla var lögð niður haustið 2004. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóða á aðalfundi félagsins á laugardag. Í ályktuninni segir að neyðar- ástand blasi við í þessum málum, þar sem eini starfandi blindra- kennarinn láti af störfum í vor. Blindir og sjónskertir grunnskóla- nemar eru 74 og átta munu bætast við í haust. Fundurinn hvetur menntamálaráðherra til að bregð- ast strax við. - sh Ályktun Blindrafélagsins: Skólamál sjón- skertra í ólestri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.