Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 11 Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Mig langar til að fagna megrun- arlausa deginum um daginn sem vonandi hefur leitt einhverja til umhugsunar um að lífið á ekki að snúast um að vera grannur eða að tilheyra einhverju stöðl- uðu, óheilbrigðu formi, sem við vitum ekki einu sinni almenni- lega hvaðan kemur. Hugsaðu sjálfstætt og vertu þú sjálf(ur). Mælikvarðinn sem við skulum frekar líta til er hversu oft við verðum veik og hvort við getum starfað frá degi til dags án þess að vera alltaf búin á því. Flensur, kvef og kveisur eru oft dæmi um veikt ónæmiskerfi og lítil orka stundum dæmi um einhæfa fæðu. Höfum augun opin fyrir líðan annarra Vellíðan byggist af stórum hluta á því að næra sig af ásetningu, eins og Guðni Robe Yoga fröm- uður og lífskúnstner kallaði fyr- irlestur sem hann hélt um dag- inn. Ég fagna allri umræðu um heilsu og vanheilsu, því lífsgæði okkar minnka án heilsunnar og við erum að sjá stærri öfgar í báðar áttir. Fleiri með átraskan- ir af einhverju tagi. Anorexía og búlimía er orðið algengara vandamál og fjöldi fólks virðist hafa sterka tilhneigingu til hugs- unarháttar sem einkennir slíka sjúklinga. Mikilvægt er að kynna sér einkennin, líta í eigin barm og til sinna nánustu. Þó er vissara að fara öllu með gát í að ákveða hvort hinir eða þessir séu með anorexíu. Hér er um lífshættulegan sjúkdóm að ræða og við þurfum að líta á hann sem slíkan. Við segjum til dæmis ekki um einstakling sem lítur illa út eða er sköllóttur að hann hljóti að vera með krabbamein! Matur er dásamlegur Að fara í megrun er eitt það óskynsamlegasta sem við getum gert. Í rauninni vil ég að við hættum að nota þetta orð. Það á enginn að fara í megrun og enginn að tala um að fara í megrun. Það er bæði neikvæð og niðurdrepandi aðferð til að reyna að létta sig, sem oftast mistekst herfilega. Stöldrum aðeins við og reynum að breyta hugsunarhætti okkar. Þar er alltaf gott að byrja. Hugsum jákvætt um mat. Hann er auð- vitað bara dásamlegur og veitir okkur mikla vellíðan, ásamt því að koma fólki saman. Svo er hann forsenda þess að við getum lifað og starfað. En það er hægt að van- og ofnýta allt sem er dásamlegt. Við þurfum því að velja fæðu, að stórum hluta, með næringu í huga, það er að segja sem góða orku- hleðslu. Þú veist það alveg og það þarf engan til að segja þér það að þér líður margfalt betur af næringarríkum mat. Ekki reyna að sannfæra þig um neitt annað. Gott er að plana sem flestar máltíðir fyrirfram, því þá eru minni líkur á skyndibita og að þú gleypir í þig það sem hendi er næst. Þess vegna er gott að velja sér fæðu með ásetningi; til uppbyggingar, vellíðunar, orkuaukningar og svo auðvitað líka til unaðar og gleði. Þegar öllu er á botninn hvolf, eru fáir ef einhverjir sem munu minnast líkamlegs atgervis okkar þegar við föllum frá. Við heyrum sem betur fer ekki eða lesum í minningargreinum: „Oh, hún var alltaf svo mjó og komst alltaf í gallabuxurnar af 15 ára dóttir sinni.“ Við minnumst fólks fyrir atorku þess, lífsgleði, framkvæmdavilja eða mann- gæsku. Það er það sem máli skiptir! Fariði vel með ykkur, Borghildur Megrun er stríð gegn heilbrigði Námskei›i› Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íflróttafræ›ingi, er hanna› til a› koma flér af sta› á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskei›sins er a› koma flér á æ›ra stig hva› var›ar líkamlega og andlega heilsu eftir jólin. Ef flú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfi› Bæta meltinguna Hormóna jafnvægi› Andlega vellí›an Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrig›i fiú kynnist n‡jum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig flú átt a› glíma vi› matar -og sykurflörfina, hvernig flú fer› a flví a› brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarka›ur fjöldi Vikulegar mælingar Eigi› prógramm í tækjasal Persónuleg næringarrá›gjöf Rá›gjöf vi› matarinnkaup Fræ›sla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og her›anudd í pottum a› æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7:30 Konur kl. 6:30, 10:00,16:30 og 18:30 (17:30 á föstudögum) Nýtt námskeið hefst 22. maí nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.