Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 44
2
Síminn og Kópavogsbær hafa
síðan í október á síðasta ári átt
í samstarfi um að Síminn leiði
Kópavogsbæ inn í framtíðina hvað
varðar fjarskipta- og upplýsinga-
tækni. Samkvæmt samningnum fá
íbúar Kópavogsbæjar fyrstir tæki-
færi til þess að prófa ýmsa tækni
frá Símanum áður en hún fer á
almennan markað. Kópavogsbúar
voru meðal annars þeir fyrstu sem
fengu sjónvarp gegnum ADSL inn
á sín heimili.
Nýjasta samstarf Kópavogs og
Símans felst í því að íbúar bæjar-
ins fá fyrstir allra tækifæri til þess
að prófa nýja tækni frá Símanum
sem kallast Safnið. Í gegnum það
geta viðskiptavinir Símans geymt
gögnin sín miðlægt hjá Síman-
um og miðlað þeim með öruggum
hætti. Kópavogsbúum býðst tæki-
færi til þess að nýta sér tæknina
frítt í svokölluðum beta prófunum
í fjórar vikur áður en hún kemur á
almennan markað.
„Viðskiptavinir okkar eiga eftir
að taka þessari nýjung fagnandi
en með miðlægri geymslu af þessu
tagi getum við boðið upp á öruggt
geymslusvæði fyrir mikilvæg gögn,
eins og t.d. skjöl, tónlist og ljós-
myndir.“ segir Eva Magnúsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans.
Íbúar Kópavogs geta skráð sig í
þjónustuna á vef Símans en þátt-
taka er takmörkuð. Þeir sem lenda
í úrtaki eru látnir vita í tölvupósti.
Fyrstir allra
Kópavogsbúum býðst tækifæri til þess að prófa nýja
gagnageymslu Símans áður en hún kemur á almennan
markað.
Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Kópavogur og Síminn eru í samstarfi um að
leiða bæjarbúa inn í framtíðina í tæknimálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nú stendur yfir
sýning á verkum
Guðmundar frá
Miðdal í Lista-
safni Kópavogs,
Gerðarsafni, og
Ná t t ú ru f ræð i -
stofu Kópavogs.
Þar er að finna
úrval olíumynda,
vatnslitamynda
og skúlptúra í
eigu einkaaðila,
stofnana og safna.
Einnig eru sýndar
þar allmargar og
afar sjaldséðar
grafíkmyndir ásamt fjölmörgum
leirmunum sem búnir voru til í
Listvinahúsinu frá um það bil
1930 til 1956 en Guðmundur var
brautryðjandi á Íslandi í þess-
um listgreinum. Íslensk náttúra
og mannlíf, Samar í Finnlandi,
Grænland, Alpar og evrópskar
borgir – allt þetta og meira til eru
myndefni Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal (1895-1963) sem var
einn af kunnari myndlistarmönn-
um landsins á sinni tíð.
Guðmundur frá Miðdal
Kópavogur er næstfjölmennasta
sveitarfélag landsins. Íbúum hefur
fjölgað þar hratt undanfarin ár og
byggð hefur stækkað í samræmi við
það, þannig að segja má að bæj-
arlífið standi nú í blóma. Allt má
finna í Kópavogi, hvort sem það
er góð þjónusta, skólakerfi, menn-
ing, fallegt umhverfi og skipulag.
Sumir hafa haft á orði að þarna séu
að finna ein bestu fjölskylduhverfi
sem völ er á. Sömuleiðis eru mörg
falleg svæði í Kópavogi, sum hver
með mikla sögu að baki.
Fífuhvammsvegurinn í Kópavogi
liggur eins og lífæð í gegnum bæinn
alla leið frá Hafnarfirði og fram hjá
Smáratorgi, undir Reykjanesbraut og
upp í Sala- og Lindahverfið, þar sem
hið eiginlega Fífuhvammssvæði er
staðsett. Í jaðri þessa svæðis stendur
gamall sumarbústaður. sem er leifar
frá svokölluðu sumarbústaðaskeiði í
sögu bæjarins, og þar er einnig að
finna söguminjar, líklega einhvern
tímann frá því fyrir siðaskipti. Á
leiðinni er margt skemmtilegt að sjá
og var ljósmyndari sendur á vett-
vang til að fanga það helsta. Útkom-
una má sjá á eftirfarandi myndum.
Bæjarlíf í blóma
Kópavogsbær er í örum vexti og er þar margt fal-
legt að sjá, meðal annars Fífuhvammssvæði sem
hefur sögulegt gildi fyrir bæinn.
Kópavogsbær er tilvalinn fyrir þá sem hafa áhuga á útivist og hreyfingu. Þar má finna Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Hestafélagið
Gustur og Siglingafélagið Ýmir svo dæmi séu nefnd. Þá er mikið af skemmtilegum göngustígum í Kópavogi, ýmist fyrir þrautþjálfaða
göngugarpa eða áhugasama, og inni á milli skemmtileg græn svæði, svo sem Rútstún þar sem allt iðar af lífi 17. júní. Þessi skötuhjú kusu
að njóta dagsins í veðurblíðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Íþróttafélagið Breiðablik er með
íþróttahús í Dalsmára 5, sem nefnist
Smárinn. Á sumrin þegar hlýna tekur í
veðri og sólin skín skært hefjast æfing-
ar á útivellinum af fullum krafti, eins og
sést á þessari mynd þar sem stúlkur í
yngri flokki Breiðabliks spretta úr spori.
Það má með sanni segja að menningarlíf
Kópavogsbæjar hafi tekið öran kipp á
síðustu árum. Ekki nóg með að þar sé að
finna listasafn, tónleikahús, bókasafn- og
náttúrufræðistofu heldur er þar fjöldinn
allur af útilistaverkum sem prýða bæinn.
Eins og hér sést geta sannir listunnendur
verið á öllum aldri, en þessar stelpur fengu
ekki nóg af þessu skemmtilega listaverki.
Þessi langi göngustígur virðist við fyrstu sýn
engan enda ætla að taka. Hann var lagður
upp úr 1990 og liggur frá Kópavogsdal
upp í Digraneshlíðar. Stígurinn hefur verið
fjölfarinn alveg frá því að hann var fyrst
lagður og hefur hann einkum notið mikilla
vinsælda hjá skokkurum, enda gott fyrir
þol og vöðva að hlaupa upp bratta stíga.
Digraneskirkja í Kópavogsbæ þykir vera með
fallegri kirkjum landsins en hún er hönnuð af
Benjamíni Magnússyni arkitekt. Fyrsta skóflu-
stunga að kirkjunni var tekin 27. mars 1993, en
söfnuðurinn sjálfur hefur verið starfandi síðan
1971. Digraneskirkja var síðan vígð af Ólafi Skúla-
syni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1994.
■■■■ { kópavogur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
VÖRUBÍLAVARAHLUTIR
SCANIA, VOLVO OG MAN
G.T. ÓSKARSSON
VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR
SÍMI 554 6000
www.islandia.is/scania
Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400
Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum
bila vegna hitavandamála?
Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni.
Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir.