Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 50
8
Ingibjörg Hinriksdóttir er þjón-
ustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga og situr í stjórn Knatt-
spyrnusambands Íslands. Ingibjörg,
sem skipar 5. sætið á lista Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi, segir uppá-
haldsstaðinn á heimili sínu vera
fyrir framan tölvuna þar sem hún
fær allar upplýsingar frá degi til
dags. ,,Ég nota tölvuna mikið, bæði
við að afla mér upplýsinga og upp-
færa heimasíðuna mína svo dæmi
séu tekin. Stundum sit ég fram eftir
nóttu við tölvuna. Ég er nú samt
ekki að spila neina tölvuleiki.“
Vinnuherbergi Ingibjargar er því
mest notaða svæðið í íbúðinni.
Ingibjörg býr ein en heimilslífið
hefur verið fjörugt upp á síðkastið.
,,Fjölskylda systur minnar býr hjá
mér um þessar mundir og því er
heimilið alveg undirlagt af þeim.“
Þegar Ingibjörg er ekki inni í
tölvuherbergi að vinna þá finnst
henni gott að slaka á við lestur
bóka og segir hún Laxness vera í
uppáhaldi. ,,Ég gríp nú alltaf í hann
öðru hvoru og svo ferðast ég mikið
með KSÍ og þá kaupi ég mér iðulega
einhverjar góðar vasabækur til að
lesa á dauðu tímunum.“
Survivor-þættirnir á Skjá einum
hafa undirlagt mánudagskvöldin
hjá Ingibjörgu undanfarin ár en nú
segist hún vera að reyna að slíta sig
frá þeim. ,,Þetta er alveg komið gott
enda eru þeir örugglega að sýna 15.
þáttaröðina núna,“ segir Ingibjörg
og hlær. Raunveruleikasjónvarp
yfir höfuð er eitthvað sem Ingibjörg
festist oft í, jafnvel þótt hún játi
að margt af því sé kjánalegt. ,,Svo
missi ég aldrei af fréttum, þær eru
það eina sem ég vil ekki missa af í
sjónvarpi.“
Það er ekki nóg með að annríki
sé í heimilslífinu um þessar mund-
ir, heldur stendur Ingibjörg í stór-
ræðum í pólitíkinni. ,,Það er alveg
brjálað að gera í kosningabarátt-
unni hjá okkur í Samfylkingunni.
Ég er í 5. sætinu sem er algjört bar-
áttusæti, þannig að það er mikill
hugur í mér.“
Fjörugt og lifandi heimilislíf
Ingibjörg Hannesdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segist nota tölvuna mikið og
því sé vinnuherbergið uppáhaldsstaður hennar á heimilinu. Heimili hennar er undirlagt
af fjölskyldu systur hennar og því er nóg að gera bæði á heimilinu og í vinnu.
Ingibjörg er mikið í tölvunni þegar hún er heima.
Hæsta hús landsins verður risið
í nóvember á næsta ári þegar að
verklok við nýju verslunar- og
skrifstofubygginguna á Smáratorgi
eru áætluð.
Nú þegar hefur verið lokið við að
grafa fyrir grunninum og um þess-
ar mundir er verið að skoða tilboð
í bygginguna sem bárust í útboð-
inu. Húsið sem hefur vinnuheit-
ið Smáratorg verður á 20 hæðum
sem hver verður um 800 fermetrar
á stærð. Húsið mun vera 78 metra
hátt og skáka því Hallgrímskirkju
um 6 metra. Undir húsinu verður
stór bílakjallari sem mun samein-
ast bílakjallaranum undir Smára-
torgi 1. Á fyrstu tveimur hæðun-
um verða verslanir og fyrir ofan
þær verður skrifstofuhúsnæði á 18
hæðum. Að sögn framkvæmda-
stjóra Smáratorgs er mikil ásókn
í húsnæðið og hefur þegar öllu
verslunarhúsnæði verið úthlutað.
Eins og sjá má á tölvumyndinni
af byggingunni verður hún klædd
úr gleri að utan og mun hún verða
mikið kennileiti.
Hæsta hús landsins
rís á Smáratorgi
Framkvæmdir við byggingu verslunar- og skrifstofubygg-
ingar munu brátt hefjast. Húsið verður 78 metrar á hæð.
Tölvumynd af háhýsinu.
Bifreiðaverkstæði Dags Garðarsson-
ar ehf. hefur verið staðsett á Smiðju-
veginum í fimm ár. Á verkstæðinu
starfa að jafnaði tveir starfsmenn en
í sumar eru þeir þrír á verkstæðinu.
Verkstæðið sinnir öllum almenn-
um bílaviðgerðum og að sögn
Dags Garðarssonar, eiganda verk-
stæðisins, er nóg að gera. ,,Það er
mjög gott að vera með verkstæði í
Kópavoginum. Bílageirinn er allur
í Kópavoginum þannig að þetta er
mjög miðsvæðiðs. Stærstu vara-
hlutaverslanirnar eru með útibú
hérna rétt hjá þannig að það er líka
mjög hagkvæmt fyrir viðskiptavin-
ina að koma hingað“.
Dagur segir helstu kosti Kópa-
vogs vera hvað hann sé miðsvæðis
og stutt sé að nálgast varahluti.
Fólk komi úr öllum áttum á bif-
reiðaverkstæðið og segir Dagur að
það einskorðist ekkert við Kópa-
vogsbúa. „Kúnnarnir koma úr öllum
hverfum höfuðborgarsvæðisins og
þar sem það eru mörg verkstæði
hérna í þyrpingu þá er nokkuð
mikil samkeppni í gangi,“ segir bif-
vélavirkinn Dagur Garðarsson um
starfsemi sína.
Bílageirinn er í Kópavogi
Dagur Garðarsson og samstarfsmenn hans á samnefndu bifreiðaverkstæði eru ánægðir
í Kópavogi. Bílageirinn er að hans sögn allur í Kópavogi.
Bifreiðaverkstæði Dags Garðarssonar ehf. hefur verið staðsett á Smiðjuveginum í fimm ár.
■■■■ { kópavogur } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Almennar bílaviðgerðir
F
í
t
o
n
/
S
Í
A