Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 71
Kórastefna við Mývatn verður
haldin í fjórða sinn 8.-11. júní
næstkomandi og verður þátttöku-
met slegið að þessu sinni því um
300 þátttakendur munu mæta á
svæðið. Kórar frá Reykjavík,
Norðurlandi og Finnlandi munu
koma fram ásamt 50 manna hljóm-
sveit en aðalverkefni Kórastefn-
unnar verður Sálumessa eftir W.A.
Mozart og verður hún flutt á
lokatónleikum stefnunnar sunnu-
daginn 11. júní.
Stjórnandi verður Guðmundur
Óli Gunnarsson en einsöngvarar
eru þau Sesselja Kristjánsdóttir,
Gunnar Guðbjörnsson, Ágúst
Ólafsson og Margrét Bóasdóttir
sem jafnframt er listrænn stjórn-
andi Kórastefnunnar.
Auk þessa munu þátttökukór-
arnir syngja á tónleikum, meðal
annars í hraunhvelfingu Laxár-
virkjunar sem þegar hefur skapað
sér sett sem stórkostlegur tón-
leikastaður. Í ár verður einnig
boðið upp á vinnu með íslenska
kórtónlist sem sérstaklega miðar
að því að kynna íslenska kórtónlist
fyrir erlendum þátttakendum og
mun Þorgerður Ingólfsdóttir, kór-
stýra Hamrahlíðarkórsins, stýra
þeirri vinnu. - khh
Kórastefna
ÞORGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR, STJÓRNANDI
HAMRAHLÍÐARKÓRSINS Kynnir íslenska
kórtónlist á Kórastefnu í Mývatnssveit.
FRÉTTABLAÐIÐ/HILLI
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 39
Forsala er hafin
í verslunum Skífunnar og á midi.is
Óteljandi möguleikar mannsradd-
arinnar eru kannaðir á ljóða- og
tónlistardagskránni „Orðið tónlist
– fjölljóðahátíð“ sem nú stendur
yfir. Markmið hátíðarinnar er að
tefla saman ólíkum birtingar-
myndum sköpunar í ljóðlist, tón-
list og gjörningum, jaðargreinum
sem ekki fá alla jafna andrúm á
tónleikum eða á geisladiskamark-
aði og jafnframt að halda á lofti
merkjum hugmyndarinnar um
„Orðið tónlist“ sem Smekkleysa
lagði af stað með árið 2000 og er
ætlað að skapa opinn vettvang
fyrir stefnumót orðs og tóna, bók-
mennta og tónlistar.
Hljóðljóðskáld eða fjölljóðskáld
hafa haldið hátíðir og komið fram
víða erlendis, en slík hátíð hefur
aldrei verið haldin hér á landi. Af
þessu til-
efni hefur
erlendum
listamönn-
um á sviði
fjölljóðlist-
ar verið
boðið hing-
að til lands,
þar á meðal
skáldunum
fjölhæfu
Tom Winter
og Rod
Summers,
og munu
þeir ásamt innlendum listamönn-
um á ýmsum aldri og úr ýmsum
greinum lista taka þátt í fjölbreytt-
um hátíðahöldum nú um helgina og
næstu helgi. Á morgun, föstudags-
kvöld, verður dagskrá í fjölnotasal
Hafnarhússins þar sem gestum
gefst meðal annars kostur á að
hlýða á verk úr smiðju Steindórs
Andersen og Hilmars Arnar Hilm-
arssonar, Braga Ólafssonar, Jóham-
ars og meðlima úr Nýhilhópnum. Á
laugardaginn verður vinnusmiðja
milli 14-17 í Hafnarhúsinu í umsjón
Kabarettsins Músífölsk þar sem
gestir geta búið til og flutt eigin
ljóð með aðstoð tölvu.
Í Galleríi Humri eða frægð við
Laugaveg stendur einnig yfir for-
vitnileg sýning þar fjölmargir lista-
menn vinna með tengsl hljóð-, ljóð-
og myndlistar.
Nánari upplýsingar um viðburði
hátíðarinnar má nálgast á heima-
síðu Smekkleysu, www.smekk-
leysa.is. -khh
Möguleikar mannsradda
BRAGI ÓLAFSSON RITHÖF-
UNDUR Gefur út ljóðabók-
ina Fjórar línur og titill og
treður upp á fjölljóðahátíð.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Ljósmyndarinn og hönnuður-
inn Marinó Thorlacius sýnir
verk sín á Thorvaldsen Bar. Á
sýningunni gefur að líta á
annan tug myndverka unnin á
síðustu tveimur árum en
myndirnar byggja allar á ljós-
myndum eða málverkum.
Marinó vinnur ljóðrænar og
drungalegar náttúru- og
mannlífsmyndir þar sem hann
leikur með birtu og skerpu og
töfrar fram annarleikann með
hjálp stafrænnar eftirvinnslu.
Á sýningunni eru einnig
nokkur táknrænni verk þar
sem hönnuðurinn spilar frek-
ar með ímyndunarafl áhorf-
andans.
Sýningin stendur til 9.
júní.
Upplýstur drungi
SÝNING Á THORVALDSSEN Myndverkið „Sleep“.
MYND/MARINÓ THORLACIUS
Minningaritið „Kristján Alberts-
son – Margs er að minnast“ um rit-
höfundinn Kristján Albertsson
hefur nú verið endurútgefin hjá
Bókafélaginu Uglu. Kristján var
goðsögn í lifanda lífi og í bókinni
rifjar hann upp sögulega tíma og
bregður upp svipmyndum af
vinum sínum og samferðamönn-
um, til dæmis þeim Einari Bene-
diktssyni, Jóhannesi Kjarval,
Jóhanni Sigurjónssyni, Guðmundi
Kamban og Ólafi Thors.
Jakob F. Ásgeirsson skrá-
setti. - khh
Litríkar
minningar