Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 71
Kórastefna við Mývatn verður haldin í fjórða sinn 8.-11. júní næstkomandi og verður þátttöku- met slegið að þessu sinni því um 300 þátttakendur munu mæta á svæðið. Kórar frá Reykjavík, Norðurlandi og Finnlandi munu koma fram ásamt 50 manna hljóm- sveit en aðalverkefni Kórastefn- unnar verður Sálumessa eftir W.A. Mozart og verður hún flutt á lokatónleikum stefnunnar sunnu- daginn 11. júní. Stjórnandi verður Guðmundur Óli Gunnarsson en einsöngvarar eru þau Sesselja Kristjánsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Ágúst Ólafsson og Margrét Bóasdóttir sem jafnframt er listrænn stjórn- andi Kórastefnunnar. Auk þessa munu þátttökukór- arnir syngja á tónleikum, meðal annars í hraunhvelfingu Laxár- virkjunar sem þegar hefur skapað sér sett sem stórkostlegur tón- leikastaður. Í ár verður einnig boðið upp á vinnu með íslenska kórtónlist sem sérstaklega miðar að því að kynna íslenska kórtónlist fyrir erlendum þátttakendum og mun Þorgerður Ingólfsdóttir, kór- stýra Hamrahlíðarkórsins, stýra þeirri vinnu. - khh Kórastefna ÞORGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR, STJÓRNANDI HAMRAHLÍÐARKÓRSINS Kynnir íslenska kórtónlist á Kórastefnu í Mývatnssveit. FRÉTTABLAÐIÐ/HILLI FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 39 Forsala er hafin í verslunum Skífunnar og á midi.is Óteljandi möguleikar mannsradd- arinnar eru kannaðir á ljóða- og tónlistardagskránni „Orðið tónlist – fjölljóðahátíð“ sem nú stendur yfir. Markmið hátíðarinnar er að tefla saman ólíkum birtingar- myndum sköpunar í ljóðlist, tón- list og gjörningum, jaðargreinum sem ekki fá alla jafna andrúm á tónleikum eða á geisladiskamark- aði og jafnframt að halda á lofti merkjum hugmyndarinnar um „Orðið tónlist“ sem Smekkleysa lagði af stað með árið 2000 og er ætlað að skapa opinn vettvang fyrir stefnumót orðs og tóna, bók- mennta og tónlistar. Hljóðljóðskáld eða fjölljóðskáld hafa haldið hátíðir og komið fram víða erlendis, en slík hátíð hefur aldrei verið haldin hér á landi. Af þessu til- efni hefur erlendum listamönn- um á sviði fjölljóðlist- ar verið boðið hing- að til lands, þar á meðal skáldunum fjölhæfu Tom Winter og Rod Summers, og munu þeir ásamt innlendum listamönn- um á ýmsum aldri og úr ýmsum greinum lista taka þátt í fjölbreytt- um hátíðahöldum nú um helgina og næstu helgi. Á morgun, föstudags- kvöld, verður dagskrá í fjölnotasal Hafnarhússins þar sem gestum gefst meðal annars kostur á að hlýða á verk úr smiðju Steindórs Andersen og Hilmars Arnar Hilm- arssonar, Braga Ólafssonar, Jóham- ars og meðlima úr Nýhilhópnum. Á laugardaginn verður vinnusmiðja milli 14-17 í Hafnarhúsinu í umsjón Kabarettsins Músífölsk þar sem gestir geta búið til og flutt eigin ljóð með aðstoð tölvu. Í Galleríi Humri eða frægð við Laugaveg stendur einnig yfir for- vitnileg sýning þar fjölmargir lista- menn vinna með tengsl hljóð-, ljóð- og myndlistar. Nánari upplýsingar um viðburði hátíðarinnar má nálgast á heima- síðu Smekkleysu, www.smekk- leysa.is. -khh Möguleikar mannsradda BRAGI ÓLAFSSON RITHÖF- UNDUR Gefur út ljóðabók- ina Fjórar línur og titill og treður upp á fjölljóðahátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Ljósmyndarinn og hönnuður- inn Marinó Thorlacius sýnir verk sín á Thorvaldsen Bar. Á sýningunni gefur að líta á annan tug myndverka unnin á síðustu tveimur árum en myndirnar byggja allar á ljós- myndum eða málverkum. Marinó vinnur ljóðrænar og drungalegar náttúru- og mannlífsmyndir þar sem hann leikur með birtu og skerpu og töfrar fram annarleikann með hjálp stafrænnar eftirvinnslu. Á sýningunni eru einnig nokkur táknrænni verk þar sem hönnuðurinn spilar frek- ar með ímyndunarafl áhorf- andans. Sýningin stendur til 9. júní. Upplýstur drungi SÝNING Á THORVALDSSEN Myndverkið „Sleep“. MYND/MARINÓ THORLACIUS Minningaritið „Kristján Alberts- son – Margs er að minnast“ um rit- höfundinn Kristján Albertsson hefur nú verið endurútgefin hjá Bókafélaginu Uglu. Kristján var goðsögn í lifanda lífi og í bókinni rifjar hann upp sögulega tíma og bregður upp svipmyndum af vinum sínum og samferðamönn- um, til dæmis þeim Einari Bene- diktssyni, Jóhannesi Kjarval, Jóhanni Sigurjónssyni, Guðmundi Kamban og Ólafi Thors. Jakob F. Ásgeirsson skrá- setti. - khh Litríkar minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.