Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 40
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR8
YD Design á Tangarhöfða
er með til sölu gullfallegar
heimilisvörur frá Cult Design.
Sænska framleiðslulínan Cult
Design er sérlega falleg. Hönnuðir
hennar hafa meðal annars unnið
fyrir IKEA, Trip Trap og fleiri. Í
Svíþjóð er að finna sérstakar versl-
anir sem eingöngu selja vörur Cult
Design en hér á Íslandi má panta
vörurnar gegnum heild- og net-
verslunina YD Design sem er á
Tangarhöfða. Í Cult Design-línunni
má finna tvo strauma. Retro-línan
er ávöl og mjúk og sækir strauma
sína til sjötta og sjöunda áratugar-
ins. Geometric-línan er stílhreinni
að lögun þar sem lagt er upp úr að
hver vara standi bæði ein og sér
eða í bland við aðrar.
Vörurnar samanstanda af blóma-
pottum og vösum, lömpum, eldhús-
vörum, kertastjökum og mörgu
fleiru og í hverri vöru er lagt upp
úr notagildi og fegurð.
Nánari upplýsingar um vörurn-
ar og fleiri myndir má finna á www.
yd.is eða www.cultdesign.se.
Fallegar línur, stílhrein
lögun og góðir straumar
Stórskemmtilegar skálar
úr Retro-línunni.
Glerblómavasar úr
geometric-línunni.
Fallega ávalir
blómavasar úr
Retró línunni.
Fallegir vegg-
blómavasar úr
Retro-línunni.
Geometric-línan er stílhrein og fallegt að
blanda sama ólíkum gerðum og litum.
Vinnuumhverfi á vinnustað
skiptir flesta miklu máli. Hins
vegar gleyma margir að reglur
um góða vinnuaðstöðu eiga
einnig að gilda heima fyrir.
Sá staður á heimilinu þar sem
mest er unnið er oftast eldhúsið.
Því er mikilvægt að lagt sé upp úr
góðu vinnnuumhverfi í eldhúsinu.
Til að geta unnið með slakar
axlir þurfa hendurnar að vera ögn
fyrir neðan olnbogana. Því er
hæðin frá lærum að öxlum besta
vinnuhæðin. Uppþvottavélar eru
oftast hafðar of lágar og það eykur
álag á bak. Þegar uppþvottavélin
er í lágri stöðu er mikilvægt að
beygja sig rétt. Forðast ætti að
vinna fyrir neðan hné í standandi
stöðu. Ef fólk er viðkvæmt í baki
er nauðsynlegt að hækka vélarnar
eða sitja á kolli meðan unnið er
við þær. Að sama skapi er mælt
með að fólk stígi á koll ef unnið er
upp fyrir axlarhæð.
Reynið að skipuleggja eldhús-
ið á þá leið að unnið er með mestu
þyngdina við miðju líkamans, það
getur til dæmis reynt mikið á
hrygginn ef þungt leirtau er
geymt í efri skápum.
Eldhúsborð eru venjulega um
70 sentimetrar en vinnuborð eru
höfð um 90 sentimetrar. Einnig
þarf að huga að lýsingu því léleg
lýsing eykur álag á augu og fólk
lútir meira höfði við slíkar
aðstæður.
Unnið rétt í eldhúsinu
Rétt vinnustaða og gott vinnuumhverfi í
eldhúsi getur verið mikilvægt heilsunni.
“Vorum að taka inn nýja sendingu
af baðkörum innréttingum og
handklæðaofnum, mikið úrval,
gott verð.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI